Shackelia Jackson

Shackelia Jackson Jamaíka – Lögregluofbeldi

Neitar að láta lögreglu komast upp með morð 

Shackelia Jackson neitar að gefast upp. Þegar bróðir hennar, Nakiea, var skotinn til bana af lögreglu árið 2014 lét Shackelia reyna á seinvirkt dómskerfið í Jamaíka. Hún leiðir nú djarfa baráttu til að ná fram réttlæti fyrir morðið á bróður sínum. Í þeim tilgangi hefur hún m.a. virkjað tugi fjölskyldna til aðgerða, fjölskyldur sem misst hafa ástvini með sama hætti. Viðbrögð lögreglu eru síendurtekin áhlaup og áreitni gegn samfélaginu sem Shackelia tilheyrir en hún neitar að láta þagga niður í sér.  

Nánar um Shackelia Jackson

Shackelia Jackson neitar að gefast upp. Þegar bróðir hennar, Nakiea, var skotinn til bana af lögreglu árið 2014 sá Shackelia til þess að óháðir rannsakendur gættu að vettvangi glæpsins. Lögreglan leitaði manns sem leit út fyrir að vera Rasta (í Rastafari-hreyfingunni), manns sem lá undir grun um rán, og Nakiea passaði við útlitslýsinguna. Lögreglan fann Nakiea á litlum veitingastað sem hann rak og skaut hann til bana. Í Jamaíka er alltof algengt að lögreglan myrði unga, aðallega fátæka, karlmenn.  Síðasta áratuginn hafa 2000 menn verið myrtir af lögreglu í landinu.

Shackelia var ákveðin í að láta sögu bróður síns ekki enda þarna. Hún hefur barist ötullega við seinvirkt og fjársvelt réttarkerfi til að ná fram réttlæti í máli bróður síns. Í þeim tilgangi hefur hún m.a. virkjað tugi fjölskyldna til aðgerða, fjölskyldur sem misst hafa ástvini með sama hætti. Lögreglan hefur brugðist við með áhlaupum gegn samfélagi hennar á sama tíma og dómtaka er fyrirhuguð í rétti. Lögreglan hefur ennfremur ógnað Shackeliu og fjölskyldu hennar.

Shackelia neitar hins vegar að láta þagga niður í sér. Hún segir að tilraunir lögreglunnar styrki hana enn frekar í trúnni á það hvað sé rétt. „Ég berst af því ég á einskis annars úrkosti. Að hætta mundi þýða að ég væri að gefa enn einum lögreglumanni leyfi til að myrða einn af bræðrum mínum,“ segir Shackelia. 

Þitt bréf til bjargar

Prime Minister, Andrew Holness

Office of the Prime Minister
1 Devon Road
Kingston 10
Jamaica

Honourable Andrew Holness,

Shackelia Jackson will not give up. When her brother, Nakiea, was gunned down by police, she took on a court system to lead a bold fight for justice for his murder. In doing so, she rallied dozens of families whose loved ones were similarly killed. In response, the police have repeatedly raided and harassed her community.

I call on you to publicly express solidarity with Nakiea Jackson´s family and community and commit to ensuring that a swift, independent and judicial proceeding take place. Furthermore, I call on you to provide further resources to the Ministry of Justice, and in particular additional funding for the Special Coroner´s Court with a view to address the ongoing backlogs affecting the capacity of the Court. Lastly, I call on you to implement the recommendations of the West Kingston Commission of Enquiry with a view to reforming the JCF and carry out human rights-based legislative reform of the JCF.

Sincerely,


Þau þurfa þína hjálp

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.