Clovis Razafimalala

Clovis Razafimalala Madagaskar – Tjáningarfrelsi

Dæmdur fyrir að vernda regnskóg í hættu 

Clovis Razafimalala leggur sig allan fram við að vernda hverfandi regnskóg Madagaskar. Rósaviðartré eru dýrmæt auðlind sem er í hættu vegna spilltra smyglara sem svífast einskis í ólöglegum viðskiptum sem skila milljarða dollara gróða.

Djarfar tilraunir Clovis til bjargar þessum sjaldgæfu, rúbínrauðu trjám hafa beint óæskilegri athygli að honum. Hann var dæmdur vegna rangra sakargifta og gæti farið í fangelsi hvað af hverju.  

 

 

 

Nánar um Clovis Razafimalala

Clovis Razafimalala hefur dálæti á regnskógum Madagaskar. Hann er tveggja barna faðir og umhverfisverndarsinni sem leggur sig allan fram við að vernda rúbínrauðu rósviðartrén sem eru þar í hættu. Hópur spilltra smyglara svífst einskis til að þagga niður í Clovis og hans líkum. Smyglararnir geta hagnast um milljarða dollara af ólöglegri sölu á þessum undurfögru trjám.

Þrátt fyrir lög sem banna sölu er svarti rósviðarmarkaðurinn arðsamur og það eflir áhrif smyglaranna. Clovis og aðrir aðgerðasinnar veita þeim viðnám af miklu hugrekki en á sama tíma líta stjórnvöld undan.

Baráttan er þeim dýrkeypt. Í september 2016 var Clovis fangelsaður og sakaður um að hafa verið í fararbroddi í ofbeldisfullum mótmælum. Vitni sögðu að hann hefði verið á veitingastað á sama tíma en þau voru aldrei yfirheyrð í rannsókninni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Clovis hefur verið skotmark yfirvalda. Árið 2009 var eldsprengju kastað á hús hans. Honum hafa ítrekað verið boðnar mútur, sem hann hefur ávallt hafnað, til að hann hætti að verja hina hverfandi skóga Madagaskar.

Í júlí 2017 var Clovis sakfelldur vegna rangra sakargifta og hefur fengið fimm ára skilorðsbundinn dóm. Vogi hann sér að halda áfram aðgerðastarfi sínu á hann á hættu að verða settur í fangelsi. 

 

Þitt bréf til bjargar

Minister of Justice, Charles Andriamiseza

Charles Andriamiseza
Ministry of Justice
43 Rue Joel Rakotomolala
Faravohitra – Antananarivo
Madagascar

Clovis Razafimalala is doing everything he can to protect Madagascar's vanishing rainforest. Its rosewood trees are a precious resource under threat from a corrupt network of smugglers bent on selling them off in what has become a billion-dollar illegal trade.

I call on you to quash the conviction against Clovis Razafimalala. Furthermore, I urge you to provide protection for human rights defenders and environmental activists and respect the rights to freedom of expression, association and peaceful assembly. Lastly, I call on you to investigate claims of illegal trafficking of rosewood and ensure that those found guilty of responsibility are brought to justice in fair trials.

Sincerely,

 

 

 


Þau þurfa þína hjálp

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.