Fréttir

Fyrirsagnalisti

Hverjir eru Rohingjar og hvers vegna eru þeir að flýja Mjanmar? - 13.9.2017

Rohingjar er minnihlutahópur, aðallega múslimar, sem býr í Rakhine-fylki í vesturhluta Mjanmar við landamæri Bangladess og telja um 1,1 milljón manns. Stjórnvöld í Mjanmar halda því fram að Rohingjar séu hópur af ólöglegum innflytjendum frá Bangladess þrátt fyrir að það hafi búið í Mjanmar í aldaraðir. Þau neita að viðurkenna þá sem ríkisborgara og í reynd er meirihluti þeirra án ríkisfangs. 

Lesa meira

Menningarnæturveisla hjá Íslandsdeild Amnesty International - 17.8.2017

Það verður mikið um að vera hjá Íslandsdeild Amnesty International um helgina en þá fer Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fram í 34. sinn og Menningarnótt í Reykjavík verður haldin í 22. sinn.

Lesa meira

Við höfum sögur að segja - 16.8.2017

 „Allir geta verið jákvæðir í garð Amnesty International því samtökin starfa í þágu fólksins en ekki til að hagnast á því,“ segir hinn 26 ára gamli Majid Zarei frá Íran sem hefur búið á Íslandi í rúmt ár og ætlar að hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu nú á laugardaginn til styrktar Amnesty International.

Lesa meira

Kemur ekki annað til greina en að hlaupa fyrir Amnesty International - 9.8.2017

Óskar Le Qui Khuu Júlíusson ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu 19. ágúst og safna áheitum fyrir Amnesty International. Lesa meira

Leiðist að hlaupa en vill leggja mannréttindabaráttunni lið - 2.8.2017

Textasmiðurinn, uppistandarinn, sviðshöfundurinn og danskennarinn Þórdís Nadia Semichat ætlar að taka þátt í skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins þann 19. ágúst næstkomandi og hleypur fyrir Amnesty International. 

Lesa meira

Íslensk stjórnvöld skuldbindi sig til að auka fjárframlög til Úganda vegna flóttamannavandans - 28.7.2017

Grimmileg stríðsátök í Suður-Súdan hafa leitt til einnar stærstu flóttamannakrísu heims og þeirrar verstu í Afríku. Rúmlega 928 þúsund einstaklingar hafa flúið frá Suður-Súdan til Úganda frá desember 2013, þar sem dauði, pyndingar, nauðganir og önnur gróf mannréttindabrot biðu þeirra í heimalandinu. 

Lesa meira

Undirskriftir í Kringlunni björguðu lífi nígerísks jafnaldra - 27.7.2017

„Það var magnað að hitta allt í einu dauðadæmda manninn, sem við höfðum barist fyrir að yrði frjáls. Þarna var hann lifandi, að tala við okkur,” segir Anna Lilja Ægisdóttir en hún ætlar að hlaupa 10 kílómetra í maraþoninu 19. ágúst og safna áheitum fyrir Amnesty International.

Lesa meira

Kynning á næsta heimsþingi Amnesty International - 24.7.2017

Íslandsdeild Amnesty International efnir til kynningarfundar þriðjudaginn 1. ágúst 2017, kl. 17.00 í húsnæði deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3. hæð. 

Lesa meira