
Tyrkland
Ungmennafulltrúi í haldi vegna ræðu hjá Evrópuráðinu
Enes Hocaoğulları er 23 ára mannréttindafrömuður og hinsegin aðgerðasinni. Hann var færður í gæsluvarðhald að geðþótta þann 5. ágúst eftir handtöku á flugvellinum í Ankara í Tyrklandi við komuna til landsins vegna ræðu sem hann hélt hjá Evrópuráðinu. Hann var ákærður 8. ágúst fyrir að „dreifa blekkjandi upplýsingum opinberlega“ og „ýta undir hatur og óvild á meðal almennings“. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.