Fréttir

Fyrirsagnalisti

Aðventutónleikar Íslandsdeildar Amnesty International - 7.12.2005

Á alþjóðlegum mannréttindadegi 10. desember efnir Íslandsdeild Amnesty International til aðventutónleika. Tónleikarnir verða haldnir í Neskirkju við Hagatorg og hefjast þeir kl. 20.00 Lesa meira
Jólakort 2005

Jólakort Íslandsdeildar Amnesty International 2005 komið út - 9.11.2005

Jólakort Íslandsdeildar Amnesty International í ár prýðir málverk eftir Guðmundu Andrésdóttur, einn frumkvöðla afstrakt myndlistar á Íslandi, og félaga í Septem-hópi íslenskra myndlistarmanna.

Lesa meira

Fréttatilkynning frá Íslandsdeild Amnesty International - 1.11.2005

Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir þungum áhyggjum af fréttum um að bandarískar herflugvélar hafi haft viðkomu hér á landi á leið sinni með fanga til landa þar sem vitað er að pyndingum er beitt við yfirheyrslur. Lesa meira

Heimildamyndamyndasýning í Alþjóðahúsi - 24.10.2005

Næsta þriðjudag, 25 október, mun Íslandsdeild Amnesty International sýna heimildamyndina Lesa meira

Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi FAGNAÐ! - 19.10.2005

Aðgerðahópur gegn kynbundnu ofbeldi fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hafin verði skoðun á því með hvaða hætti megi standa að gerð og framkvæmd heildstæðrar aðgerðaáætlunar gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi hér á landi. 

Lesa meira

Kólombía: Réttlæti er eina leiðin fram á við fyrir Friðarsamfélagið í San José de Apartadó - 18.8.2005

Kólombíska ríkisstjórnin verður að gera sitt til að sannleikurinn komi í ljós í sambandi við morðin á átta meðlimum friðarsamfélags San José de Apartadó, Antioquia deildinni, þann 21. febrúar og yfir 150 önnur morð og “mannshvörf” meðlima á undanförnum átta árum.

Lesa meira

Sýningin ,,Dropar af regni” í göngum Blöndustöðvar í Húnaþingi - 29.7.2005

Sýningin ,,Dropar af regni: Amnesty International á Íslandi 30 ára" hefur verið sett upp í göngum Blöndustöðvar í Húnaþingi. Sýningin sem er farandsýning var fyrst sett upp í Ráðhúsi Reykjavíkur, þaðan fór hún í Smáralind og síðan í Öskju, byggingu Háskóla Íslands Lesa meira

Amnesty International fordæmir sprengjuárásirnar í Lundúnum - 7.7.2005

Amnesty International fordæmir sprengjuárásirnar í Lundúnum sem hafa kostað almenna borgara lífið og sært fjölda fólks alvarlega. Heimildir herma að sprengjur hafi sprungið á sex neðanjarðar-lestarstöðvum og einni strætisvagnastöð.

Lesa meira

Ársskýrsla Amnesty International 2005 - 25.5.2005

Í dag, 25. maí, er ársskýrsla Amnesty International birt. Í skýrslunni er að finna ítarlegt yfirlit um ástand mannréttinda í heiminum og úttekt á störfum samtakanna í þágu mannréttinda og fórnarlamba mannréttindabrota. Skýrslan skýrir frá ástandi mannréttinda í 149 löndum,greinir þróun mannréttinda í heiminum á síðasta ári og veitir upplýsingar um rannsóknir og aðgerðir Amnesty International í þágu mannréttinda.

Lesa meira

Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi - 25.5.2005

Á föstudaginn klukkan 8:30 gefst tækifæri til að eiga orðastað við
stjórnvöld um til hvaða aðgerða skuli gripið gegn kynbundnu ofbeldi.
Fundurinn er hugsaður sem samræðuvettvangur til að koma að hugmyndum og
athugasemdum en byggt er á drögum að aðgerðaáætlun sem unnar voru í kjölfar
16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og fylgir með sem viðhengi.
Lesa meira

Íslandsdeild Amnesty International fagnar undirskrift Íslands á nýjum samningi gegn mansali - 23.5.2005

Á nýafstöðnum leiðtogafundi Evrópuráðsins í Varsjá skrifaði Davíð Oddsson utanríkisráðherra fyrir hönd Íslands undir samning Evrópuráðsins gegn mansali.

Íslandsdeild Amnesty International fagnar undirskrift Íslands og hvetur Alþingi til að staðfesta samninginn strax á haustþingi. Lesa meira

Uppákoma gegn ofbeldi - 4.5.2005

Birting - samtök ungs fólks, ásamt öðrum, standa fyrir uppákomu gegn ofbeldi á Ingólfstorgi næstkomandi föstudag kl. 17. Ofbeldi í hvaða mynd verður þar mótmælt. Lesa meira

Dropar af regni - 8.4.2005

Nýverið hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur sýningin

Lesa meira

Rjúfum þögnina á Arnarhóli 9 apríl klukkan 14:00 - 7.4.2005

Kæru félagar,

Uppákoma gegn ofbeldi verður haldin á Arnarhóli næstkomandi laugardag

Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International - 6.4.2005

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International

verður haldinn laugardaginn16. apríl kl. 14.00

í Litlu Brekku við Bankastræti.

Lesa meira

Heimildamyndasýning á vegum Amnesty International - 5.4.2005

Kæru félagar,

Í aðdraganda alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar mun Íslandsdeild Amnesty Internationa sýna þrjár heimildarmyndir í kvöld, þriðjudaginn 5. apríl, kl. 20. Allar heimildarmyndirnar eru tengdar baráttunni gegn ofbeldi í garð kvenna. Myndirnar, sem eru á dvd-formi, verða sýndar á tjaldi í sýningarsal á þriðju hæð Alþjóðahússins að Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík (skáhallt á móti Þjóðleikhúsinu).

Lesa meira

Indland: Níu árum eftir dauða Jalil Andrabi ganga ódæðismennirnir enn lausir - 30.3.2005

Sú viðvarandi vangeta ríkisstjórnar Jammu og Kasmírs að koma höndum yfir þá sem bera ábyrgð á dauða mannréttindalögfræðingsins Jalil Andrabi fyrir níu árum, ýtir undir þá tilfinningu að verjendur mannréttinda í ríkinu geta ekki reitt sig á vernd yfirvalda.

Lesa meira

Milljarðaviðskipti sem gera konur að skotmarki - 7.3.2005

Samkvæmt nýrri skýrslu, sem kemur út í dag, degi fyrir alþjóðlega kvennadaginn, gjalda konur sífellt hærri toll fyrir milljarða viðskipti, sem hættulega fáar reglur gilda um.

Lesa meira

Peter Benenson

Stofnandi Amnesty International látinn - 3.3.2005

Peter Benenson, stofnandi alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International lést þann 26. febrúar síðastliðinn. Hann var 83 ára.

Lesa meira
Aftaka í Teheran

Íran: Ekki fleiri innantóm loforð – ekki fleiri aftökur á börnum - 23.2.2005

Þann 19. janúar 2005 tóku írönsk yfirvöld Iman Farokhi af lífi fyrir glæp sem hann átti að hafa framið þegar hann var 17 ára gamall. Sama dag fullyrti sendifulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar í Genf að í Íran ættu sér ekki stað aftökur á börnum yngri en 18 ára.

Lesa meira

Góðar fréttir - 23.2.2005

Amnesty International fagnar þeim fréttum að hópi víetnamskra samviskufanga mun bráðlega verða sleppt úr haldi. Meðal þeirra sem fá frelsi eru dr. Nguyen Dan Que, Nguyen Dinh Huy, Thich Thien Minh og kaþólski presturinn faðir Thadeus Nguyen Van Ly.

Lesa meira

Serbía og Svartfjallaland: skammarleg rannsókn á mansalsmáli - 7.2.2005

Amnesty International telur áríðandi að ríkisstjórn Svartfjallalands opni að nýju þekkt mansalsmál, sem að stjórnmálamenn, dómarar, lögregla og opinberir embættismenn í Svartfjallalandi eru bendlaðir við.

Lesa meira

Bandaríkin: virðing fyrir alþjóðalögum verður að hafa forgang á seinna kjörtímabili forsetans - 20.1.2005

Í tilefni upphafs seinna kjörtímabils George W. Bush sem forseta Bandaríkjanna, hefur Amnesty International sent honum ákall þess efnis að hann leggi sérstaka áherslu á það á sínu seinna kjörtímabili að útrýma pyndingum

Lesa meira

Jarðskjálftinn á Indlandshafi og flóðbylgjan í kjölfar hans: mannréttindi í hættu í kjölfar hamfaranna - 20.1.2005

Amnesty International fylgist grannt með hjálparstarfi á þeim svæðum, sem fóru illa út úr flóðbylgjunni í kjölfar jarðskjálftans á Indlandshafi síðla desember, til að tryggja að grundvallarmannréttindi séu virt. Lesa meira

Friðarverðlaunahafar Nóbel styðja vopnaviðskiptasáttmála - 13.1.2005

Í kjölfar árlegs fundar friðarverðlaunahafa Nóbel í Róm á Ítalíu, hefur hópur friðarverðlaunahafa Nóbel ákveðið að ítreka stuðning sinn við alþjóðlegan vopnaviðskiptasáttmála Lesa meira

Banvæn blanda vanrækslu og fordóma - 12.1.2005

Á alþjóðlegu AIDS ráðstefnunni í Bankok, Tælandi á síðasta ári, sagði Irene Khan aðalritari Amnesty International í lokaávarpi sínu að alnæmisfaraldurinn væri 'mannréttindakreppa'. Hér er útdráttur úr ávarpi hennar:

Lesa meira