Persónuverndarstefna Íslandsdeild Amnesty International

Íslandsdeild Amnesty International er alþjóðleg hreyfing sem berst fyrir því að mannréttindi séu virt og allir njóti verndar þeirra. Við höfum lengi barist fyrir réttinum til friðhelgi einkalífs og því er okkur afar umhugað um persónuvernd þína. Með þessari persónuverndarstefnu skuldbindum við okkur til að virða rétt þinn til friðhelgi einkalífs en með því viljum við útlista hvernig við söfnum viðkomandi upplýsingum og skýra hver réttur þinn er til þinna persónuupplýsinga.

Hvers konar upplýsingum söfnum við og hvernig?

Tegundir og magn þeirra upplýsinga sem við fáum og geymum fer eftir því hvernig þú notar vefsíðuna okkar. Þú hefur aðgang að flestum síðum á vefsíðu okkar án þess að þurfa að tilgreina hver þú ert eða gefa upp persónuupplýsingar þínar. Þess má geta að upplýsingum um þig getur einnig verið safnað í símtali eða í samtali við starfsmann samtakanna með þínu samþykki.

Þegar þú notar heimasíðu okkar, www.amnesty.is, skilur þú eftir þig fótspor eða ,,kökur” (e. cookies). Kökur eru smáar textaskrár sem heimasíða flytur yfir á harða disk tölvunnar þinnar sem safnar saman nafnlausum upplýsingum um nethegðun gesta vefsíðna, svo sem vefsíðunnar okkar. Þessar nafnlausu upplýsingar gera okkur kleift að greina hvernig notendur nota síðuna okkar. Til þess notum við greiningratól eins og Google - og Facebook Analytics. Þannig er hægt að meta notkun gesta á síðunni og taka saman tölulegar upplýsingar um vefsíðuna til að sjá hvenær, hve lengi og hversu margir nota síðuna. Með þessu getum við sérsniðið vefsíðuna að þínum þörfum. 

Til viðbótar við framangreint þá kann upplýsingum að vera aflað með óbeinum samskiptum í gegnum þriðja aðila, til dæmis þegar fjárframlög fara í gegnum heimasíðu annarra aðila. Dæmi um það er hlaupastyrkur vegna Reykjavíkurmaraþonsins.

Við söfnum persónuupplýsingum með eftirfarandi hætti:

 • Þegar þú gerist mánaðarlegur eða árlegur styrktarfélagi
 • Þegar þú skráir þig í sms-aðgerðanetið
 • Þegar þú skráir þig í netákallið
 • Þegar þú tekur þátt í öðrum aðgerðum og, eftir atvikum, starfi Íslandsdeildar Amnesty International
 • Þegar þú sækir um starf hjá okkur eða gerist sjálfboðaliði
 • Stöku sinnum í gegnum þriðja aðila (sjá hér að ofan)

Við getum safnað eftirfarandi upplýsingum með þínu leyfi:

 • Nafni
 • Aldri
 • Heimilisfangi
 • Tölvupóstfangi
 • Símanúmeri
 • Kennitölu
 • Bankaupplýsingum
 • Upplýsingum sem veittar eru til að sækja um starf eða sjálfboðavinnu

Hvernig notum við upplýsingarnar sem við öflum?

Við notum persónuupplýsingar sem safnað er í eftirfarandi tilgangi:

 • Fyrir aðgerðir og undirskriftalista. Listar með undirskriftum eru sendir á yfirvöld sem bera ábyrgð á því máli sem skrifað er undir.
 • Til að ganga frá greiðslum styrktarfélaga
 • Til að leyfa þér að fylgjast með herferðum okkar og starfsemi
 • Til að biðja þig um að taka þátt í herferðum okkar eða styrkja okkur
 • Til að útbúa úthringilista
 • Til að bregðast við áhuga á þátttöku í starfi samtakanna
 • Til að halda utan um skráningar atvinnuumsókna og sjálfboðaliða
 • Í einstaka tilfellum deilum við gögnum þínum með öðrum Amnesty International deildum eða með þriðja aðila (frekari upplýsingar hér fyrir neðan)
 • Til að betrumbæta vefsíðuna okkar
 • Til að uppfylla lagalegar skyldur okkar

Lagagrundvöllur vinnslunnar

Lög um vernd persónuupplýsinga fela í sér að vinnsla á persónuupplýsingum er aðeins leyfileg ef a.m.k. eitt af eftirfarandi atriðum á við:

 • Samþykki: Við þurfum til dæmis samþykki fyrir að senda tölvupóst um starfsemi okkar og herferðir. Við munum aðeins senda þér þessar upplýsingar með þínu samþykki. Þú getur alltaf dregið samþykki þitt til baka.
 • Samningur: Ef þú styrkir starf okkar eða sýnir áhuga á þátttöku í starfsemi Íslandsdeildar Amnesty International þurfum við að nota persónuupplýsingar þínar svo unnt sé að koma því til leiðar.
 • Lagaskylda: Við vinnum persónuupplýsingar í samræmi við lög.
 • Hagsmunir þínir: Ef vinnslan er nauðsynleg til að vernda brýna hagsmuni þína eða annarra
 • Öryggi: Ef vinnslan er nauðsynleg vegna verkefnis sem unnið er í þágu almannahagsmuna
 • Lögmætir hagsmunir: Stundum deilum við persónuupplýsingum þínum með öðrum Amnesty International deildum (sjá upplýsingar fyrir neðan). Þetta er gert til að uppfylla lögmæta hagsmuni samtakanna og kynna Amnesty International fyrir þeim sem hafa áhuga á mannréttindum.

Vefsíður þriðja aðila

Á vefsíðu okkar má stundum finna tengla á vefsíður þriðja aðila eða forrita. Þessi persónuverndarstefna gildir ekki um slíkar síður eða forrit.

Miðlun persónuupplýsinganna þinna

 • Miðlun upplýsinga til annarra Amnesty International deilda: Í einstaka tilfellum deilum við persónuupplýsingum þínum með öðrum deildum Amnesty International. Þetta á helst við þegar við sendum undirskriftalista á aðrar deildir sem bera ábyrgð á tilteknum aðgerðum eða ef það þjónar tilgangi verkefnis og er í samræmi við lög.
 • Fyrirkomulag á hýsingu og vinnslu: Vefsíður okkar eru hýstar með þjónustuveitu þriðja aðila og því geta persónuupplýsingar sem þú skráir eða sendir inn verið meðhöndlaðar í þeirri þjónustuveitu.
 • Við njótum einnig aðstoðar þriðja aðila til að vinna úr persónuupplýsingum þínum. Þ.á.m. til að bregðast við áhuga á starfsemi Amnesty International á netinu, eða til að grípa til aðgerða, miðla upplýsingum, meðhöndla netgreiðslur eða til að vinna úr upplýsingum sem tengjast umsókn um starf, sjálfboðavinnu og önnur ráðningarferli.

Varðveislutími upplýsinga

Við geymum aðeins persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er og í ljósi þess tilgangs sem lýst er hér að ofan. Við fjarlægjum persónulegar upplýsingar úr kerfum okkar þegar ekki er nauðsyn á þeim lengur.

Tímalengd á geymslu mismunandi persónuupplýsinga fer eftir hve lengi við þurfum á þeim að halda, ástæðunni fyrir því að upplýsinganna var aflað, í samræmi við lög og reglugerðir.

Aðgengi að og réttur þinn til þinna persónuupplýsinga

Persónuupplýsingarnar sem við höfum um þig eru þínar. Eftirfarandi atriði fela í sér rétt þinn á upplýsingum um þig:

 • Að vita hvernig upplýsingarnar þínar eru notaðar
 • Að fá aðgang að upplýsingunum
 • Að leiðrétta upplýsingar sem eru rangar
 • Að biðja okkur um að eyða upplýsingum um þig
 • Að takmarka vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum hvenær sem er
 • Að mótmæla því að upplýsingar um þig séu geymdar
 • Að færa upplýsingarnar þínar

Einstaklingar undir 18 ára aldri

Ef þú ert yngri en 18 ára skalt þú gæta þess að fá leyfi hjá foreldri/forráðamanni áður en þú gefur upp persónulegar upplýsingar á vefsíðu okkar.

Breytingar á stefnunni

Persónuverndarstefna þessi var síðast uppfærð í maí 2018. Íslandsdeild Amnesty International áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á þessari síðu. Breytingar taka gildi frá þeim degi sem þær eru birtar á vefsíðunni. Vegna þessa hvetjum við alla til að skoða stefnuna reglulega.

Hafðu samband

Endilega hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna varðandi réttindi þín eða ef þú vilt nýta rétt þinn á þann hátt sem að framan greinir.

Netfang: Amnesty@amnesty.is

Sími: 511-7900

Kvartanir

Ef þú vilt leggja fram kvörtun um meðhöndlun persónuupplýsinga þinna skaltu hafa samband við okkur og skýra greinanlega frá umkvörtunarefni þínu. Við munum bregðast við kvörtun þinni eins fljótt og unnt er.

Ef þú ert óánægð/ur með hvernig brugðist er við kvörtun þinni getur þú sent inn kvörtun til Persónuverndar.