Skýrslur

16. maí 2023

Dauðarefs­ingin: Fjöldi aftaka ekki meiri frá árinu 2017

Aftökur hafa ekki verið fleiri í fimm ár þar sem lönd sem eru þegar alræmd fyrir aftökur fóru offörum, samkvæmt nýjustu skýrslu Amnesty Internati­onal um dauðarefs­inguna. Samtals voru 883 einstak­lingar teknir af lífi í 20 löndum árið 2022. Þetta er 53% aukning frá árinu 2021.

  • 81 einstak­lingur tekinn af lífi á einum degi í Sádi-Arabíu
  • 20 lönd fram­kvæmdu aftökur
  • Sex lönd afnámu dauðarefs­inguna að fullu eða að hluta til

Aukning í Miðausturlöndum og Norður-Afríku

Þessi mikla aukning er vegna fjölg­unar aftaka í Miðaust­ur­löndum og Norður-Afríku úr 520 aftökur árið 2021 í 825 aftökur á árinu 2022. Þúsundir aftaka sem taldar eru að hafi verið fram­kvæmdar í Kína á síðasta ári eru þar undan­skildar.

„Lönd í Miðaust­ur­löndum og Norður-Afríku brutu alþjóðleg lög með þessari miklu fjölgun á aftökum árið 2022 og sýndu þar með grimmi­lega vanvirð­ingu gagn­vart manns­lífum. Fjöldi einstak­linga sem var sviptur lífi sínu snar­fjölgaði á þessu svæði. Sádi-Arabía tók 81 einstak­ling af lífi á einum degi. Nýverið, í ískyggi­legri tilraun til að binda enda á mótmæli, tók Íran fólk af lífi fyrir að nýta rétt sinn til að mótmæla.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Það vekur óhug að 90% af skráðum aftökum í heim­inum, fyrir utan Kína, voru fram­kvæmdar í aðeins þremur löndum. Í Íran rauk fjöldi skráðra aftaka upp úr 314 árið 2021 í 576 árið 2022. Í Sádi-Arabíu þrefald­aðist fjöldinn, úr 65 árið 2021 í 196 árið 2022 en þetta er mesti fjöldi aftaka þar í landi sem Amnesty Internati­onal hefur skráð. Í Egyptalandi voru 24 einstak­lingar teknir af lífi.

Í nokkrum löndum er beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar haldið leyndu, þar á meðal í Kína, Norður-Kóreu og Víetnam en þetta eru lönd sem er vitað að beita dauðarefs­ing­unni í miklum mæli. Það þýðir að á heimsvísu eru raun­veru­legar tölur um aftökur mun hærri. Nákvæmar tölur um fjölda aftaka í Kína eru ekki opin­berar en það er ljóst að Kína fram­kvæmir lang­flestar aftökur, mun fleiri en Íran, Sádi-Arabía, Egypta­land og Banda­ríkin.

Aftökur að nýju í fimm löndum

Fimm lönd fram­kvæmdu aftökur að nýju árið 2022: Afgan­istan, Kúveit, Mjanmar, Palestína og Singapúr. Einnig var aukning á aftökum í Íran (314 í 575), Sádi-Arabíu (65 í 196) og Banda­ríkj­unum (11 í 18). Fjöldi aftaka fyrir vímu­efna­brota tvöfald­aðist á milli áranna 2021 og 2022. Aftökur fyrir vímu­efna­brot eru brot á alþjóð­legum mann­rétt­inda­lögum sem kveða á um að eingöngu megi taka fólk af lífi fyrir alvar­leg­ustu glæpina sem felur í sér morð af ásettu ráði.

Aftökur fyrir vímu­efna­brot voru skráðar í Kína, Sádi-Arabíu (57), Íran (255) og Singapúr (11) sem er 37% af öllum aftökum sem skráðar voru á heimsvísu af Amnesty Internati­onal. Aftökur fyrir vímu­efna­brot voru að öllum líkindum fram­kvæmdar í Víetnam en þær tölur eru þó ríkis­leynd­armál.

„Það eru grimmi­legt að næstum 40% allra skráðra aftaka voru fyrir vímu­efna­brot. Í þessu samhengi er mikil­vægt að hafa það í huga að oftast eru þetta einstak­lingar sem hafa átt erfitt uppdráttar sem verða fyrir barðinu á þessari grimmi­legu refs­ingu. Nú er tími til kominn að ríkis­stjórnir og Sameinuðu þjóð­irnar þrýsti á að stjórn­völd sem brjóta  mann­rétt­indi með þessum blygð­un­ar­lausa hætti verði látin sæta ábyrgð og tryggi varnagla í alþjóð­legum lögum.“

Á sama tíma og aftökum fjölgaði var fjöldi einstak­linga sem voru dæmdir til dauða í raun sá sami og árið áður. Örlítil fækkun úr 2.052 dauða­dóma árið 2021 í 2.016 árið 2022.

Vonarglæta

Það örlar á vonarglætu þar sem sex lönd afnámu dauðarefs­inguna að fullu eða hluta til. Kasakstan, Papúa Nýja-Gínea, Síerra Leóne og Mið-Afríku­lýð­veldið afnámu dauðarefs­inguna að fullu en Miðbaugs-Gínea og Sambía afnámu hana fyrir alla glæpi að undan­skildum herg­læpum. Fjöldi landa sem höfðu afnumið dauðarefs­inguna að fullu í desember 2022 voru þá 112 og níu lönd höfðu afnumið hana að hluta til.

„Þar sem fjöl­mörg lönd eru að sjá til þess að dauðarefs­ingin tilheyri sögu­bók­unum er tími til kominn að önnur lönd fylgi í fótspor þeirra. Lönd á borð við Íran, Sádi-Arabíu ásamt Kína, Norður-Kóreu og Víetnam, sem beita þessum grimmi­legum aðgerðum, eru nú í minni­hluta. Þessi lönd verða gera breyt­ingar í takt við tímann og virða mann­rétt­indi með því að tryggja rétt­læti eigi sér stað fremur en aftökur á fólki. “

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

 

Jákvæð skref áttu sér stað þegar Líbería og Gana tóku skref í átt að afnámi dauðarefs­ing­ar­innar úr lögum og á sama tíma sögðust yfir­völd í Srí Lanka og Maldív­eyjum að þau myndu hætta að beita dauðarefs­ing­unni. Frum­varp um að afnema lögbundna dauðarefs­ingu fyrir ákveðna glæpi var einnig á borðinu hjá þinginu í Malasíu.

„Nú þegar 125 aðild­ar­ríki Sameinuðu þjóð­anna, sem er fleiri en nokkru sinni áður, kalla eftir stöðvun á aftökum er Amnesty Internati­onal vongott um að þessi grimmi­lega refsing geti orðið og verði aðeins hluti af sögu­bókum. Sorg­legar tölur fyrir árið 2022 minna okkur á að það er ekki hægt að gefa baráttuna eftir. Við verðum að halda henni á lofti þar til dauðarefs­ingin er afnumin um allan heim.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Lestu einnig