Fréttir

Fyrirsagnalisti

Amnesty International tekur þátt í Reykjavík Pride - 10.8.2018

Íslandsdeild Amnesty International tekur þátt í gleðigöngu Reykjavík Pride á morgun, laugardaginn 11. ágúst, til að minna á allt það fólk sem hefur ekki frelsi til að elska eða vera það sjálft og á á hættu að gjalda þess dýrum dómi.

Lesa meira

Reykjavíkurmaraþonið - 9.8.2018

Reykjavíkurmaraþonið fer fram 18. ágúst. Við verðum fyrir framan MR með varning fyrir þá sem hlaupa í nafni Amnesty á hlaupadag. Einnig verður hvatningarstöð við hlið Hamborgarabúllunnar þar sem hlauparar geta gripið með sér orkugjafa. Lesa meira

Hækkun: SMS - aðgerðarnetið - 1.8.2018

Sem sms-aðgerðasinni getur þú bjargað lífi með undirskrift þinni, saman náum við fram jákvæðum breytingum. Ef þú ert SMS-aðgerðasinni færðu send þrjú sms á mánuði. Þú getur skrifað undir málin með því að svara sms-inu og senda AKALL í 1900. Í fyrsta sinn frá upphafi hækkum við hvert sms úr 99 kr. í 199 kr.

Lesa meira

Amnesty International samþykkir tillögur um afstöðu til meðgöngurofs og vímuefnamála - 16.7.2018

 Amnesty International hefur samþykkt nýjar tillögur til að takast á við skelfileg mannréttindabrot vegna nálgunar af hálfu ríkja sem glæpavæða og takmarka meðgöngurof og refsa vímuefnaneytendum. 

Lesa meira

Bandaríkin verða að stöðva aðskilnað og varðhald fjölskyldna - 4.7.2018

„Bandarísk yfirvöld verða að stöðva bæði aðskilnað og varðhald barna og fjölskyldna sem koma til Bandaríkjanna á landamærunum við Mexíkó til að sækja um alþjóðlega vernd. Á sama tíma verða þau að sameina þær þúsundir fjölskyldna sem voru aðskildar í kjölfarið á ólöglegri og skaðlegri stefnu ríkisstjórnar Trumps,“ segir Amnesty International.

Lesa meira

Ísrael/hernumdu svæði Palestínu: Brotið gegn alþjóðalögum á Gasa - 15.5.2018

„Hér er enn eitt skelfilega dæmið um óhóflega beitingu aflsmunar og skotvopna á óforsvaranlegan hátt. Þetta er brot á alþjóðlegum stöðlum og í sumum tilfellum virðist vera um að ræða morð af ásettu ráði sem telst vera stríðsglæpur.“ 

Lesa meira

Taktu þátt í rannsókn Amnesty International - 3.5.2018

Í byrjun júní ætla aðalstöðvar Amnesty International í Bretlandi að standa að rannsókn á Íslandi á stöðu mannréttinda einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, þ.e. hormónastarfsemi, kynkirtla, kynlitninga, kyn- og æxlunarfæri eða kynþroska sem er með einhverju móti öðruvísi en hjá flestum. 

Lesa meira

Amnesty International auglýsir stöðu ungliða- og aðgerðarstjóra í 100% starfshlutfall til eins árs. - 23.4.2018

Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Við leitum að starfsmanni sem getur hafið störf sem fyrst.

Lesa meira