Fréttir

Fyrirsagnalisti

Ársskýrsla Amnesty International: Stjórnmál ala á sundrungu og ótta - 22.2.2017

Stjórnmálamenn beita nú æ oftar eitraðri hugmyndafræði um „við gegn þeim“. Þessi orðræða stjórnmálamanna í heiminum hefur aukið bilið milli landa og gert heiminn hættulegri segir í ársskýrslu Amnesty International, en samtökin gáfu í dag út árlegt yfirlit sitt yfir stöðu mannréttinda í heiminum. 

Lesa meira

Vilt þú fræðast um réttindi flóttafólks? - 20.2.2017

Amnesty International hefur ýtt úr vör netnámskeiðinu Mannréttindi: Réttindi flóttafólks. Námskeiðið gerir fólki kleift að fræðast á sínum eigin hraða um réttindi fólks á flótta og að efla færni sína í baráttu fyrir réttindum flóttafólks.

Lesa meira

Samningur ESB við Tyrkland: Uppskrift að örvæntingu - 17.2.2017

Flóttamannasamningur Evrópusambandsins við Tyrkland hefur leitt til þess að þúsundir flóttamanna og farandfólks hírast við hörmuleg og hættuleg búsetuskilyrði á Grikklandi. 

Lesa meira

Sýrland: Ný rannsókn AI afhjúpar fjöldahengingar og pyndingar í hinu illræmda Saydnaya-fangelsi - 7.2.2017

Ný og svört skýrsla Amnesty International afhjúpar skipulagðar aftökur sýrlenskra stjórnvalda  án dóms og laga í Saydnaya-fangelsi.

Lesa meira

Framhaldsskólanemar í Verzló og á Húsavík báru sigur úr býtum í Bréfamaraþoninu - 3.2.2017

Árlega heldur Íslandsdeild Amnesty International Bréfamaraþon þar sem samtökin hvetja einstaklinga til að taka höndum saman og styðja við bakið á þolendum mannréttindabrota með pennann að vopni. Fyrir rúmu ári setti Íslandsdeildin á laggirnar vefsíðuna „Bréf til bjargar lífi“ þar sem einstaklingar og menntastofnanir voru hvattar til að leggja hönd á plóg. Sem fyrr efndi Íslandsdeild Amnesty International einnig til samkeppni meðal framhaldsskóla landsins um mestan fjölda undirskrifta á Bréfamaraþoni samtakanna. 

Lesa meira

Stríð Bandaríkjanna gegn flóttafólki frá múslimaríkjum - 1.2.2017

Nú verður engum vettlingatökum beitt. Bandaríkin hafa tekið silkihanskana af. 

Lesa meira

Bandaríkin: Við munum berjast gegn tilraunum Trumps til að loka landamærunum - 26.1.2017

Þann 25. janúar gaf Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, út nokkrar tilskipanir sem tengjast málefnum innflytjenda. 

Lesa meira

Aðgerðastarfið okkar virkar - 23.1.2017

Moses Akatugba var handtekinn af nígeríska hernum þegar hann var aðeins 16 ára gamall en við handtökuna var hann skotinn í höndina og barinn. Hann var bundinn á fótum og látinn hanga á hvolfi í marga klukkutíma í yfirheyrsluherbergi. Loks var töng notuð til að draga neglur af fingrum hans og tám í þeim tilgangi að þvinga hann til að játa á sig glæp. Eftir átta ár í fangelsi, án dóms og laga, hlaut hann dauðadóm.

Lesa meira