Fréttir

Fyrirsagnalisti

Ísrael/hernumdu svæði Palestínu: Brotið gegn alþjóðalögum á Gasa - 15.5.2018

„Hér er enn eitt skelfilega dæmið um óhóflega beitingu aflsmunar og skotvopna á óforsvaranlegan hátt. Þetta er brot á alþjóðlegum stöðlum og í sumum tilfellum virðist vera um að ræða morð af ásettu ráði sem telst vera stríðsglæpur.“ 

Lesa meira

Taktu þátt í rannsókn Amnesty International - 3.5.2018

Í byrjun júní ætla aðalstöðvar Amnesty International í Bretlandi að standa að rannsókn á Íslandi á stöðu mannréttinda einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, þ.e. hormónastarfsemi, kynkirtla, kynlitninga, kyn- og æxlunarfæri eða kynþroska sem er með einhverju móti öðruvísi en hjá flestum. 

Lesa meira

Amnesty International auglýsir stöðu ungliða- og aðgerðarstjóra í 100% starfshlutfall til eins árs. - 23.4.2018

Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Við leitum að starfsmanni sem getur hafið störf sem fyrst.

Lesa meira

Spánn: Hryðjuverkalög notuð gegn háðsádeilum og skapandi tjáningu á netinu - 12.3.2018

Skýrsla Amnesty International, Tweet…if you dare: How counter-terrorism laws restrict freedom of expression in Spain, sýnir að venjulegir notendur samfélagsmiðla og að auki tónlistarmenn, blaðamenn og jafnvel leikbrúðustjórnendur hafa verið lögsóttir í nafni þjóðaröryggis. Þetta hefur skapað umhverfi þar sem fólk óttast í sívaxandi mæli að tjá óhefðbundnar skoðanir eða segja umdeilda brandara.

Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International - 6.3.2018

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn 14. mars 2018 kl. 20:00 í húsnæði deildarinnar, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Sérstakur gestur verður Najmo Cumar Fiyasko frá Sómalíu en hún var gefin í hjónaband í heimalandinu aðeins 11 ára gömul.
Lesa meira

Sumarstarf hjá Íslandsdeild Amnesty - 28.2.2018

238561--1-_1519920149923

Viltu vinna að betri heimi? Íslandsdeild Amnesty International leitar að sumarstarfsfólki til að sinna fjáröflunar- og kynningarstarfi fyrir samtökin í sumar.


Lesa meira

Sýrland: Linnulausar sprengjuárásir á óbreytta borgara í Austur-Ghouta falla undir stríðsglæpi - 22.2.2018

„Sýrlensk stjórnvöld, með stuðningi Rússlands, eru af ásettu ráði að ráðast á sitt eigið fólk í Austur-Ghouta. Fólkið hefur ekki aðeins þjáðst vegna grimmilegs umsáturs síðastliðin sex ár, heldur er það núna lokað inni vegna daglegra árása þar sem vísvitandi er verið að myrða það og örkumla. Það fellur undir svívirðilega stríðsglæpi.“

Lesa meira

Menntaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu söfnuðu flestum undirskriftum! - 20.2.2018

Árlega heldur Íslandsdeild Amnesty International bréfamaraþonið Bréf til bjargar lífi þar sem samtökin hvetja einstaklinga til að taka höndum saman og styðja við bakið á þolendum mannréttindabrota með pennann að vopni. Þar hvetjum við einstaklinga, vinnustaði og menntastofnanir til að leggja hönd á plóg og hafa Íslendingar ávallt svarað kallinu.  Eins og við greindum frá um daginn þá hafa aldrei fleiri Íslendingar lagt mannréttindabaráttunni lið í þessarri árlegu herferð eins og árið 2017. 

Lesa meira