Bréf til bjargar lífi

Gríptu til aðgerða - bréf þitt bjargar lífi!

Það er auðvelt að hunsa eitt bréf. Það er erfitt að hunsa milljónir bréfa.
Skoða öll málin
74% af takmarki náð
Höfum safnað 37.163 bréfum.
Takmarkið er 50.000

Stöndum saman!

Á hverju ári setja hundruð þúsunda einstaklinga, í rúmlega 150 löndum og landsvæðum, nafn sitt á milljónir bréfa og korta til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og krefja þau um umbætur. Fjöldinn allur skrifar einnig stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota og veitir þeim þannig styrk og vissu um að umheimurinn hafi ekki gleymt þeim.

Það kann að vera auðvelt fyrir stjórnvöld að hunsa eitt bréf en þegar milljónir slíkra bréfa berast er erfitt að líta undan. Bréfin bera árangur. Bréfin bjarga lífi.

Bréf þitt bjargar lífi – Gríptu til aðgerða strax!


1. Veldu bréf til undirritunar

Í bréfamaraþoninu í ár eru 12 mál einstaklinga. Með einum smell getur þú skrifað undir öll málin eða valið þau sem þú vilt styðja.

2. Skrifaðu undir

Bréfin sem þú skrifar undir fara í póstkassann, efst til hægri á vefnum. Til að skrifa undir bréfin þarf aðeins að fylla út nafn og kennitölu.

3. Amnesty póstleggur bréfin

Íslandsdeild Amnesty sendir svo bréfin í þínu nafni á viðkomandi stjórnvöld.

Þau þurfa þína hjálp

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.


Kíktu á okkur dagana 4. – 18. desember

Bréfin þín geta bjargað lífi

 • Reykjavík

  Skrifstofa Amnesty International Þingholtsstræti 27
  laugardaginn 12. desember, kl. 13 – 18.

  Reykjavík Miðbær

  Borgarbókasafn, menningarhúsið Grófinni
  4. til 18. desember, á opnunartíma.

  Reykjavík Grafarvogur

  Borgarbókasafn, menningarhúsið Spönginni
  4. til 18. desember, á opnunartíma.

  Reykjavík Gerðuberg

  Borgarbókasafn, menningarhúsið Gerðuberg
  4. til 18. desember, á opnunartíma.
 • Hafnarfjörður

  Bókasafnið í Hafnarfirði
  4. til 18. desember, á opnunartíma.
 • Akranes

  Bónushúsið (verslunarmiðstöð)
  föstudaginn 4. desember, kl. 17 – 19.
  Bókasafn Akraness
  4. til 18. desember, á opnunartíma.
 • Borgarnes

  Hugheimar, Bjarnarbraut 8
  laugardaginn 12. desember, kl. 13 – 16.
 • Stykkishólmur

  Íþróttahúsið, herbergi Snæfells
  fimmtudaginn 10. desember, kl. 13 – 18.
 • Ísafjörður

  Edinborgarhúsið
  laugardaginn 5. desember, kl. 13 – 16.
 • Sauðárkrókur

  Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra
  þriðjudaginn 8. desember, kl. 9 – 13.
  Árskóli
  fimmtudaginn 10. desember, kl. 9:30 – 13:30.
 • Akureyri

  Penninn Eymundsson
  laugardaginn 5. desember, kl. 13 – 17.
 • Húsavík

  Bókasafnið á Húsavík
  4. til 18. desember á opnunartíma safnsins.
 • Laugar

  Framhaldsskólinn á Laugum
  miðvikudaginn 9. desember, kl. 11 – 15.
 • Kópasker

  Verslunin Skerjakolla
  föstudagana 4. og 11. desember, kl. 13 – 16.
 • Egilsstaðir

  Jólakötturinn í Barra
  laugardaginn 12. desember, kl. 12 – 16.
 • Höfn í Hornafirði

  Gamlabúð
  sunnudagurinn 29. nóvember, kl. 13 – 17.
 • Selfoss

  Bókasafnið Árborg
  4. til 16. desember, á opnunartíma.
 • Eyrarbakki og Stokkseyri

  Bókasafnið Árborg
  4. til 18. desember, á opnunartíma.
 • Grindavík

  Bókasafnið í Grindavík
  4. til 18. desember, á opnunartíma.
 • Reykjanesbær

  Bókasafnið í Reykjanesbæ
  4. til 18. desember, á opnunartíma.

Í baráttunni fyrir mannréttindabrotum átt þú öflugt vopn. Vopn sem getur breytt heiminum – nafnið þitt! Nýttu það til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Þú getur einnig sent kveðjur til þolenda mannréttindabrota og þannig veitt vissu um að þeir eru ekki gleymdir. Bréf þín geta bjargað lífi!

Þú getur tekið þátt í einum stærsta mannréttindaviðburði heims- bréfamaraþoni Amnesty International sem fram fer í yfir 80 löndum um heim allan í kringum alþjóðlegan mannréttindadag, 10. desember. Á Íslandi fer bréfamaraþonið fram á x mörgum stöðum á landinu dagana 4. til 18. desember. Tilbúin aðgerðakort verða á öllum stöðum og notaleg aðventustemming. Það eina sem þú þarft að gera að mæta á þann stað sem næstur þér, kynna mér málin og nota pennann að vopni!


Góðar fréttir

Í rúm 50 ár hefur Amnesty International barist gegn mannréttindabrotum með pennann að vopni og á hverju ári eiga sér stað raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota vegna undirskrifta ykkar og aðgerða.

 • „Ég er djúpt snortinn. Þið eruð hetjurnar mínar.“

  Moses Akatugbe

 • „Ég get aldrei nógsamlega þakkað fyrir mig. Bréfin gáfu mér styrk.“

  Jerryme Corre

 • Ég er svo þakklát fyrir allan stuðning ykkar við að halda mér jákvæðri. Ég er sterk vegna ykkar!“

  Chelsea Manning

 • „Það sem skipti mig virkilega miklu máli voru bréfin sem ég fékk frá venjulegu fólki.“

  Ales Bialiatski


Skráðu þig í SMS aðgerðanetið

Við byggjum afkomu okkar á frjálsum framlögum. Með því að skrá þig í SMS-aðgerðanetið getur þú notað farsímann til að bjarga mannslífum.

Skrá mig núna

Taktu þátt í starfi Amnesty

Við erum alþjóðleg mannréttindahreyfing sem vinnum saman og náum þannig fram ótrúlegum breytingum.

Taka þátt