Fréttir

17. febrúar 2017

Samn­ingur ESB við Tyrk­land: Uppskrift að örvænt­ingu

Flótta­manna­samn­ingur Evrópu­sam­bandsins við Tyrk­land hefur leitt til þess að þúsundir flótta­manna og farand­fólks hírast við hörmuleg og hættuleg búsetu­skil­yrði á Grikklandi. Nú, þegar ár er liðið frá gerð samn­ingsins, áréttar Amnesty Internati­onal nauðsyn þess að önnur ríki taki ekki upp sambæri­lega samn­inga.

Samn­ingur Evrópu­sam­bandsins við Tyrk­land miðar að endur­send­ingum hælis­leit­enda til Tyrk­lands, byggt á þeirri forsendu að landið sé öruggt fyrir þá hælis­leit­endur sem þangað eru sendir.
Í nýrri saman­tekt Amnesty Internati­onal, A Blueprint for Despair, greina samtökin frá ólög­legum endur­send­ingum hælis­leit­enda til Tyrk­lands sem brjóta gróf­lega gegn rétti þeirra samkvæmt alþjóða­lögum.

„Samn­ingur Evrópu­sam­bandsins við Tyrk­land er stór­kost­legt áfall fyrir þær þúsundir sem eru strandaglópar á grísku eyjunum í enda­lausri biðstöðu, í örvænt­ingu og hættu,” segir Gauri van Gulik, fram­kvæmda­stjóri Evrópu­teymis Amnesty Internati­onal.

„Það er falskur undir­tónn í yfir­lýs­ingum þjóð­ar­leið­toga Evrópu þegar þeir hampa samn­ingnum og segja hann hafa skilað góðum árangri á meðan þeir loka augunum fyrir þeim óbæri­lega fórn­ar­kostnaði sem samn­ing­urinn hefur leitt af sér með tilliti til þeirra sem þjást vegna hans.“

Hrúgað saman við nötur­legar aðstæður

Þegar samn­ing­urinn tók gildi voru allir flótta­menn og hælis­leit­endur sjálf­krafa færðir á varð­halds­stöðvar. Enda þótt strangt varð­halds­kerfi sé ekki enn við lýði á Grikklandi getur það flótta­fólk sem dvelur í flótta­manna­búðum ekki yfir­gefið grísku eyjarnar. Afleið­ingin er sú að flótta­fólk og hælis­leit­endur eru þvinguð til að búa við hörmuleg lífs­skil­yrði svo mánuðum skiptir í yfir­fullum flótta­manna­búðum, þar sem skortur er á heitu vatni, hrein­læti og næringu, ásamt aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu.

Ástandið á grísku eyjunum er ekki aðeins niður­lægj­andi heldur setur líf og velferð flótta­fólks, hælis­leit­enda og farands­fólks í hættu. Að kvöldi dags þann 24. nóvember 2016 sprakk gashylki, sem notað var til elda­mennsku, í Moria-flótta­manna­búð­unum á eyjunni Lesbos og leiddi til dauða 66 ára konu frá Írak og 5 ára barns.

Áþjánin og vosbúðin sem bíða hælis­leit­enda á grísku eyjunum eykur enn á ótta þeirra um eigið öryggi. Bágbornar aðstæður í flótta­manna­búð­unum, óvissa um fram­tíðina sem flótta­fólk og hælis­leit­endur standa frammi, ásamt slæmum samskiptum við stað­arbúa, hefur ýtt undir mikla spennu sem stundum hefur leitt af sér ofbeldi. Flótta­fólk hefur einnig sætt hatur­stengdum árásum í Souda-flótta­manna­búð­unum í Chios.

17 ára sýrlenskur flótta­maður frá Aleppo lýsti árás­inni svona: „Þegar árásin átti sér stað óttuð­umst við um líf okkar og hlupum burt úr flótta­manna­búð­unum…Fólk öskraði, börn grétu…Við þurfum ekki á þessu að halda í lífi okkar enn á ný…”

Konur finna sérstak­lega fyrir skorti á öryggi á grísku eyjunum – þær eru oft þving­aðar til að búa í flótta­manna­búðum og notast við sömu salernis- og sturtu­að­stöðu og karl­menn. Margar konur og stúlkur hafa margsinnis kvartað yfir skorti á kynja­skiptri salernis- og sturtu­að­stöðu, ásamt vöntun á almenni­legri lýsingu. Þó nokkrar konur tjáðu Amnesty Internati­onal að þær hefðu annað hvort sjálfar orðið fyrir eða orðið vitni að heim­ilis- eða kynferð­is­legu ofbeldi. Sendum hælis­leit­endur áfram, ekki aftur til Tyrk­lands
Samn­ing­urinn um að senda hælis­leit­endur á grísku eyjunum aftur til Tyrk­lands hvílir á þeirri stað­hæf­ingu að Tyrk­land sé öruggt land fyrir þá.

Enda þótt enginn hælis­leit­andi hafi enn verið form­lega sendur frá Grikklandi til Tyrk­lands, á þeirri forsendu að Tyrk­land sé öruggt land, hefur Amnesty Internati­onal skráð tilfelli þar sem hælis­leit­endur hafa verið sendir til baka í flýti án þess að hafa fengið tæki­færi til að sækja um hæli á Grikklandi eða kæra endur­send­inguna, en slíkt brýtur í bága við alþjóðalög. „Á meðan að Tyrk­land er ekki öruggt land ætti Evrópu­sam­bandið að vinna með grískum yfir­völdum að því að flytja hælis­leit­endur á megin­land Grikk­lands og ríkis­stjórnir Evrópu ættu að gefa hælis­leit­endum á grísku eyjunum kost á að leita hælis í öðrum ríkjum Evrópu,“ segir Gauri van Gulik.

„Enginn ætti að láta lífið í kuld­anum við landa­mæri Evrópu. Þjóð­ar­leið­togar sem horfa til samn­ings Evrópu­sam­bandsins við Tyrk­land sem forskrift að öðrum samn­ingum við lönd eins og Súdan, Líbíu og Níger ættu að skoða þær hrika­legu afleið­ingar sem Tyrk­lands-samn­ing­urinn hefur haft og láta það sér að kenn­ingu verða: þetta ætti aldrei að endur­taka.“

Lestu einnig