Fréttir

Fyrirsagnalisti

Ríkisstjórnir heims verða að binda enda á hina grimmilegu dauðarefsingu - 10.10.2018

Koma á fram við fanga sem hlotið hafa dauðadóm af virðingu og tryggja skal að aðbúnaður þeirra standist alþjóðleg mannréttindalög og -viðmið, að sögn Amnesty International í tilefni af alþjóðlegum degi gegn dauðarefsingunni sem er í dag, 10. október.

Lesa meira

Amnesty International tekur þátt í Reykjavík Pride - 10.8.2018

Íslandsdeild Amnesty International tekur þátt í gleðigöngu Reykjavík Pride á morgun, laugardaginn 11. ágúst, til að minna á allt það fólk sem hefur ekki frelsi til að elska eða vera það sjálft og á á hættu að gjalda þess dýrum dómi.

Lesa meira

Reykjavíkurmaraþonið - 9.8.2018

Reykjavíkurmaraþonið fer fram 18. ágúst. Við verðum fyrir framan MR með varning fyrir þá sem hlaupa í nafni Amnesty á hlaupadag. Einnig verður hvatningarstöð við hlið Hamborgarabúllunnar þar sem hlauparar geta gripið með sér orkugjafa. Lesa meira

Hækkun: SMS - aðgerðarnetið - 1.8.2018

Sem sms-aðgerðasinni getur þú bjargað lífi með undirskrift þinni, saman náum við fram jákvæðum breytingum. Ef þú ert SMS-aðgerðasinni færðu send þrjú sms á mánuði. Þú getur skrifað undir málin með því að svara sms-inu og senda AKALL í 1900. Í fyrsta sinn frá upphafi hækkum við hvert sms úr 99 kr. í 199 kr.

Lesa meira

Amnesty International samþykkir tillögur um afstöðu til meðgöngurofs og vímuefnamála - 16.7.2018

 Amnesty International hefur samþykkt nýjar tillögur til að takast á við skelfileg mannréttindabrot vegna nálgunar af hálfu ríkja sem glæpavæða og takmarka meðgöngurof og refsa vímuefnaneytendum. 

Lesa meira

Bandaríkin verða að stöðva aðskilnað og varðhald fjölskyldna - 4.7.2018

„Bandarísk yfirvöld verða að stöðva bæði aðskilnað og varðhald barna og fjölskyldna sem koma til Bandaríkjanna á landamærunum við Mexíkó til að sækja um alþjóðlega vernd. Á sama tíma verða þau að sameina þær þúsundir fjölskyldna sem voru aðskildar í kjölfarið á ólöglegri og skaðlegri stefnu ríkisstjórnar Trumps,“ segir Amnesty International.

Lesa meira

Ísrael/hernumdu svæði Palestínu: Brotið gegn alþjóðalögum á Gasa - 15.5.2018

„Hér er enn eitt skelfilega dæmið um óhóflega beitingu aflsmunar og skotvopna á óforsvaranlegan hátt. Þetta er brot á alþjóðlegum stöðlum og í sumum tilfellum virðist vera um að ræða morð af ásettu ráði sem telst vera stríðsglæpur.“ 

Lesa meira

Taktu þátt í rannsókn Amnesty International - 3.5.2018

Í byrjun júní ætla aðalstöðvar Amnesty International í Bretlandi að standa að rannsókn á Íslandi á stöðu mannréttinda einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, þ.e. hormónastarfsemi, kynkirtla, kynlitninga, kyn- og æxlunarfæri eða kynþroska sem er með einhverju móti öðruvísi en hjá flestum. 

Lesa meira