Fréttir

24. apríl 2023

Málþing: Beiting einangr­un­ar­vistar í gæslu­varð­haldi

Í fram­haldi af útgáfu skýrslu Amnesty Internati­onal í janúar á þessu ári um beit­ingu einangr­un­ar­vistar í gæslu­varð­haldi á Íslandi, hélt deildin málþing í Þjóð­minja­safninu þann 18. apríl síðast­liðinn. Málþingið fór fram á ensku og bar yfir­skriftina, Pre-trial solitary confinement in Iceland: Making progress in line with internati­onal obligations.

Fjölda hagaðila var boðið að koma saman og ræða breyt­ingar sem þurfa að eiga sér stað til að Ísland geti staðið við alþjóð­legar mann­rétt­inda­skuld­bind­ingar sínar í þessum efnum, hverjar helstu hindr­an­irnar séu í dag og hvernig megi komast yfir þær.

 

Full­trúar Amnesty Internati­onal (Rúna Frið­riks­dóttir, Bryndís Bjarna­dóttir og Anna Lúðvíks­dóttir) ásamt Louise Finer, Borys Wódz og Peter Scharff Smith.

Meginatriði

Alls mættu 50 hagað­ilar á málþingið en fimm einstak­lingar frá mismun­andi embættum og stofn­unum hérlendis héldu erindi ásamt þremur erlendum sérfræð­ingum sem komu til landsins í boði Íslands­deildar Amnesty Internati­onal. Að erindum loknum fóru fram pall­borð­sum­ræður þar sem fyrir­les­arar sátu fyrir svörum.

Louise Finer, breskur rann­sak­andi sem skrifaði skýrsluna fyrir Amnesty, fjallaði um hvaða áþreif­an­legu skref íslensk stjórn­völd þyrftu að taka til að uppfylla alþjóð­legar skuld­bind­ingar sínar.

Peter Scharff Smith, félags­fræð­ingur við Háskólann í Osló, fjallaði um sögu einangr­un­ar­vistar á Norð­ur­lönd­unum og hvaða lærdóm mætti draga af beit­ingu hennar fyrr og nú.

Borys Wódz, lögfræð­ingur sem starfað hefur sem yfir­maður hjá Evrópu­nefnd um varnir gegn pynd­ingum og ómann­legri og vanvirð­andi meðferð eða refs­ingu frá árinu 1996, greindi frá hvaða lærdóm Ísland gæti mögu­lega dregið af laga­drögum í Svíþjóð sem ætlað er að draga úr beit­ingu einangr­un­ar­vistar í gæslu­varð­haldi.

Málþingið gekk vonum framar. Íslensk yfir­völd lýstu yfir skýrum vilja til að koma á nauð­syn­legum breyt­ingum í lögum og fram­kvæmd sem tryggja betur rétt­indi frels­is­svipts fólks í einangrun í gæslu­varð­haldi. Ber þar hæst að endur­skoða beit­ingu þessa harð­neskju­lega úrræðis þegar um viðkvæma hópa ræðir, tryggja að takmörk­unum sem hafa ekki jafn skaðleg áhrif sé frekar beitt, auknar kröfur séu settar um nauðsyn þegar kemur að fram­leng­ingu einangr­un­ar­vistar, koma á skýrri hlut­verka­skipan um ábyrgð á mati á geðrænum vanda og sjá til þess að gæslu­varð­halds­fangar í einangrun fái bættari heil­brigð­is­þjón­ustu.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal vill þakka öllum þeim fjöl­mörgu aðilum sem tóku þátt í málþinginu og bindur ríkar vonir við að í fram­haldinu náist mann­rétt­inda­miðuð nálgun í mála­flokknum í samræmi við alþjóð­legar skyldur Íslands.

Lestu einnig