Góðar fréttir

6. ágúst 2020

Suður-Súdan: Dauða­dómur yfir barni ógiltur!

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Suður-Súdan felldi úr gildi dauðadóm yfir Magai Matiop Ngong sem var aðeins 15 ára þegar brotið átti sér stað. Mál hans hefur verið sent áfram til hæsta­réttar til að kveða upp viðeig­andi dóm í stað dauða­dómsins. Magai var fluttur af dauða­deild þann 29. júlí. Magai var dæmdur fyrir morð árið 2017 sem hann sagði að hefði verið slys. Hann fékk ekki lögfræðing við fyrstu rétt­ar­höldin.

Mál Magai Matiop Ngong var hluti af alþjóð­legri herferð Amnesty Internati­onal, Þitt nafn bjargar lífi, í lok ársins 2019. Fólk um heim allan skrifaði undir ákall til forseta Suður-Súdan, Salav Kjir, um að ógilda dauðadóm Magai.

Rúmlega 765 þúsund einstak­lingar um heim allan gripu til aðgerða og sýndu Magai stuðning sinn. Á Íslandi söfn­uðust 8.630 undir­skriftir til stuðn­ings máli hans auk þess var 31 stuðn­ingskveðja send til Magai.

„Við fögnum úrskurði áfrýj­un­ar­dóm­stólsins um að fella úr gildi dauðadóm yfir Magai Matiop Ngong. Samkvæmt alþjóða­lögum og lögum í Suður-Súdan er bannað að dæma börn yngri en 18 ára til dauða. Magai er einn af þeim heppnu. Að minnsta kosti tveir aðrir einstak­lingar, sem voru börn þegar brotin voru framin, hafa verið teknir af lífi í landinu frá maí 2018. Líf þeirra var tekið frá þeim líkt og vonir fjöl­skyldu þeirra.“

Deprose Muchena, fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal í Aust­ur­hluta og Suður­hluta Afríku.

Ákall Amnesty International

Amnesty Internati­onal er á móti dauðarefs­ing­unni í öllum tilvikum án undan­tekn­inga óháð eðli eða aðstæðum glæpsins, sekt eða sakleysi einstak­lingsins og aðferðum sem ríki beita til að taka fólk af lífi.

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að stjórn­völd í Suður-Súdan fari eftir lands­lögum og alþjóða­lögum sem banna beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar gegn einstak­lingum sem eru undir 18 ára aldri þegar brotin eru framin. Auk þess kalla samtökin eftir því að stjórn­völd afnemi þessa grimmi­legu, ómann­úð­legu og vanvirð­andi refs­ingu

Lestu einnig