Án mótmæla verða engar breytingar

Tjáningarfrelsið

Stöndum vörð um réttinn til að mótmæla

Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoð­anir sínar, krefjast samfé­lags­um­bóta, benda á misrétti, krefjast rétt­lætis vegna mann­rétt­inda­brota og kalla eftir ábyrgð­ar­skyldu stjórn­valda og stór­fyr­ir­tækja. Mótmæli eru þess megnug að leiða af sér stór­kost­legar umbætur, skapa rétt­látari og jafnari heim, eins og mann­kyns­sagan sannar. Heimur án mótmæla er heimur þar sem mann­rétt­indum okkar er ógnað.

Það verður að standa vörð um rétt okkar til að mótmæla á tímum þegar stjórn­völd líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta af því þau vilja viðhalda óbreyttu ástandi og skapa sundr­ungu innan samfé­laga.

Stöndum saman, stöndum vörð um réttinn til að mótmæla. Án mótmæla verða engar breyt­ingar!

Vissir þú að mótmæli eru í raun frið­sam­asta og áhrifa­rík­asta leiðin til að ná fram samfé­lags­um­bótum, sérstak­lega fyrir viðkvæm­ustu hópa samfé­lagsins.

Lærðu nánar um réttinn til að mótmæla, sögu þessa réttar, af hverju hann er mikil­vægur og hvernig þú getur varið þennan rétt. Taktu námskeiðið okkar um réttinn til að mótmæla endur­gjalds­laust!

Áköll

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kamerún

Kamerún: Krefjumst lausnar friðsamra mótmælenda og aðgerðasinna

Á enskumælandi svæðum Kamerún hefur verið herjað á stuðningsfólk stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins, mannréttindafrömuði, aðgerðasinna og mótmælendur fyrir það eitt að nýta sér tjáningarfrelsið og réttinn til að mótmæla friðsamlega. Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið handteknir að geðþótta.

Kólumbía

Krefjumst rannsóknar á morði Kevin Agudelo í tengslum við mótmæli

Rannsaka þarf morðið á Kevin Agudelo sem átti sér stað í aðgerðum lögreglu. Þúsundir fólks fór út á götur í þjóðarverkfalli í mörgum borgum Kólumbíu árið 2021 til að krefjast réttar síns. Viðbrögð stjórnvalda var að ráðast á og refsa þeim einstaklingum sem létu í sér heyra. Flest mannréttindabrot í tengslum við mótmælin áttu sér stað í borginni Cali. 

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.