Farid og Issa

Farid og Issa Ísrael herteknu svæðin – Baráttufólk fyrir mannréttindum

Standa frammi fyrir tilhæfulausum ákærum fyrir friðsamleg mótmæli

Farid al-Atrash og Issa Amro vilja binda enda á landnám Ísraels, stríðsglæp sem á rætur að rekja til 50 ára hernáms Ísraels á landi Palestínu. Aðgerðasinnarnir tveir, sem aðhyllast friðsamleg mótmæli, sæta stöðugum árásum af hálfu hermanna og landtökufólks. Í febrúar 2016 fóru Issa og Farid í friðsamlega göngu gegn landnámi og hernámi Ísraels í Palestínu. Í kjölfarið fengu þeir á sig tilhæfulausar ákærur sem greinilega er ætlað að hindra mannréttindastarf þeirra. 

 

Nánar um Farid og Issa

Farid al-Atrash og Issa Amro vilja binda enda á landnám Ísraels, stríðsglæp sem á rætur að rekja til 50 ára hernáms Ísraels á landi Palestínu. Ísrael hefur lokað mörgum svæðum fyrir Palestínubúum á hernumdu svæði í Palestínu, og það gerir þeim ómögulegt að ferðast að vild. Hins vegar geta landnemar af gyðingaættum í Ísrael farið um eins og þeim sýnist.

Aðgerðasinnarnir tveir, sem aðhyllast friðsamleg mótmæli, sæta stöðugum hótunum og árásum af hálfu hermanna og landtökufólks. Issa hvetur ungmenni í Palestínu til að leita friðsamlegra leiða til að mótmæla hernámi Ísraels og óréttlátum lögum í Hebron. Fyrir vikið hafa öryggissveitir Ísraels handtekið hann oftar en einu sinni. Þeir hafa barið hann, bundið fyrir augu hans og yfirheyrt hann. „Hersveitir Ísraels beina spjótum sínum að okkur til að þagga niður í okkur,“ sagði hann. Farid, lögfræðingur sem hefur flett ofan af misbeitingu af hálfu palestínskra og ísraelskra stjórnvalda, sætir einnig svipaðri áreitni.

Í febrúar 2016 tóku Farid og Issa þátt í friðsamlegum mótmælum í borginni Hebron þegar 22 ár voru liðin síðan Ísrael lokaði í fyrsta sinn einni af götum borgarinnar, al-Shuhada, fyrir Palestínubúum.  Í raun er 200 þúsund Palestínubúum í Hebron haldið í gíslingu af þeim 800 landnemum sem búa í miðborginni. Mennirnir standa frammi fyrir tilhæfulausum ákærum sem greinilega er ætlað að hindra mannréttindastarf þeirra. 

 

 

Þitt bréf til bjargar

Benjamin Netanyahu

Office of the Prime Minister

3 Kaplan Street, PO Box 187
Kiryat Ben-Gurion
Jerusalem 91950, Israel

Dear Prime Minister,

Farid al-Atrash and Issa Amro want an end to Israeli settlements – a war crime stemming from Israel's 50-year occupation of Palestinian land. Dedicated to non-violence, the two activists brave constant attacks by soldiers and settlers.

I call on you to

  • Immediately drop all the charges against Issa Amro and Farid al-Atrash.
  • Put an immediate end to the harassment of Issa Amro, Farid al-Atrash and other human rights defenders in the Occupied Palestinian Territories.
  • Immediately investigate Farid al-Atrash and Issa Amro´s claim of ill-treatment by the Israeli security forces, and prosecute those suspected of responsibility.
  • Rescind Military Order 101 “Regarding the Prohibition of Acts of Incitement and Hostile Propaganda”. The implementation of this order violates Israel´s legal obligation, under the International Covenant on Civil and Political Rights (ICCPR), to respect and uphold the rights to freedom of expression and peaceful assembly.
  • Dismantle all settlements and relocate the settlers outside the Occupied Palestinian Territories.

 

Sincerely,


Þau þurfa þína hjálp

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.