SMS - mál

Íran: yfirvofandi aftaka ungs manns sem var undir aldri við handtöku

Hamid Ahmadi, sem var aðeins unglingur þegar hann var handtekinn, á nú á hættu að verða tekinn af lífi. Hamid var fluttur í einangrun í Lakan fangelsið í norðurhluta Íran til að undirbúa aftöku hans sem fara á fram 19. febrúar. Hann var handtekinn fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða ungs mann í slagsmálum fimm drengja þegar hann var 17 ára. 

Lesa meira

Sýrland: Sjálfboðaliði Hvítu hjálmanna (e. White Helmets) var rænt við brottflutning frá Aleppo

Abdulhadi Kame var rænt þegar almennir borgarar voru fluttir frá Aleppo í desember síðastliðnum. Síðan þá hefur hann aðeins sést í óhugnalegu myndbandi. 

Lesa meira

Jemen: Tveir menn sæta þvinguðu mannshvarfi

Ekki er vitað um örlög og staðsetningu tveggja meðlima Bahá‘í trúarsafnaðarins í Jemen eftir að þeir voru handteknir þann 11. janúar síðastliðinn. Þeim hefur verið meinaður aðgangur að fjölskyldu sinni og lögfræðingi. Þeir eiga í hættu á að sæta pyndingum og annarri illri meðferð. 

Lesa meira

Írak: Kona pynduð til játningar

Kona sem var í haldi Íslamska ríkisins sætir ákæru fyrir brot á hryðjuverkalögum. Réttarhöld yfir henni fara fram þann 21. febrúar næstkomandi. Að sögn sætti konan pyndingum eftir handtöku í október 2014 og var þvinguð til að skrifa undir gögn án þess að hafa lesið þau. Konan er í haldi ásamt barnungri dóttur sinni. Verði hún sakfelld á hún yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.   

Lesa meira