Bresk og bandarísk stjórnvöld stöðvi vopnaflutning til Jemen

Börn í Jemen alast upp í landi sem hefur verið lagt í rúst vegna langra stríðsátaka. Borgarastyrjöldin sem hófst árið 2011 en náði hámæli í fyrra hefur aukið enn frekar á hörmungarnar. Bresk og bandarísk stjórnvöld eiga stóran þátt í því að réttur barna til öryggis og menntunar í Jemen er þverbrotinn með því að sjá hernaðarbandalagi undir stjórn Sádí-Arabíu fyrir vopnum.

Lesa meira

Ísland skuldbindi sig til að veita mun fleira flóttafólki alþjóðlega vernd

Flóttafólk í heiminum býr nú við mikla og brýna neyð. Nauðsynlegt er að þau ríki sem eiga þess kost leiti í sameiningu alþjóðlegra lausna á þessum vanda flóttafólks. Þá er við þessar aðstæður einkar mikilvægt að stjórnvöld í þessum ríkjum axli ábyrgð sína hver fyrir sig af einurð og tryggi flóttafólki raunverulega vernd. Ísland er eitt þessara ríkja.

Lesa meira

Ungverjaland: Fangabúðir flóttamanna í gámum handan gaddavírsgirðinga er gróft brot á alþjóðalögum

Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að allir þeir sem sækja um hæli í landinu sæti handtöku og varðhaldi á meðan umsókn þeirra er afgreidd.

Lesa meira

Ársskýrsla Amnesty International: Stjórnmála ala á sundrungu og ótta

Amnesty International hefur gefið út ársskýrslu sína fyrir 2016

Lesa meira

#Velkomin

Flóttafólk á Íslandi og innfæddir Íslendingar færast nær hvort öðru með augnsambandi í 4 mínútur.

Lesa meira

Fréttir

Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að taka á móti fleiri flóttamönnum - 27.3.2017

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti niðurstöður heildaryfirferðar á stöðu mannréttindamála á Íslandi (UPR) þann 16. mars 2017. Við afgreiðslu á niðurstöðunum lýsti Amnesty International yfir afstöðu sinni til þeirra.

Lesa meira

Góðgerðarvika Kvennaskólans í Reykjavík - 23.3.2017

Dagana 13.-17. mars héldu nemendur í Kvennaskólanum í Reykjavík góðgerðarviku þar sem þeir létu gott af sér leiða. Góðgerðarnefnd skólans hafði veg og vanda af skipulagningu vikunnar og settu þau sig í samband við Íslandsdeild Amnesty International. 

Lesa meira

Fleiri fréttir


Góðar fréttir

Bandaríkin: Ung móðir sem sótt hafði um hæli er laus úr varðhaldi

Söru Beltran Hernandez, 26 ára móður sem flúði ofbeldi í El Salvador og var í haldi bandarísku innflytjenda- og tollagæslunnar í 15 mánuði í Texas, hefur verið veitt reynslulausn. Hún var leyst úr haldi að kvöldi 2. mars til að vera með fjölskyldu sinni og leita sér læknismeðferðar vegna heilaæxlis. 

Lesa meira

Góðar fréttir: Muhammad Bekzhanov leystur úr haldi eftir 17 ár í fangelsi í Úsbekistan!

Blaðamaðurinn Muhammad Bekzhanov var leystur úr haldi þann 22. febrúar eftir að hafa setið 17 ár í fangelsi. Samstarfsaðilar Amnesty International í Úsbekistan létu vita af þessu.

Lesa meira

Fleiri góðar fréttir