Istanbúl 10 og Taner

Istanbúl 10 og Taner Tyrkland – Tjáningar- og fundafrelsi

Fangelsuð fyrir að verja mannréttindi  

Ellefu einstaklingar, sem varið hafa lífi sínu í að verja mannréttindi blaðamanna, aðgerðasinna og annarra sem þora að andmæla óbreyttu ástandi í Tyrklandi, eru sjálfir í hættu. Meðal þeirra eru Taner Kılıç, formaður Tyrklandsdeildar Amnesty International, og Idil Eser, framkvæmdastjóri Tyrklandsdeildar Amnesty International. Allir þessir einstaklingar eru fyrir rétti vegna gruns um að hafa framið glæp í nafni hryðjuverkasamtaka. Þetta er ekkert annað en fáránleg tilraun af hálfu tyrkneskra stjórnvalda til að stöðva mannréttindabaráttu þessa fólks.

Nánar um Istanbúl 10 og Taner

Taner Kılıç var aðeins að sinna störfum sínum sem formaður Amnesty International í landinu með því að afhjúpa mannréttindabrot í Tyrklandi. Hann var fangelsaður þann 9. júní 2017 fyrir fráleita ákæru um aðild að „vopnuðum hryðjuverkasamtökum“.

Mánuði síðar voru Idil Eser, framkvæmdastjóri Tyrklandsdeildar Amnesty International, og Özlem Dalkıran, stofnandi Tyrklandsdeildar Amnesty International og núverandi starfsmaður Avaaz og meðlimur í Borgarafylkingunni, ásamt átta öðrum, handtekin þegar þau voru á reglubundnu námskeiði fyrir verjendur mannréttinda í Istanbúl. Öll tíu standa frammi fyrir ákæru um aðild að hryðjuverkasamtökum sem eru fáránlegar sakargiftir.

Varðhald tímenninganna sem eru þekktir undir heitinu „Istanbúl 10“ og fangelsun Taner er nýjasta tilraun stjórnvalda til að þagga niður allt andóf. Frá því að valdatilraun var gerð í landinu í júlí 2016 hafa meira en 150.000 einstaklingar sætt glæparannsókn.

Í kjölfar alþjóðlegra mótmæla var Istanbúl 10 hópurinn leystur úr haldi gegn tryggingu. Taner er enn í fangelsi og Istanbúl 10 hópurinn er enn í hættu. Þessir hugrökku einstaklingar hafa varið lífi sínu í að verja mannréttindi annarra. Að gera þá að glæpamönnum þýðir að allir eru berskjaldaðir í herferð stjórnvalda gegn mannréttindi 

Þitt bréf til bjargar

Minister of Justice Abdulhamit Gül

Ministry of Justice
Adalet Bakanlığı
06659 Ankara
Turkey

Dear Minister,

 

Right now, 11 people who have dedicated their lives to defending the human rights of journalists, activists and other dissenting voices in Turkey are themselves in danger. 

Among them are Amnesty International’s Taner Kılıç and İdil Eser. All are on trial for “terrorism” related crimes – an absurd attempt to choke their human rights activism. 

I call on you to stop the persecution of these rights defenders and ensure that the charges against them are dropped. 

Yours sincerely,

 


Þau þurfa þína hjálp

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.