Sakris Kupila

Sakris Kupila Finnland – Réttindi transfólks

Krefst réttar til að vera sá sem hann er

Sakris Kupila hefur aldrei upplifað sig sem konu. Þessi 21 árs læknanemi þarf engu að síður að þola daglega smán vegna þess að á persónuskilríkjum hans stendur skráð að hann sé kona – kynið sem hann fékk úthlutað við fæðingu. Til að unnt sé að fá lagalega kynleiðréttingu í Finnlandi þarf fólk að gangast undir það að vera greint með geðröskun, svo og ófrjósemisaðgerð. Sakris Kupila berst gegn þessari niðurlægjandi meðferð og þrátt fyrir hótanir og fjandskap sem hann hefur mætt á opinberum vettvangi heldur Sakris áfram að krefjast breytinga á lögunum.

Nánar um Sakris Kupila

Sakris Kupila hefur aldrei upplifað sig sem konu. Þessi 21 árs læknanemi þarf engu að síður að þola daglega smán vegna þess að á persónuskilríkjum hans stendur skráð að hann sé kona – kynið sem hann fékk úthlutað við fæðingu.

Sakris var unglingur þegar hann áttaði sig á því að kynið sem honum var úthlutað við fæðingu var á skjön við hans eigin upplifun. Hann tók sér nýtt nafn sem talið er karlkyns en samkvæmt finnskum lögum má fólk ekki taka sér nafn sem tilheyrir öðru kyni en því sem úthlutað var við fæðingu. Greina varð Sakris með geðsjúkdóm til að hann fengi að halda nafni sínu.

Þetta var fyrsta skref Sakris í átt að lagalegri viðurkenningu á því hver hann er, en til að hljóta kynleiðréttingu í Finnlandi verður fólk að gangast undir greiningu á geðröskun, svo og ófrjósemisaðgerð. Kröfur sem þessar eru smánarblettur á orðstír Finnlands sem opið og umburðarlynt ríki.

Í huga Sakris er valið skýrt. Hann leggst alfarið gegn þessari niðrandi meðferð og krefst breytinga á lögum landsins. „Grundvallarréttindi transfólks í Finnlandi eru fótum troðin eins og staðan er í dag. Við sætum ekki aðeins mismunun innan samfélagsins heldur einnig af hálfu ríkisins,“ segir Sakris. 

 

Þitt bréf til bjargar

Finnish Government

PL 23, 00023 Valtioneuvosto
Finland

 

Dear Prime Minister,

The current procedure to obtain legal gender recognition in Finland is humiliating and violates the rights of transgender persons to be free from cruel, inhuman or degrading treatment, to the highest attainable standard of health, to privacy, and to recognition as a person before the law.

I urge the Finnish Government to:

  • Revise the Trans Act by abolishing the need for sterilization, other medical treatment, and a mental health diagnosis, as requirements for a person's legal recognition of their gender identity;
  • Develop a gender recognition procedure that is quick, transparent, based on self-determination, and available irrespective of age, medical or financial status;
  • Recognize and support transgender rights and those who, like Sakris, defend transgender rights in Finland.

 

Sincerely,


Þau þurfa þína hjálp

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.