Hanan Badr el-Din

Hanan Badr el-Din Egyptaland – Mannshvörf

Handtekin fyrir að leita að týndum eiginmanni sínum 

Þegar eiginmaður Hanan Badr el-Din hvarf í júlí 2013 breyttist líf hennar. Linnulaus leit hennar að eiginmanni sínum leiddi hana til annarra sem höfðu misst ástvini sína í hendur öryggissveita Egyptalands. Nú er hún driffjöður í því að svipta hulunni af hundruðum mannshvarfa í Egyptalandi. Nýjasta leit hennar að upplýsingum um eiginmann sinn varð til þess að hún var handtekin og ranglega ákærð sem þýðir að hún gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. 

 

Nánar um Hanan Badr el-Din

Líf Hanan Badr el-Din breyttist í júlí 2013 þegar eiginmaður hennar hvarf. Hún sá hann síðast í sjónvarpinu þar sem hann lá særður á spítala eftir að hafa mætt á mótmæli. Þegar hún kom á spítalann gat hún ekki fundið hann. Hún leitaði á lögreglustöðvum, í fangelsum, sjúkrahúsum og líkhúsum. Enginn gat sagt henni hvað hefði komið fyrir hann.

Eiginmaður hennar er einn af hundruðum fólks sem hverfur af völdum öryggissveita Egyptalands. Áætlað er að dag hvern séu þrír til fjórir, flestir pólitískir aðgerðasinnar, nemendur, mótmælendur og jafnvel skólabörn niður í 14 ára aldur, teknir af egypsku lögreglunni eða hernum og sjáist aldrei aftur. Egypsk stjórnvöld halda því samt sem áður fram að mannshvörf eigi sér ekki stað í landinu.

Hanan lét ekki deigan síga. Hún var staðráðin í því að finna eiginmann sinn og það leiddi hana til ástvina annarra sem höfðu horfið. Árið 2014 var hún einn af stofnendum hóps sem hafði það að leiðarljósi að komast að því hvað byggi á bak við mannshvörfin og nú er hún í fararbroddi í leitinni að hinum horfnu í Egyptalandi. Síðasta tilraun hennar til að fá upplýsingar um eiginmann sinn varð til þess að hún var handtekin og ranglega ákærð fyrir að vera félagi í bönnuðum hópi. Það gæti þýtt að minnsta kosti fimm ár í fangelsi. 

 

 

Þitt bréf til bjargar

 

 

President Abdelfatah el-Sisi
Office of the President
Al Ittihadia Palace 
Cairo,
Arab Republic of Egypt

Your Excellency,

 

Hanan Badr el-Din's husband disappeared in July 2013. Her relentless search for him led her to others whose loved ones were taken by the Egyptian security forces. Now a leading voice exposing Egypt's hundreds of disappeared, her latest search for information about her husband has seen her arrested on false charges which could mean five years in prison.

I call on you to not to renew the detention order and release Hanan Badr el-Din immediately and unconditionally, dropping all charges against her.

I call on you to also to inform Hanan Badr el-Din without delay of the fate and whereabouts of her husband Khaled Ezz el-Din and similarly inform the families of all forcibly disappeared detainees in Egypt of the fate and whereabouts of their detained family member.

Furthermore, I call on you to stop the use of enforced disappearances in Egypt, establish independent investigations into the practice and ensure that perpetrators are held accountable.

Lastly, I call on you to ratify, without making any reservations, the International Convention for the Protection of all Persons from Enforced Disappearance.

Sincerely,

 


Þau þurfa þína hjálp

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.