Fréttir

Fyrirsagnalisti

Pólland: Bindið enda á baráttuna gegn friðsömum mótmælendum - 17.10.2017

Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að ríkisstjórn Póllands leggur allt kapp á að berjast gegn friðsömum mótmælendum til að koma í veg fyrir frekari mótmæli í landinu.  

Lesa meira

40 ár frá sögulegri yfirlýsingu gegn dauðarefsingunni. Sífellt færri ríki beita dauðarefsingunni í dag. - 10.10.2017

Ríkjum sem verja dauðarefsinguna og beita henni fækkar sífellt. Þau ættu að fylgja eftir þróuninni á heimsvísu segir Amnesty International á fimmtánda alþjóðlega baráttudeginum gegn dauðarefsingunni.

Lesa meira

Ríkisstjórnir Evrópu endursenda nærri 10.000 Afgani til heimalandsins þar sem þeir eiga í hættu að sæta pyndingum eða deyja - 5.10.2017

Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International sem kom út í dag, 5. október, hafa ríkisstjórnir Evrópu lagt líf þúsunda Afgana í hættu með því að þvinga þá til að snúa aftur til lands þar sem þeir eiga í hættu á að týna lífi sínu eða sæta pyndingum, mannshvörfum og öðrum mannréttindabrotum.  

Lesa meira

Útgáfuhóf í tilefni af útgáfu barnabókarinnar IMAGINE - Að hugsa sér - 3.10.2017

Íslandsdeild Amnesty International býður þér í útgáfuhóf í Listasafni Íslands sunnudaginn 8. október í tilefni af útgáfu barnabókarinnar IMAGINE – Að hugsa sér. Bókin er unnin í samvinnu við bresku deild Amnesty International en það er bókaútgáfan Orrusta sem gefur bókina út hér á landi í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. Lesa meira

Hverjir eru Rohingjar og hvers vegna eru þeir að flýja Mjanmar? - 13.9.2017

Rohingjar er minnihlutahópur, aðallega múslimar, sem býr í Rakhine-fylki í vesturhluta Mjanmar við landamæri Bangladess og telja um 1,1 milljón manns. Stjórnvöld í Mjanmar halda því fram að Rohingjar séu hópur af ólöglegum innflytjendum frá Bangladess þrátt fyrir að það hafi búið í Mjanmar í aldaraðir. Þau neita að viðurkenna þá sem ríkisborgara og í reynd er meirihluti þeirra án ríkisfangs. 

Lesa meira

Menningarnæturveisla hjá Íslandsdeild Amnesty International - 17.8.2017

Það verður mikið um að vera hjá Íslandsdeild Amnesty International um helgina en þá fer Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fram í 34. sinn og Menningarnótt í Reykjavík verður haldin í 22. sinn.

Lesa meira

Við höfum sögur að segja - 16.8.2017

 „Allir geta verið jákvæðir í garð Amnesty International því samtökin starfa í þágu fólksins en ekki til að hagnast á því,“ segir hinn 26 ára gamli Majid Zarei frá Íran sem hefur búið á Íslandi í rúmt ár og ætlar að hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu nú á laugardaginn til styrktar Amnesty International.

Lesa meira

Kemur ekki annað til greina en að hlaupa fyrir Amnesty International - 9.8.2017

Óskar Le Qui Khuu Júlíusson ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu 19. ágúst og safna áheitum fyrir Amnesty International. Lesa meira