SMS

27. janúar 2023

Síle: Kallað eftir rétt­læti fyrir mótmæl­anda sem lögreglan réðst á

Lögregla réðst á Moisés Órdenes í október 2019 þegar hann var að mótmæla frið­sam­lega í Santiago í Síle. Moisés var að berja í pönnu með sleif og taka upp mótmælin þegar hópur lögreglu­manna réðst skyndi­lega á hann. Hann féll til jarðar við árásina og var ítrekað barinn. Árásin var sýnd í beinni útsýn­ingu í sjón­varps­fréttum.

Þremur árum síðar hefur saksóknari í Santiago lokað máli sjö þeirra 13 lögreglu­manna sem voru ákærðir. Fjöl­skylda Moisés og lögfræð­ingar hans segja rann­sóknina ekki full­unna.  

SMS-félagar kalla á saksóknara að opna á ný rann­sókn þessara sjö lögreglu­manna og tryggja rétt­læti í máli Moisés Órdenes.  

Lestu einnig