Fréttir

Fyrirsagnalisti

Tyrkland: Fangelsun formanns Amnesty óréttlætanleg - 14.6.2017

Ákvörðun tyrkneska ákæruvaldsins að kæra Taner Kiliç, formann Amnesty í Tyrklandi, fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum er lítilsvirðing við réttlætið og sýnir harkaleg áhrif herferðar tyrkneskra yfirvalda í kjölfar misheppnaðrar valdaránstilraunar í júlí í fyrra.

 

Lesa meira

Malaví: Máttvana réttarkerfi ýtir undir árásir á fólk með albínisma - 13.6.2017

Alvarlegir brestir í réttarkerfi Malaví hafa síðustu sex mánuði ýtt undir nýja bylgju morða á og árása gegn fólki með albínisma.

Lesa meira

Tyrkland: Stjórnvöld handtaka formann tyrknesku deildar Amnesty International - 7.6.2017

Formaður tyrknesku deildar Amnesty International, Taner Kiliç, hefur verið handtekinn í fjöldahandtökum. Hann var í hópi 22 lögfræðinga sem handteknir voru í borginni Izmir, grunaður um að hafa tengsl við hreyfingu Fethullah Gülen. Amnesty International krefst þess að Taner Kiliç og hinir lögfræðingarnir verði leystir tafarlaust úr haldi og allar ákærur gegn þeim látnar falla niður.

Lesa meira

Tyrkland: Stjórnvöld segja upp 100.000 opinberum starfsmönnum í stórfelldum hreinsunum - 24.5.2017

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt upp 100.000 opinberum starfsmönnum í stórfelldum hreinsunum. 

Lesa meira

Katar: Réttindi farandverkafólks enn vanrækt á meðan fyrsti leikur fer fram á HM-vellinum - 22.5.2017

Farandverkamenn sem vinna að byggingarframkvæmdum fyrir heimsmeistaramótið í Katar 2022 þurfa að þola kröpp kjör og bágar vinnuaðstæður.

Lesa meira

Bandaríkin: Chelsea Manning loks frjáls eftir grimmilega meðferð - 17.5.2017

Amnesty International kallar eftir rannsókn á stríðsglæpum sem voru afhjúpaðir og meiri vernd fyrir uppljóstrara. 

Lesa meira

Dönsk og þýsk börn gangast undir inngripsskurðaðgerðir til að kyn þeirra verði „staðlað“ - 12.5.2017

Börn sem fæðast með óhefðbundin kyneinkenni sem falla ekki undir kynjatvíhyggjuna eiga á hættu að sæta ónauðsynlegum og inngripsmiklum læknisaðgerðum sem stuðla oft að sálrænu áfalli og brjóta á mannréttindum þeirra.

Lesa meira

Venesúela: Auknar „nornaveiðar” gegn mótmælendum mitt í stjórnmálakrísu landsins - 1.5.2017

Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International sem ber heitið Silenced By Force: Politically-Motivated Arbitrary Detentions in Venezuela beita stjórnvöld í Venesúela dómskerfinu í þeim ólöglega tilgangi að auka ofsóknir og fjölga refsingum gegn þeim sem eru á öndverðum meiði. Mótmælum hefur fjölgað mjög í landinu sem leitt hefur til nokkurra dauðsfalla og þess að hundruð manna hafa slasast eða sætt fangelsun.

Lesa meira