Fréttir

26. júní 2022

Alþjóð­legt: 20 reglur gegn misbeit­ingu lögreglukylfa

Amnesty Internati­onal gefur út skýrslu með 20 leið­bein­andi reglum um viðeig­andi beit­ingu lögreglukylfa fyrir alþjóðadag til stuðn­ings þolenda pynd­inga sem er þann 26. júní. Regl­urnar segja til um hvenær og hvernig megi beita slíkum vopnum í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög þar sem lögmæti, nauðsyn, meðalhóf og ábyrgð eru höfð að leið­ar­ljósi. Nýlegt mynd­band frá Indlandi þar sem lögregla ræðst á mótmæl­endur og gæslufanga með kylfum sýnir nauðsyn þess að kljást við útbreidda misbeit­ingu kylfa og annarra barefla. 

Alþjóðastaðlar kveða á um að það megi aldrei nota kylfur til að refsa, dreifa frið­sömum mótmæl­endum eða gegn fólki sem er þegar í haldi. Amnesty Internati­onal hefur ítar­lega skrá­sett hvernig löggæslu­að­ilar um heim allan misbeita kylfum á þann hátt að það teljist til pynd­inga eða annarrar grimmi­legrar, ómann­úð­legrar og niður­lægj­andi meðferðar.  

Misbeiting

 

Fyrr í þessum mánuði náðist lögreglu­full­trúi á upptöku þar sem hann barði ítrekað hóp af karl­kyns mótmæl­endum í haldi með kylfu í borg­inni Sahar­anpur, Uttar Pradesh á Indlandi. Lögreglu­full­trúinn hélt áfram jafnvel þótt mótmæl­end­urnir öskruðu af ótta og sárs­auka og einn þeirra kvartaði yfir því að vera hand­leggs­brotinn. Mynd­bandið sýnir hvernig mann­rétt­inda­brot geta átt sér stað bak við luktar dyr í gæslu­varð­haldi og að algeng vopn eins og kylfur geta orðið að pynd­ing­ar­tóli ef þeim er misbeitt.  

 

„Kylfur eru ekki leik­föng. Þær geta valdið alvar­legum áverkum og jafnvel dauða ef þeim er misbeitt. Samt sem áður sjáum við að lögregla beitir kylfum til að kúga og refsa, hvort sem það er til að bæla niður frið­samleg mótmæli eða að valda sárs­auka og ótta á meðal fanga í gæslu­varð­haldi.“ 

Anja Bienert, sérfræð­ingur Amnesty Internati­onal um mann­rétt­indi í löggæslu. 

Alþjóðlegt vandamál

 

Barefli eru mest notaði löggæslu­bún­að­urinn í heim­inum og þeim er oft misbeitt. Amnesty Internati­onal stað­festi 188 tilfelli um misbeit­ingu barefla á árinu 2021 í 35 löndum, þar á meðal Hvíta-Rússlandi, Síle, Frakklandi, Mjanmar, Nígeríu og Banda­ríkj­unum.  

Á meðal stað­festra tilvika um misbeit­ingu kylfa eru: 

  • Hvítrúss­neskar sveitir börðu umsækj­endur um alþjóð­lega vernd og farand­fólk með grimmi­legum hætti þegar þau reyndu að fara yfir landa­mærin til Póllands í júlí og nóvember 2021. 
  • Marokkóskir fanga­verðir fóru í fanga­klefa aðgerða­sinnans Mohamed Lamine Haddi og börðu hann með kylfu og skáru skegg hans af í mars 2022.   
  • Ísra­elsk yfir­völd réðust á fólk með kylfum og gúmmí­kúlum við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í apríl 2022. Ofbeldið sem yfir­völd beittu telst til pynd­inga og annarrar illrar meðferðar og særði a.m.k. 150 Palestínubúa.  

 

Löggæslu­að­ilar verða að hætta að beita kylfum sem fyrsta úrræði. Reglan er sú að eingöngu skuli beita kylfum til varnar gegn ofbeld­is­fullri árás og aðeins ef engar aðrar skaða­minni leiðir eru í boði. Lögregla þarf að reyna að draga úr spennu í aðstæð­unum með því að vera með skýr munnleg aðvör­un­arorð áður en kylfum er beitt og þeim skal aðeins beitt á þann hátt að þær valdi sem minnstum líkam­legum skaða. Að slá fólk í höfuðið, andlitið, hálsinn, kverkar eða nára eða að slá fólk ítrekað er nánast aldrei rétt­mætt.

Anja Bienert, sérfræð­ingur Amnesty Internati­onal um mann­rétt­indi í löggæslu. 

Skýrir alþjóðastaðlar

 

Amnesty Internati­onal setti saman 20 leið­bein­andi reglur um beit­ingu kylfa með mann­rétt­indi að leið­ar­ljósi. Þær byggja á grund­vall­ar­reglum frá Sameinuðu þjóð­unum um vald­beit­ingu og skot­vopn löggæslu­aðila en einnig viðmið­un­ar­reglur Amnesty Internati­onal frá 2015 um hvernig skuli innleiða þessar grund­vall­ar­reglur. 

Löggæslu­að­ilar skulu: 

aðeins nota kylfur sem vörn gegn ofbeld­is­fullri árás. 

aðeins nota kylfur þegar skaða­minni leiðir eru ekki í boði. 

gefa skýr skilaboð um að viðkom­andi verði að hætta að beita ofbeldi áður en kylfu er beitt og skýr varn­arorð um að valdi verði beitt ef skip­un­inni er ekki fylgt. 

miða á stærri vöðva líkamans (t.d. læri og upphand­legg) og forðast líkams­hluta þar sem hætta er á alvar­legum áverkum. 

geta rétt­lætt hvert einasta högg og hætta um leið og mark­miðinu er náð. 

 

 

Löggæslu­að­ilar skulu EKKI: 

✖ nota kylfur á fólk sem er frið­samt eða veitir litla mótspyrnu. 

✖ nota kylfur á fólk sem búið er að ná stjórn á.  

✖ nota kylfur til að dreifa frið­sömum mótmælum.  

✖ beita kylfu­árásum t.d. þegar ráðist er með kylfum á mótmæl­endur sem eru að flýja.  

✖ miða á viðkvæma líkams­hluta (t.d. höfuð, háls, hrygg, kverkar eða nára) nema vera í bráðri hættu á að deyja eða skaðast alvar­lega og geta ekki að brugðist við með öðrum hætti.  

 

Amnesty Internati­onal kallar eftir banni við kylfum sem eingöngu er hægt að nota sem pynd­ing­artól, eins og gadda­kylfur, og hvetur stjórn­völd til að þróa reglu­verk um kylfur og annan löggæslu­búnað þegar rökstuddur grunur er um að slíkur búnaður geti verið notaður fyrir pynd­ingar og aðrar illar meðferðir.  

Jákvæð þróun

 

Sameinuðu þjóð­irnar tóku mikil­vægt skref í átt að banni við pynd­ing­ar­tólum í lok maí 2022 með útgáfu á skýrslu sérfræð­inga. Þessi skýrsla getur rutt veginn fyrir laga­lega bind­andi alþjóða­samn­ingi um slík viðskipti og er því þýðing­ar­mikill áfangi. Það er ein leið til að hindra að fyrir­tæki geti selt gadda­kylfur, rafkylfur, rafbelti og önnur pynd­ing­artól á alþjóða­mörk­uðum.  

Alls­herj­ar­þing Sameinuðu þjóð­anna bað sérfræð­ingahóp stjórn­valda um að kanna nýjar leiðir til að koma á reglum um pynd­ing­artól árið 2021 en það eru ekki til neinar mann­rétt­inda­mið­aðar alþjóð­legar reglur um viðskipti með slík tól.   

Amnesty Internati­onal ásamt samstarfs­að­il­unum Omega Rese­arch Foundation og IHRC kallar eftir því að það verði afdrátt­ar­laust bann við tólum sem hafa þann eina tilgang að beita pynd­ingum og annarri illri meðferð og fagnar m.a. þeim tilmælum í skýrsl­unni um að alþjóðastaðlar í fram­tíð­inni verði að banna fram­leiðslu og viðskipti á tólum sem eru í grunninn grimmileg löggæslutól. Sérfræð­inga­hóp­urinn segir að slíkt bann geti verið „fyrir­byggj­andi til að hindra mann­rétt­inda­brot“.   

 

Í skýrslunni eru einnig tilmæli  um að þróa reglu­verk um lögmætan löggæslu­búnað sem algengt er að misnot­aður sé eins og táragas, gúmmí­kúlur og kylfur, þegar rökstuddur grunur er um að slíkum búnaði verði beitt við pynd­ingar og aðra illa meðferð.    

Amnesty Internati­onal og Omega Rese­arch Foundation hafa unnið náið með Evrópu­sam­bandinu og Evrópu­ráðinu til að þróa reglu­verk um pynd­ing­artól ásamt því að senda tilmæli um slíkt til Sameinuðu þjóð­anna.  

Lestu meira: 

Rann­sókn um misbeit­ingu kylfa

Vopn við löggæslu

Fimm pynd­ing­artól sem þarf að banna

Lestu einnig