SMS

8. september 2022

Banda­ríkin: Maður sem glímir við andleg veik­indi á yfir höfði sér aftöku.

Benjamin Cole, 57 ára maður á að verða tekinn af lífi 20. október næst­kom­andi. Hann var dæmdur til dauða 2004 fyrir morð á níu mánaða gamalli dóttur sinni í desember 2002. Hann hefur verið greindur með geðklofa og heilaskaða.

Undan­farin ár hefur lögmaður hans lýst honum sem einstak­lingi sem ekki hefur verið fær um að aðstoða við málið, hvorki í rétt­ar­höldum né við áfrýj­anir. Gert er ráð fyrir fyrir­töku og úrskurði Náðunar- og skil­orðs­nefndar Okla­homa í máli hans 27. sept­ember nk.   

Krefstu þess að nefnd­ar­með­limir mæli með niður­fell­ingu dauða­dóms Benjamin Cole. 

Amnesty Internati­onal er í öllum tilfellum og skil­yrð­is­laust á móti dauðarefs­ingum. Tíu manns hafa verið teknir af lífi í Band­ríkj­unum það sem af er árinu 2022, þar á meðal þrír í Okla­homa. Okla­homa ber ábyrgð á 117 af 1550 aftökum í Banda­ríkj­unum síðan 1976 en einungis Texas ríki hefur fram­kvæmt fleiri.

Skráðu þig í sms aðgerðanetið!

Lestu einnig