Bjargaðu mannslífum með farsímanum og skráðu þig í SMS-aðgerðanetið

Sendu: AMNESTY í 1900

Á hverjum degi fær Amnesty International upplýsingar um mannréttindabrot, sem krefjast tafarlausra viðbragða: pyndingar, geðþóttahandtökur, þvinguð mannshvörf og önnur mannréttindabrot. Því hefur Íslandsdeild Amnesty International komið á laggirnar SMS-aðgerðaneti þar sem fólk getur notað farsímann til að bjarga mannslífum með því að senda SMS. Þannig safnast fjöldi undirskrifta á stuttum tíma.

Opna vefform

Hvað þú gerir:

  1. Þú skráir þig með því að senda sms-ið: AMNESTY í 1900
  2. Þú færð sendar 2-3 aðgerðir (þú greiðir 99 kr. per aðgerð sem þú færð senda) á mánuði: þú svarar fyrstu aðgerðinni með því að senda: AKALL <ÞITT NAFN> í 1900 (passaðu að hafa bil milli AKALL og nafnsins þíns - til dæmis: AKALL Jóna Jónsdóttir) og þá skráist nafn þitt á undirskriftalista vegna aðgerðarinnar. Greitt er samkvæmt gjaldskrá fyrir sms hjá símafyrirtæki þínu þegar þú svarar
  3. Einungis þarf að skrá undirskriftina einu sinni. Næst þegar þú svarar aðgerð er nóg að skrifa: AKALL og senda í 1900 og þá bætist nafn þitt sjálfvirkt við hlið annarra sem taka þátt í aðgerðinni
  4. Ef þú vilt hætta í SMS-netinu þá sendirðu: AMNESTY STOP í 1900

Taktu þátt í að bjarga fólki frá pyndingum, geðþóttahandtökum og aftökum og skráðu þig í sms-aðgerðanetið !