SMS

29. september 2022

Hvíta-Rúss­land: Baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum í haldi að geðþótta

Nasta Loika, baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum frá Hvíta-Rússlandi, hefur verið í haldi að geðþótta frá 6. sept­ember 2022 fyrir uppspunnar ákærur um „minni­háttar óspektir“. Henni er neitað um  nauð­synja­vörur og lækn­is­að­stoð sem hún þarfnast. Hún fær auk þess ekki aðgang að lögfræð­ingi sínum. Nasta Loika er skot­mark stjórn­valda einungis vegna mann­rétt­inda­bar­áttu sinnar og skal tafar­laust vera leyst úr haldi.

Nasta Loika er þekkt fyrir vinnu sína í þágu mann­rétt­inda og mann­rétt­inda­fræðslu. Ofsóknir á hendur hennar er enn ein aðförin að tján­ing­ar­frelsinu og mann­rétt­indum í Hvíta-Rússlandi. Hún hefur engan glæp framið heldur aðeins sinnt sínum mann­rétt­inda­störfum. 

SMS-félagar krefjast þess að Nasta Loika verði umsvifa­laust leyst úr haldi og allar ákærur á hendur henni verði felldar niður.  

Lestu einnig