Fréttir

1. febrúar 2022

Aðskiln­að­ar­stefna Ísraels gegn palestínsku fólki: Grimmi­legt stjórn­kerfi og glæpur gegn mannúð

Það verður að draga ísra­elsk yfir­völd til ábyrgðar fyrir aðskiln­að­ar­stefnu þeirra gegn palestínsku fólki, segir í nýrri skýrslu Amnesty Internati­onal. Aðskiln­að­ar­stefnan er glæpur. Skýrslan greinir frá kerf­is­bund­inni kúgun og yfir­ráðum Ísraels yfir palestínsku fólki hvar sem mögu­legt er að hafa stjórn á rétt­indum þess. Þetta á við um palestínskt fólk sem býr í Ísrael, á hernumdu svæðum Palestínu og palestínskt flótta­fólk í öðrum löndum. 

Skýrsla Amnesty International

 

Ítarleg, hátt í 300 blað­síðna, skýrsla Amnesty Internati­onal greinir frá því að aðgerðir Ísraels gegn palestínsku fólki eru hluti af stjórn­kerfi og jafn­gilda aðskiln­að­ar­stefnu samkvæmt alþjóða­lögum.  Á meðal aðgerða eru umfangs­miklar land­tökur og eign­arnám, ólögmæt dráp, þving­aðir brott­flutn­ingar, veruleg skerðing á ferða­frelsi og neitun á að veita palestínsku fólki ríkis­fang eða ríkis­borg­ara­rétt.  Amnesty Internati­onal hefur komist að þeirri niður­stöðu að stjórn­kerfið, sem er viðhaldið með mann­rétt­inda­brotum, telst vera aðskiln­að­ar­stefna sem er glæpur gegn mannúð samkvæmt skil­grein­ingu Rómarsam­þykktar og alþjóða­samn­ings um aðskiln­að­ar­stefnu (e. Rome Statute og Apart­heid Convention). 

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að Alþjóð­legi saka­mála­dóm­stóllinn taki til greina í rann­sókn sinni á hernumdu svæðum Palestínu að þar sé verið að fremja glæp í formi aðskiln­að­ar­stefnu. Að auki verða öll ríki að nýta alþjóð­lega lögsögu og draga fyrir dóm þá gerendur sem bera höfuð­ábyrgð á aðskiln­að­ar­stefn­unni. 

Skýrsla okkar dregur fram í dags­ljósið raunverulegt umfang aðskiln­að­ar­stefnu í stjórn­ar­fari Ísraels. Hvort sem að palestínskt fólk býr í Austur-Jerúsalem, Hebron eða í sjálfu Ísra­els­ríki þá er komið fram við það sem óæðri einstak­linga sem með kerf­is­bundnum hætti er svipt rétt­indum sínum. Niður­staða okkar ergrimmileg stefna um aðskilnað, eign­ar­svipt­ingu og útilokun á öllum land­svæðum undir stjórn Ísraels jafn­gildir aðskiln­að­ar­stefnu. Alþjóða­sam­fé­laginu ber skylda til að bregðast við, segir Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

 

 

Það er ekkert sem rétt­lætir stjórn­kerfi sem byggist á langvar­andi kerf­is­bundnu kynþáttam­is­rétti milljóna einstak­linga. Aðskiln­að­ar­stefna á hvergi rétt á sér í heim­inum og ríki sem velja að styðja Ísraelsríki með vopnum og vernda það frá því að sæta ábyrgð á vett­vangi Sameinuðu þjóð­anna  styðja við aðskiln­að­ar­stefnu, grafa undan alþjóð­lega rétt­ar­kerfinu og auka á þján­ingu palestínsks fólks. Alþjóða­sam­fé­lagið verður að horfast í augu við raun­veru­leikann um aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels og aðgerða­leysið sem ríkt hefur í leita leiða til að ná fram rétt­læti er skammarlegt, segir Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal. 

Niður­stöður Amnesty Internati­onal byggjast á auknu efni frá palestínskum, ísra­elskum og alþjóð­legum frjálsum félaga­sam­tökum sem hafa í vaxandi mæli fjallað um ástandið í Ísrael og/eða á hernumdu svæðum Palestínu sem aðskilnaðarstefnu.  

Greining á aðskilnaðarstefnu

 

Aðskiln­að­ar­stefna er stjórn­arfar þar sem kúgun og yfirráð eins kynþáttar yfir öðrum er kerf­is­bundin. Þetta er gróft mann­rétt­inda­brot samkvæmt alþjóða­lögum. Yfir­grips­mikil rann­sókn og lagaleg greining Amnesty Internati­onal, í samráði við utan­að­kom­andi sérfræð­inga, sýnir fram á að Ísra­els­ríki beitir slíkri stefnu gegn palestínsku fólki með löggjöf, stefnu­málum og starfs­háttum og tryggir þannig langvar­andi og grimmi­lega mismunun. 

Alþjóð­legur refsiréttur skil­greinir aðskiln­að­ar­stefnu sem glæp ef um ræðir sértækar ólög­mætar aðgerðir sem eru fram­kvæmdar í þeim tilgangi að viðhalda stjórn­ar­kerfi sem byggist á kúgun og yfir­ráðum. Þessar aðgerðir eru skil­greindar í alþjóða­samn­ingi um aðskiln­að­ar­stefnu og meðal þeirra eru ólögmæt dráp, pynd­ingar, þving­aðir brott­flutn­ingar og skerð­ingu á rétt­indum og frelsi.  

Amnesty Internati­onal hefur skrásett aðgerðir sem eru bannaðar samkvæmt alþjóða­samn­ingi um aðskilnaðarstefnu og Rómarsamþykkt­inni á öllum svæðum undir stjórn Ísraels þó að þær séu algengari og ofbeld­is­fyllri á hernumdu svæðum Palestínu en í Ísrael. Ísra­elsk yfir­völd beita að yfir­lögðu ráði fjöl­mörgum aðgerðum til að neita palestínsku fólki um grunn­rétt­indi sín og frelsi, þar á meðal harð­neskjulegri skerð­ingu á ferða­frelsi á hernumdu svæðum Palestínu, langvar­andi skerð­ingu á fjár­fest­ingum innan palestínsks samfé­lags í Ísrael og synjun á rétti flótta­fólks að snúa aftur heim. Skýrsla Amnesty Internati­onal greinir einnig frá þving­uðum brott­flutn­ingum, varð­haldi án ákæru, pynd­ingum og ólög­mætum drápum bæði innan Ísra­els­ríkis og á hernumdu svæðum Palestínu. 

 

 

Niður­stöður Amnesty Internati­onal sýna einnig að þessar aðgerðir eru hluti af kerf­is­bundnum og víðtækum árásum gegn íbúum Palestínu og þeim er beitt í þeim tilgangi að viðhalda stjórn­kerfi kúgunar og yfir­ráðs. Þar af leið­andi teljast þessar aðgerðir glæpir gegn mannúð vegna aðskiln­að­ar­stefnu.  

Ólögmæt dráp palestínskra mótmæl­enda er ef til vill eitt skýr­asta dæmið um hvernig ísra­elsk yfir­völd beita ólög­mætum aðgerðum til að viðhalda óbreyttu ástandi. Árið 2018 hófu Palestínu­búar í Gaza vikuleg mótmæli á landa­mærum Ísraels til að kalla eftir því að rétti flótta­fólks til að snúa aftur heim sé virtur og herkví verði stöðvuð. Áður en mótmælin hófust varaði hátt­settur embætt­is­maður Ísraels við því að skotið yrði á Palestínubúa sem nálg­uðust múrinn á landa­mær­unum. Í lok árs 2019 hafði ísra­elski herinn drepið 214 óbreytta borgara, þar á meðal 46 börn. 

Í ljósi þessara ólög­mætu drápa á palestínsku fólki sem greint er frá í skýrsl­unni kallar Amnesty Internati­onal eftir því að örygg­isráð Sameinuðu þjóð­anna setji á vopna­sölu­bann til Ísraels. Bannið þarf að ná yfir öll vopn og skot­færi en einnig löggæslu­búnað, í ljósi þess að þúsundir palestínskra borgara hafa verið drepnir með ólög­mætum hætti af ísra­elska hernum. Örygg­is­ráðið þarf einnig að setja á mark­visst viðskipta­bann, til dæmis með fryst­ingu eigna þeirra ísra­elsku vald­hafa sem eiga mestan þátt í glæpum tengdum aðskiln­að­ar­stefn­unni. 

 

 

Palestínubúar álitnir ógn

 

Frá stofnun Ísra­els­ríkis árið 1948 hefur stefna Ísraels miðast við að tryggja að gyðingar séu í meiri­hluta á svæðinu og að stjórnun á landi og nátt­úru­auð­lindum hagnist gyðingum. Árið 1967 náði stefna Ísraels einnig til Vest­ur­bakkans og Gaza­svæð­isins. Í dag er öllum lands­svæðum undir stjórn Ísraels úthlutað til ísra­elskra gyðinga á kostnað Palestínubúa ásamt því að palestínskt flótta­fólk er útilokað. 

Amnesty Internati­onal viður­kennir rétt gyðinga, líkt og Palestínubúa, til sjálfs­ákvörð­unar og setur sig ekki upp á móti því að Ísrael vilji kalla sig land fyrir gyðinga. Það eitt að Ísra­els­ríki kalli sig gyðinga­ríki felur í sjálfu sér ekki að það sé gert í þeim tilgangi að kúga og hafa yfirráð að mati samtak­anna. 

Aftur á móti sýnir skýrsla Amnesty Internati­onal að hver ísra­elska ríkis­stjórnin á fætur annarri  telur Palestínabúa vera ógn og hefur beitt aðgerðum til að stjórna þeim, draga úr sýni­leika þeirra og skerða aðgang þeirra að landi í Ísrael og á hernumdu svæðum Palestínu. Það kemur berlega í ljós í opin­berum áætl­unum að sérstak­lega á að styrkja stöðu gyðinga í Ísrael og Vest­ur­bakk­anum, þar á meðal í Austur-Jerúsalem. Þessar áætlanir setja  þúsundir Palestínubúa í hættu vegna þving­aðra brott­flutn­inga.  

 

Kúgun án landamæra

 

Afleið­ingar stríðs­átaka á árunum 1947-49 og 1967, áfram­hald­andi herstjórnar Ísraela yfir hernumdu svæðum Palestínu og aðgreinds stjórn­ar­kerfis eru þær að palestínsk samfélög eru aðskilin og aðgreind frá ísra­elskum gyðingum. Palestínu­búar eru land­fræði­lega og stjórn­mála­lega sund­ur­skiptur hópur og sæta mismik­illi mismunun eftir stöðu þeirra og búsetu. 

Palestínskt fólk sem býr í Ísrael nýtur fleiri rétt­inda og meira frelsis en fólk sem býr á hernumdu svæðum Palestínu. Það er einnig mikill munur á reynslu Palestínubúa á Gaza í saman­burði við Vest­ur­bakkann. Þrátt fyrir þennan mun sýnir skýrsla Amnesty Internati­onal að palestínskt fólk í heild sinni sætir stjórn­kerfi mismun­unar. Sama markmið liggur að baki meðferð Ísraels á palestínsku fólki hvar sem það býr, þ.e. að ísra­elskir gyðingar hafi forrétt­indi yfir landi og nátt­úru­auð­lindum, takmarka sýni­leika palestínsks fólks og hindra aðgengi þess að landi.  

Amnesty Internati­onal sýnir fram á að ísra­elsk yfir­völd koma fram við palestínskt fólk sem óæðri kynþátt, sem araba en ekki gyðinga. Þessa kynþáttam­is­munun má finna í lögum og hún hefur áhrif á allt palestínskt fólk í Ísrael og á hernumdu svæðum Palestínu.  

 

Til að mynda er palestínskum borg­urum í Ísrael neitað um ríkis­fang sem útilokar þá laga­lega frá ísra­elskum gyðingum. Ísrael hefur stjórnað þjóða­skrá íbúa Vest­ur­bakkans og á Gaza frá árinu 1967 og þar hafa Palestínu­búar ekki ríkis­borg­ara­rétt , flestir þeirra teljast ríkis­fangs­lausir og þurfa skil­ríki frá ísra­elska hernum til að geta búið og unnið á svæðinu. 

Palestínskt flótta­fólk og afkom­endur þess sem neyddust til að flýja heimili sín í átök­unum á árunum 1947-49 og 1967 er enn neitað um þau rétt­indi að snúa til baka á heima­slóðir sínar. Útilokun Ísraela gagn­vart flótta­fólki er svívirði­legt brot á alþjóða­lögum sem hefur skilið millj­ónir einstak­linga í stöð­ugri óvissu um að verða látnir sæta nauð­ung­ar­flutn­ingum. 

Palestínskt fólk búsett í Austur-Jerúsalem, sem var innlimuð af Ísrael, fá fasta búsetu í stað ríkis­borg­ara­réttar en þessi réttur er þó aðeins varan­legur að nafninu til. Frá árinu 1967 hafa 14.000 Palestínu­búar misst búsetu­leyfið sitt hjá innan­rík­is­ráðu­neytinu sem hefur leitt til þess að það neyðist til að flytja úr borg­inni.  

Óæðri borgarar

 

Palestínskir borg­arar í Ísrael, sem eru um 21% af íbúum, standa frammi fyrir ýmis konar kerf­is­bund­inni mismunun. Árið 2018 var mismunun gegn palestínsku fólki sett í stjórn­arlög þar sem í fyrsta sinn var tekið fram að Ísrael væri eingöngu „þjóð­ríki fyrir gyðinga“. Lögin hvetja einnig til land­töku gyðinga og arab­íska varð ekki lengur opin­bert tungumál. 

Skýrslan greinir einnig frá því með hvaða hætti Palestínu­búar hafa í reynd verið útilok­aðir frá 80% lands­svæða Ísraels vegna eign­ar­náms á landi  þeirra og fjölda laga sem mismuna þeim í áætl­unum, skipu­lagi og við úthlutun á landi. 

Ástandið á svæðum Negev/Naqab í suður­hluta Ísraels er eitt besta dæmið um það hvernig palestínskt fólk er mark­visst útilokað í áætl­unar- og bygg­ing­ar­stefnum Ísraels. Frá 1948 hafa ísra­elsk yfir­völd innleitt ýmsar stefnur í þeim tilgangi að gera Negev/Naqab svæðið eingöngu fyrir gyðinga. Það hefur meðal annars verið gert með því að útnefna stór svæði sem nátt­úru­vernd­ar­svæði eða hersvæði ásamt því að setja markmið um fjölgun gyðinga á svæðinu. Þetta hefur haft hrika­legar afleið­ingar fyrir tugi þúsunda palestínskra bedúína sem búa á svæðinu. 

 

Ísrael viður­kennir ekki 35 bedúína­þorp þar sem 68 þúsund einstak­lingar búa. Það þýðir að þau fá ekki aðgang að rafmagni og vatni og bygg­ingar eru  ítrekað niðurrifnar af hálfu Ísraela. Þar sem þorpin eru ekki opin­ber­lega viður­kennd er stjórn­mála­þátt­taka íbúa skert og þeir eru útilok­aðir frá heil­brigðis- og mennta­kerfinu. Þessar aðstæður hafa neytt marga íbúa til að yfir­gefa heimili sín og þorp sem telst til þving­aðra brott­flutn­inga.  

Áratuga­löng kerf­is­bundin mismunun hefur valdið því að palestínskir borg­arar í Ísrael eru fjár­hags­lega verr staddir í saman­burði við ísra­elska gyðinga. Það sem gerir ástandið enn verra er blygð­un­ar­laus mismunun þegar að kemur að úthlutun ríkisins. Nýlegt dæmi er Covid-19 pakki sem ríkið dreifði. Aðeins 1,7% af vörunum var dreift til palestínskra yfir­valda.  

Þvingaðir brottflutningar

 

Einn af grund­vall­ar­þáttum í aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels er að neyða palestínskt fólk að flytja af heim­ilum sínum. Frá stofnun Ísra­els­ríkis hafa stjórn­völd knúið fram gríð­ar­lega grimmi­legar land­tökur á landi Palestínubúa og halda áfram að innleiða ótal lög og reglu­gerðir sem neyða Palestínubúa til að safnast saman á litlar hólm­lendur. Frá 1948 hefur Ísrael eyðilagt hundruð þúsund palestínskra heimila og fast­eigna á öllum þeim svæðum sem eru undir þeirra lögsögu og stjórn.  

Negev/Naqab, Austur-Jersúsalem og svæði C á hernumdu svæðum Palestínu eru undir fullri stjórn Ísarels. Yfir­völd neita palestínsku fólki um bygg­ing­ar­leyfi á þessum svæðum sem leiðir til þess að fólk neyðist til að byggja ólög­lega en bygg­ing­arnar eru síðan ítrekað rifnar niður.  

 

Á hernumdu svæðum Palestínu stækkar ólög­legum land­töku­svæðum Ísraels enn frekar og  ástandið versnar. Uppbygging á land­töku­svæðum á hernumdu svæðum Palestínu hefur verið í stefnu­skrá ísra­elskra stjórn­valda frá árinu 1967. Land­töku­svæðin ná yfir 10% lands á Vest­ur­bakk­anum og frá 1967 til 2017 var um 38% af palestínsku landi í Austur-Jerúsalem tekið eign­ar­námi.  

Palestínsk hverfi í Austur-Jerúsalem eru ítrekað skot­mark samtaka sem fá fullan stuðning frá ísra­elskum stjórn­völdum og vinna að því að taka heimili af palestínskum fjöl­skyldum til að setja í eigu gyðinga. Í einu hverfi, Sheikh Jarrah, hafa verið ítrekuð mótmæli frá maí 2021 þar sem fjöl­skyldur berjast fyrir því að halda heim­ilum sínum vegna lögsóknar. 

Grimmileg skerðing á ferðafrelsi

 

Frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar hafa ísra­elsk stjórn­völd í vaxandi mæli þrengt harka­lega að  ferða­frelsi Palestínubúa á hernumdu svæðum Palestínu. Fjöldi hereft­ir­lits­stöðva, vegatálma, girð­inga og annarra eftir­lits­mann­virkja stjórnar ferðum palestínsks fólks inn á hernumdu svæðum Palestínu auk þess sem að ferða­frelsi þess til Ísrael eða annarra landa er skert. 

Ísrael hefur sett upp girð­ingu sem er 700 km að lengd og er enn að lengjast. Þessi girðing einangrar palestínsk samfélög innan „hersvæða“ og neyðast íbúar til að fá margs konar sérleyfi í hvert sinn sem þeir fara af heimili sínu. Í Gaza búa tvær millj­ónir Palestínubúa við herkví undir stjórn Ísraels sem hefur skapað mann­úð­ar­neyð. Það er nær ómögu­legt fyrir íbúa á Gaza að ferðast erlendis eða á önnur svæði á hernumdu svæðum Palestínu. Í reynd eru þeir einangr­aðir frá umheim­inum.   

 

„Fyrir palestínskt fólk er skert ferða­frelsi á hernumdu svæði Palestínu eða til og frá svæð­unum stöðug áminning um valda­leysi þess. Hver einasta ferð krefst leyfis ísra­elska hersins og jafnvel einföld­ustu hvers­dags­legu verk­efni krefjast þess að farið sé í gegnum fjöldann allan af ofbeld­is­fullu eftir­liti.Eftir­lit­s­kerfið á hernumdu svæð­unum er tákn­rænt fyrir ósvífna mismunun Ísraela gegn palestínsku fólki. Á meðan Palestínu­búar eru fastir í herkví, þurfa bíða tímunum saman á eftir­lits­stöðvum eða eftir enn einu leyfinu geta ísra­elskir borg­arar farið á milli staða eins og þeim lystir,“ segir Agnès Callamard.

Amnesty Internati­onal rann­sakaði allar þær rétt­læt­ingar sem Ísrael gefur upp sem ástæðu fyrir meðferð­inni á palestínsku fólki. Skýrslan sýnir að jafnvel þó að sumar stefnur Ísraels hafi verið gerðar til að uppfylla lögmæt markmið um öryggi hefur útfærsla þeirra verið óhófleg og óréttlát og í ósam­ræmi við alþjóðalög. Aðrar stefnur eru alls ekki rétt­læt­an­legar í nafni öryggis og hafa greini­lega þann tilgang að kúga og drottna. 

 

Leiðin fram á við

 

Amnesty Internati­onal leggur fram fjöl­margar tillögur um hvernig ísra­elsk stjórn­völd geta afnumið aðskiln­að­ar­stefnuna og þannig bundið enda á mismunun, aðskilnað og kúgun. 

 Sem fyrsta skref kallar Amnesty Internati­onal eftir því að hætt verði að beita grimmi­legum aðferðum á borð við niðurrif á heim­ilum og þving­uðum brott­flutn­ingum. Ísra­els­ríki verður að veita öllu palestínsku fólk í Ísrael og á hernumdu svæðum Palestínu jöfn rétt­indi í samræmi við alþjóða­mann­rétt­indalög og mann­úð­arlög. Það verður að viður­kenna rétt palestínsks flótta­fólks og afkom­enda þeirra til að snúa aftur til baka á heima­slóðir, þar sem það eða fjöl­skyldur þess bjó áður, auk þess að veita öllum þolendum mann­rétt­inda­brota og glæpa gegn mannúð fullar skaða­bætur.  

Öll ríki heims verða að nota alþjóð­lega lögsögu sína yfir einstak­lingum sem grun­aðir eru um að bera höfuð­ábyrgð á aðskiln­að­ar­stefn­unni sem er glæpur samkvæmt alþjóða­lögum. Ríkjum ber skylda til þess séu þau aðilar að alþjóða­samn­ingi um aðskiln­að­ar­stefnu. 

 

„Alþjóðleg viðbrögð við aðskiln­að­ar­stefnu getur ekki lengur takmarkast við daufar fordæm­ingar og margræðni. Ef við ráðumst ekki að rót vandans þá verða Palestínu­búar og Ísra­elar áfram fastir í víta­hring ofbeldis sem hefur nú þegar eyðilagt líf margra. Ísrael verður að brjóta á bak aftur aðskiln­að­ar­stefnu sína og byrja að koma fram við palestínskt fólk sem mann­eskjur með jöfn rétt­indi og af sömu virð­ingu. Þangað til verður friður og öryggi fjarlæg sýn fyrir Ísraela og Palestínubúa,“ segir Agnès Callamard að lokum. 

Lestu einnig