Xulhaz Mannan

Xulhaz Mannan Bangladess – Réttindi hinsegin fólks

Myrtur með sveðju fyrir að verja réttindi LGBTIQ fólks

Xulhaz Mannan var í íbúð sinni ásamt samstarfsfélaga sínum þegar ókunnugir karlmenn ruddust inn vopnaðir sveðjum og hjuggu þá til dauða. Xulhaz hafði stofnað eina LGBTIQ tímaritið í Bangladess. Það var mikið hættuspil í landi þar sem samkynhneigð er bönnuð. Þrátt fyrir nægar sannanir, þeirra á meðal upptökur úr eftirlitsbúnaði og vitnisburð sjónarvotta, hafa morðingjarnir enn ekki verið ákærðir, ári síðar, fyrir þetta hrottafengna morð.

Nánar um Xulhaz Mannan

Xulhaz Mannan var staddur í íbúð sinni ásamt samstarfsfélaga sínum þegar ókunnugir karlmenn sem þóttust vera sendlar ruddust inn vopnaðir sveðjum. Báðir mennirnir voru höggnir til dauða frammi fyrir 75 ára gamalli móður Xulhaz.

Xulhaz hafði stofnað eina tímaritið í Bangladess sem fjallar um málefni LGBTIQ fólks. Það var mikið hættuspil í ljósi þess að samkynhneigð er bönnuð í landinu. Árásarmennirnir eru taldir heyra til Ansar al-Islam sem er sami öfgahópurinn og ber ábyrgð á svipuðum árásum á bloggara sem fjalla um femínisma, trúleysi, vísindi og önnur veraldleg málefni.

Rúmlega ár er liðið frá árásinni og þrátt fyrir fjölda sönnunargagna, þeirra á meðal upptökur úr eftirlitsbúnaði og vitnisburð sjónarvotta, hefur enginn verið ákærður fyrir morðin. Í þokkabót við  seinagang lögreglunnar hafa stjórnvöld flutt ábyrgðina yfir á fórnarlömbin. Stuttu eftir morðið á Xulhaz og vini hans lýsti ráðherra landsins því yfir að hreyfingar sem stuðluðu að „óeðlilegu kynlífi“ væru bannaðar í Bangladess.

Þessi tregða og viljaleysi við að finna og ákæra morðingja Xulhaz sendir hrikaleg skilaboð til LGTBIQ aðgerðasinna og annarra í Bangladess sem reyna að ögra óbreyttu ástandi. Eins og bróðir Xulhaz sagði „þá sýnir aðgerðaleysi lögreglunnar að stjórnvöldum stendur nákvæmlega á sama … og þau trúa því að þetta mál [náin sambönd samkynhneigðra] hafi liðið undir lok með Xulhaz“.

 

Þitt bréf til bjargar

 

Asaduzzaman Khan
Ministry of Home Affairs
Bangladesh Secretariat, Building – 8
Dhaka 
Bangladesh

Dear Minister,

I am writing to you about the killing of LGBT activists Xulhaz Mannan and Mahbub Rabbi Tonoy. I am concerned that since the fatal attack in April 2016, there has been very little progress in the police investigation. I am also concerned to learn that another deadline of May 8th 2017 for filing an investigation report into the killings has been missed and that the police are reported to be instead asking for a deferment for an unspecified amount of time.

I understand that the Government stated that it was taking steps to investigate threats received by bloggers and welcome this initiative. Instilling a sense of security amongst bloggers and LGBT activists (many of whom remain fearful following the attacks and unable to write) will send out a clear message to those within the country and internationally that the government is serious about its intention to protect the right to freedom of expression and opinion in the country.

But in order to instil a sense of security the Government must ensure that police investigations and criminal prosecution into the killing of Xulhaz Mannan and Mahbub Rabbi Tonoy are promptly concluded and those found responsible are brought to justice.

I understand that same sex relations are criminalised under Section 377 of the Bangladeshi penal code. However, Section 377 violates international human rights standards.

Sincerely,


Þau þurfa þína hjálp

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.