Fréttir

Fyrirsagnalisti

Mannréttindabrot í "stríðinu gegn hryðjuverkum" - 14.12.2007

Íslandsdeild Amnesty International sendi öllum alþingismönnum bréf hinn 3. október s.l. þar sem farið var fram á stuðning við áætlun Amnesty International um að binda enda á ólöglegt varðhald í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Lesa meira

Pyndingar: sýning á myndinni Is torture a good idea? - 13.12.2007

Íslandsdeild Amnesty International og Hitt húsið efna til sýningar á myndinni „Is torture a good idea“ í Hinu húsinu við Pósthússtræti fimmtudaginn 13. desember kl.18.00. Lesa meira

Vel heppnað bréfamaraþon 2007 - 11.12.2007

Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International fór fram 8. desember sl. í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Alls um 80 félagar tóku þátt og sendu frá sér um 800 bréf og kort.
Lesa meira

Barnahermenn yfirgefnir í Lýðveldinu Kongó - 11.12.2007

Herir og uppreisnarhópar leggja sérstaka áherslu á að fá börn í raðir sínar því auðvelt er að stjórna þeim og þau skynja oft ekki hættuna sem við þeim blasir. Lesa meira

Mansal: ríkisstjórn Íslands samþykkir aðgerðaáætlun - 10.12.2007

Í dag, á alþjóðlegum mannréttindadegi, lýkur 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Lesa meira

Mannréttindi á aðventu: dagskrá í Egilsstaðakirkju á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember - 7.12.2007

Mánudaginn 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadaginn, mun Amnesty International standa fyrir dagskrá í Egilsstaðakirkju. Lesa meira

Bréfamaraþon 8. desember og upplestur á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember - 6.12.2007

Minnum á alþjóðlegt bréfamaraþon Amnesty International og upplestur á alþjóðlega mannréttindadaginn.

Lesa meira

Pyndingar í Afganistan : Eiga aðildarríki NATO á hættu að verða meðsek í pyndingum? - 29.11.2007

“Við getum ekki útilokað að pyndingar eigi sér stað”

–Embættismaður norska utanríkisráðuneytisins í viðtali við norsku fréttastofuna NTB þann 27 júlí 2007

Lesa meira

Mannréttindi á aðventu - 28.11.2007

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er að hefjast og þar kennir margra grasa eins og endra nær. Lesa meira

Þeir mismuna. Við mótmælum. Það ber árangur - 27.11.2007

Þann 13. nóvember sl. samþykkti þjóðþing Nicaragua ný hegningarlög þar sem sódómaákvæði var fellt út. Lesa meira

Mannréttindabrot í Pakistan halda áfram - 23.11.2007

Stjórnvöld í Pakistan halda áfram að handtaka fjölmiðlafólk og aðra vítt og breitt um landið í hróplegri mótsögn við tilkynningar stjórnvalda þess efnis að þúsundir mótmælenda hafi verið leystir úr fangelsi.

Lesa meira

Mannréttindabarátta: bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International 2007 - 23.11.2007

Hið árlega bréfamaraþon Amnesty International verður haldið laugardaginn 8. desember á Akureyri, Ísafirði og í Reykjavík. Félagar fá tækifæri að skrifa eigin bréf og kort til þolenda mannréttindabrota víða um heim auk þess sem tilbúin kort og bréf verða á staðnum.

Lesa meira

Dauðarefsingar: mikilvægt skref í baráttunni gegn dauðarefsingum - 22.11.2007

Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 15. nóvember s.l. var samþykkt tillaga í þriðju nefnd þingsins um að aftökur verði stöðvaðar um heim allan.

Lesa meira

Alþjóðlegur aðgerðadagur 15. nóvember vegna mannréttindaástandsins í Pakistan - 15.11.2007

Enn halda stjórnvöld í Pakistan áfram að handtaka og ofsækja baráttufólk fyrir mannréttindum, lögfræðinga og stuðningsfólk stjórnmálaflokka.

Lesa meira

Jólakort Íslandsdeildar Amnesty International komið út - 8.11.2007

Íslandsdeild Amnesty International hefur nú hafið sölu á jólakorti sínu 2007

Lesa meira

Mannréttindabrot í Pakistan - Musharraf hershöfðingi lætur til skarar skríða gagnvart stjórnararandstöðunni - 8.11.2007

Aðgerðir hersins gagnvart stjórnarandstæðingum í Pakistan halda áfram. Lesa meira

Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International í viðtali við síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins um fangaflug - 31.10.2007

Jóhanna K. Eyjólfsdóttir ræddi í síðdegisútvarpinu á Rás 2 mánudaginn 29. október um fangaflug í hinu svokallaða "stríði gegn hryðjuverkum" og fangaflug um Ísland. Lesa meira

Pyndingar: vegna alþjóðasamnings SÞ gegn pyndingum - 31.10.2007

Íslandsdeild Amnesty International sendi dómsmálaráðherra bréf þann 23. október síðastliðinn þar sem ráðherrann er hvattur til að taka mið af tilmælum Amnesty International við undirbúning að fullgildingu valfrjálsu bókunarinnar. Lesa meira

Palestínsku sjálfsstjórnarsvæðin: vopnuð átök kynda undir mannréttindabrot - 24.10.2007

Bardagar milli sveita Hamas og Fatah á Gaza fyrr á þessu ári ollu dauða 350 Palestínumanna. Í kjölfarið hafa fleiri alvarleg brot átt sér stað á Gaza og Vesturbakkanum.

Lesa meira

Mannréttindabrot í Myanmar: baráttufólk segir frá - 19.10.2007

Munkar og aktívistar í Myanmar hafa tjáð Amnesty International að mótmæli gegn ríkisstjórninni hafi verið bæld niður með grimmilegum hætti.

Lesa meira

Í framhaldi af nýlegri Kínaheimsókn forseta Íslands - 18.10.2007

Í framhaldi af nýlegri heimsókn forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar til Kína sendi Íslandsdeild Amnesty International forseta ítarlegt bréf. Lesa meira

Mansal: hvatning til íslenskra stjórnvalda vegna mansalssamnings - 18.10.2007

Íslandsdeild Amnesty International hvetur dómsmálaráðherra Björn Bjarnason til að flýta fyrir fullgildingu samnings Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali.
Lesa meira

Amnesty International á Íslandi á Facebook - 8.10.2007

Amnesty International hefur stofnað hóp á tengslanetinu Facebook.

Lesa meira
Frá Guantánamo-varðhaldsstöðinni

Íslandsdeild Amnesty International hvetur þingmenn til að krefjast þess að Bandaríkjastjórn bindi enda á ólöglegt varðhald í - 8.10.2007

Íslandsdeild Amnesty International hefur sent öllum þingmönnum bréf þar sem þeir eru hvattir til að skrifa undir áætlun samtakanna um að binda enda á ölöglegt varðhald í „stríðinu gegn hryðjuverkum“.

Lesa meira

Mannréttindi: námskeið fyrir félaga laugardaginn 20. október 2007 - 1.10.2007

Laugardaginn 20. október heldur Amnesty International námskeið fyrir félaga. Þar verður fjalla um sögu og uppbyggingu Amnesty International og mannréttindaáherslur samtakanna um þessar mundir. Einnig verður fjallað um þá aðgerðakosti sem í boði eru innan samtakanna og margt fleira (sjá dagskrá neðar).

Lesa meira

Mannréttindabrot í Myanmar: sleppið mótmælendum - 1.10.2007

Talið er að minnst 500 manns hafi verið handteknir í átökum herforingjastjórnarinnar og mótmælenda í Myanmar.

Lesa meira

Mannréttindi í Myanmar: Amnesty International krefst þess að hinir handteknu verið leystir úr haldi - 1.10.2007

Talið er að minnst 500 einstaklingar hafi verið handteknir í átökum herforingja-stjórnarinnar og mótmælenda í Myanmar. Samkvæmt heimildum Amnesty International voru um 1160 pólitískir fangar fyrir í fangelsum landsins og fjöldi samviskufanga.

Lesa meira

Myanmar: áríðandi að ASEAN-löndin grípi til aðgerða - 1.10.2007

Aðildarlönd Sambands Suðaustur-Asíuríkja (Association of Southeast Asian Nations, ASEAN) verða að grípa tafarlaust til árangursríkra aðgerða til að vernda réttinn til friðsamlegra mótmæla í Myanmar og forðast frekari stigmögnun ofbeldis og mannréttindabrota.

Lesa meira

Flóttafólk: Knúið á lokaðar dyr? - 26.9.2007

Í dag eru um það bil fjörtíu milljónir manna á vergangi víðsvegar um heiminn. Þetta er fleira fólk en býr á öllum Norðurlöndum til samans og fimmtán milljónum betur. Af öllum þessum milljónum manna leita aðeins um þrjátíu þúsund árlega hælis á Norðurlöndunum. Lesa meira

Flóttafólk: Sinnuleysi alþjóðasamfélagsins gagnvart sívaxandi vanda flóttafólks frá Írak - 25.9.2007

Alþjóðasamfélagið hefur brugðist og sýnt sinnuleysi gagnvart hinum sívaxandi straumi flóttafólks frá Írak til nágrannalanda. Sýrland og Jórdanía hafa tekið á móti flóttafólki frá Írak á undanförnum árum án þess að fá raunhæfan stuðning alþjóðasamfélagsins.  

Lesa meira

Mannréttindi: Amnesty International á Íslandi hvetur utanríkisráðherra til að leggja áherslu á mannréttindi á allsherjarþingi SÞ - 24.9.2007

Í aðdraganda 62. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sendi Íslandsdeild Amnesty International utanríkisráðherra bréf, þar sem vakin var athygli á ýmsum mannréttindaáherslum samtakanna og ráðherra hvattur til taka undir þær á allsherjarþinginu. Lesa meira

Dauðarefsingin: Afnemum dauðarefsinguna! - 20.9.2007

Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í október 2007 verður lögð fram ályktun um að aftökur verði stöðvaðar um heim allan. Talið er að ályktunin verði fyrsta skrefið í átt að afnámi dauðarefsingarinnar.

Lesa meira

Mannréttindi: Aðgerðir íslenskra félaga í Amnesty International björguðu lífi mínu - 23.8.2007

Fyrrum samviskufanginn Eduardo Grutzky er nú staddur á Íslandi dagana. Eduardo Grutzky er fæddur í Argentínu 1956. Lesa meira

Amnesty International í gleðigöngu - 13.8.2007

Verndarvættirnar, hópur á vegum Amnesty International og Samtakanna 78, sem vinnur að mannréttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender-fólks (STT), skipulagði viðburð í gleðigöngunni 2007. Lesa meira

STT-hópastarf Amnesty International og Samtakanna '78 - 13.6.2007

Verndarvættirnar eru nýstofnaður samstarfsvettvangur félaga í Amnesty International og Samtökunum '78 um aðgerðir í málefnum er varða mannréttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks.

Lesa meira

Mannréttindaástand: Ársskýrsla Amnesty International 2007 - 23.5.2007

Meðfylgjandi tölur varpa ljósi á ástand þeirra málaflokka sem Amnesty International lagði mesta áherslu á árið 2006: Lesa meira

Ástand mannréttinda í heiminum: Ársskýrsla Amnesty International 2007 - 23.5.2007

Í ársskýrslu Amnesty International er greint frá ástandi mannréttinda í 153 löndum. Upplýsingar sem þar er að finna byggjast á rannsóknum samtakanna á síðasta ári. Lesa meira

Morgunverðarfundur um stefnu stjórnmálaflokkanna í mannréttindamálum - 4.5.2007

Morgunverðarfundur Mannréttindaskrifstofu Íslands um stefnu íslenskra stjórnmálaflokka í mannréttindamálum verður haldinn í Blómasal Hótel Loftleiða mánudaginn 7. maí 2007, kl. 08.30-09.30 Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International - 2.5.2007

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn laugardaginn 12. maí kl. 14.00 í Litlu Brekku við Bankastræti. Lesa meira

Mannréttindabrot í Súdan: Alþjóðadagur í þágu Darfur sunnudaginn 29. apríl - 27.4.2007

Sunnudaginn 29. apríl er alþjóðadagur í þágu Darfur-héraðs í Súdan. Amnesty International hefur miklar áhyggjur af ástandinu í Darfur. Lesa meira

Mannréttindi: námskeið fyrir félaga í Amnesty International á Íslandi - 11.4.2007

Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á námskeiði sem efnt verður til laugardaginn 19. maí í húsnæði Símenntunarstöðvar Eyjafjarðar við Þórsstíg 4 á Akureyri. Lesa meira

Mannréttindabarátta: Kveðja frá Mariselu Ortiz Rivera - 2.4.2007

14.-19. mars varð Íslandsdeild Amnesty International þess heiðurs aðnjótandi að fá Mariselu Ortiz Rivera mannréttindafrömuð í heimsókn. Lesa meira

Mannréttindabarátta: Marisela Ortiz Rivera á Íslandi - 28.3.2007

Árið 1993 hófst alda morða í borginni Ciudad Juárez, sem ekki sér enn fyrir endann á. 400 konur hafa horfið og fundist síðar myrtar. Óþekktur fjöldi kvenna hefur horfið sporlaust. Flest fórnarlambanna eru stúlkur og konur á aldrinum 13-22 ára og meirihluti þeirra stundar nám eða starfar í verksmiðjum fjölþjóðlegra fyrirtækja í borginni. Lesa meira
Evropuvika_gegn_kynthattamisretti_2007

Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti - 22.3.2007

Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti hverfist um alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti og miðar að því að uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju í Evrópu.

Lesa meira

Mannréttindabarátta: Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á heimsókn Mariselu Ortiz Rivera til Íslands - 7.3.2007

Marisela Ortiz Rivera mannréttindafrömuður frá Mexíkó flytur fyrirlestur 15. mars kl. 16:00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Hún hefur á síðustu sex árum barist ötullega gegn refsileysi vegna kvennamorða í borginni Ciudad Juárez í Norður-Mexíkó, þar sem um 400 konur hafa verið myrtar á hrottalegan hátt á síðustu árum.

Lesa meira

Farandverkafólk í Kína: Fórnarkostnaður efnahagsundursins - 1.3.2007

Amnesty International birtir í dag nýja skýrslu:

People’s Republic of China - Internal migrants: Discrimination and abuse

The human cost of an economic miracle.

Lesa meira

Umsögn um frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna - 1.3.2007

Hér á eftir fylgir umsögn Íslandsdeildar Amnesty International um frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna Lesa meira

Vel heppnuð uppákoma - 12.1.2007

Íslandsdeild Amnesty International efndi til táknrænnar uppákomu þann 11. janúar kl. 17:00 á Lækjartorgi þar sem blöðrum var sleppt til að undirstrika kröfu Amnesty um að fangar í Gvantanamó verði látnir lausir eða þeir látnir sæta ákæru. Lesa meira

Lokið Guantánamo! - 10.1.2007

Í janúar 2002 fluttu bandarísk yfirvöld fyrstu fangana í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ til bandarísku flotastöðvarinnar við Guantánamo-flóa á Kúbu. Þrátt fyrir að fangabúðirnar hafi verið fordæmdar um heim allan eru þar enn 430 einstaklingar af 35 þjóðernum. Lesa meira

Írak - 4.1.2007

 

Íslandsdeild Amnesty International lýsir fordæmingu sinni á aftöku Saddam Hussein. Sakadómstóll í Írak kvað upp dauðadóm yfir Saddam Hussein og tveimur samverkamönnum hans eftir meingölluð og óréttlát réttarhöld.

Lesa meira

Þúsund bréf í þágu mannréttinda - 2.1.2007

Á alþjóðlegum mannréttindadegi hinn 10. desember efndi Íslandsdeild Amnesty International til bréfamaraþons. Fjöldi félaga tók þátt í maraþoninu bæði í Reykjavík og á Höfn í Hornafirði. Lesa meira