Fréttir

Fyrirsagnalisti

Gleðileg jól og farsælt komandi ár! - 22.12.2008

hugheilar jóla- og áramótakveðjur frá Amnesty International á Íslandi. Stöndum saman vörð um mannréttindi árið 2009.

Lesa meira

Greitt aðgengi að vopnum veldur hörmungum í Lýðveldinu Kongó - 17.12.2008

Bardagar stjórnarhersins og þungvopnaðra hópa í Norður-Kivu héraði í austanverðu Lýðveldinu Kongó hafa rekið nálægt 300.000 manns á flótta. Milljónir hafa dáið í landinu undanfarin tíu ár.

Lesa meira

Frá bréfamaraþoni 2007

Áttu orð aflögu? - 9.12.2008

Hið árlega bréfamaraþon Amnesty International verður haldið laugardaginn 13. desember en það hefur aldrei verið með jafn stóru sniði og í ár; það verður haldið á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Höfn í Hornafirði, Selfossi, Hafnarfirði, Akranesi, í Reykjanesbæ og í Reykjavík.

Lesa meira

Amnesty-bíó - 2.12.2008

Ofbeldi gegn konum er ekki einkamál - ofbeldi gegn konum er mannréttindabrot

Lesa meira

Hátíðartónleikar í Listasafni Reykjavíkur á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember - 28.11.2008

Amnesty International fagnar 60 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna með glæsilegum tónleikum í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu á alþjóðlega mannréttindadaginn 10.desember 2008. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00

Lesa meira
16 daga átak gegnu kynbundnu ofbeldi

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi - 25.11.2008

Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, verður 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 18 sinn. 16 daga átak hefur í frá 1991 unnið að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda.

Lesa meira

Félagafundur Íslandsdeildar Amnesty International 22. nóvember 2008 kl. 11.00-13.30 - 19.11.2008

Næstkomandi laugardag hinn 22. nóvember efnir Íslandsdeild Amnesty International til almenns félagafundar. Fundurinn hefst kl. 11 og lýkur um klukkan 13.30 Hann verður í Hinu húsinu við Austurstræti, gamla pósthúsið.

Lesa meira
Skriðdrekar og fólk streyma til Goma í Kongó

Neyðarástand í Kongó - 17.11.2008

Átök halda áfram á ýmsum vígstöðvum í Norður-Kivu í Lýðveldinu Kongó þrátt fyrir að uppreisnarhópurinn National Congress for the Defense of the People (CNDP) hafi lýst yfir vopnahléi þann 29. október. Árásir CNDP í október hröktu stjórnarherinn og hundruð þúsunda borgara á flótta í átt að Goma, sem er höfuðborg héraðsins.

Lesa meira

Fjárfestum í mannréttindum - 10.11.2008

Á síðustu vikum höfum við orðið vitni að miklum sviptingum á fjármálamörkuðum og teikn eru á lofti um efnahagsþrengingar og spurningar vakna um áhrif þeirra á líf og afkomu fólks.

Lesa meira

Gátlisti fyrir nýjan forseta Bandaríkjanna - 6.11.2008

Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september árið 2001 hafa aðgerðir ríkisstjórna víða um heim leitt til þess að grundvallarmannréttindum er fórnað í nafni „öryggis“. Lesa meira

námskeið fyrir félaga laugardaginn 8. nóvember 2008 - 4.11.2008

Barátta Amnesty International er í dag jafn brýn og áður ef ekki brýnni. Stuðningur félaga í Amnesty International er sá grunnur sem Amnesty International byggir á til að tryggja áframhaldandi öflugt starf í þágu þolenda mannréttindabrota. Um heim allan er fólk sem þarf á liðsinni okkar að halda. Lesa meira

Amnesty International hvetur íslensk stjórnvöld til að styðja alþjóðasamning - 27.10.2008

Fólk sem lifir við mikla fátækt og hópar sem eru á jaðri samfélaga sætir alvarlegustu brotunum á efnahagslegum, félagslegum og menningar-legum réttindum, þar með talið réttinum til húsnæðis, fæðis, vatns og hreinlætis, svo og réttinum til heilsu og menntunar. Lesa meira

Athugasemdir Amnesty International vegna hugmynda um upptöku rafbyssa - 27.10.2008

Um mitt ár 2007 fékk Íslandsdeild Amnesty International upplýsingar um að íslensk lögregluyfirvöld hefðu til athugunar að lögreglan tæki til notkunar rafbyssur hér á landi.

Lesa meira

Þingmenn víða um heim hvetja SÞ til að styðja við vopnaviðskiptasáttmála - 20.10.2008

Þann 20. október 2008 var Sameinuðu þjóðunum afhentur listi með kröfu 2.000 þingmanna frá 124 löndum, þar á meðal 25% þingmanna Alþingis Íslendinga, um að hleypt yrði lífi í viðræður um áhrifaríkan vopnaviðskiptasamning til að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir gróf mannréttindabrot og upplausn samfélaga.

Lesa meira

Alþjóðadagur gegn fátækt beinir sjónum að mannréttindum og mannlegri reisn - 17.10.2008

Alþjóðlegur dagur gegn fátækt hefur verið haldinn frá árinu 1987. Megináhersla alþjóðadagsins þetta árið er að tryggja að fólk sem lifir í fátækt hafi eitthvað að segja í málum er snerta líf þeirra og hagsmuni. Lesa meira

Útrýming fátæktar er réttlætismál - 17.10.2008

Allt frá árinu 1987 hefur 17. október verið helgaður baráttunni gegn fátækt. Á þessum degi söfnuðust hundruð þúsunda manna saman á Trocadéro torginu í París til að sýna fórnarlömbum sárrar fátæktar og hungurs stuðning. Skilaboðin voru skýr. Lesa meira

Amnesty-bíó - 16.10.2008

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt þann 17. október ætlar Íslandsdeild Amnesty International að standa fyrir sýningu myndarinnar, Human Needs, Human Rights í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5. Sýning myndarinnar hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í hálftíma. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Lesa meira

Stöðvið aftökur þegar í stað - 13.10.2008

Í október 2008 mun þriðja nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fjalla um dauðarefsinguna og innleiðingu ályktunar allsherjarþingsins frá 2007 þar sem hvatt er til þess að allar þjóðir hætti þegar í stað að taka fólk af lífi.

Lesa meira

Fyrrum samviskufangi heimsækir Ísland - 1.10.2008

Rússneski blaðamaðurinn og umhverfissinninn Grigory Pasko er væntanlegur til landsins þann 4.október næstkomandi en hann kemur í boði Íslandsdeildar Amnesty International. Lesa meira

Helvíti á jörð - 1.10.2008

Staða frjálsra fjölmiðla í Rússlandi veldur víða áhyggjum en hagsmunaaðilar tengdir ríki og valdablokkum í landinu hafa tangarhald á fjölmiðlum.

Lesa meira

Japönsk stjórnvöld hvött til að hætta aftökum - 23.9.2008

Þrír menn voru teknir af lífi í Japan fimmtudaginn 11. september. Amnesty International hefur farið fram á það við stjórnvöld í landinu að þau hætti aftökum þegar í stað.

Lesa meira

Alþjóðasáttmáli um vopnaviðskipti verður að byggja á hinni "Gullnu reglu" um mannréttindi - 17.9.2008

Hinn 6. desember árið 2006 var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna ályktun 61/89, en með henni var hrundið af stað ferli sem miðar að gerð alþjóðasáttmála um vopnaviðskipti. Lesa meira

Hvíta-Rússland: stjórnvöld verða að virða tjáningarfrelsi og funda- og félagafrelsi - 10.9.2008

Árið 2007 sendu félagar í Amnesty International meira en 11.000 origami hegra til yfirvalda í Hvíta-Rússlandi. Ungir félagar í Amnesty International í Mexíkó bjuggu til risastóran origami hegra sem einnig var sendur til innanríkisráðuneytis Hvíta-Rússlands. Hegrarnir voru hluti af alþjóðlegri herferð sem hvatti lausnar ungs baráttumanns fyrir mannréttindum, Zmitser Dashkevich, en hann var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að „skipuleggja eða taka þátt í aðgerðum óskráðra félagasamtaka“.

Lesa meira

Vöktum gerð vopnaviðskiptasáttmála - 9.9.2008

Á hverju ári líða milljónir manna fyrir óábyrg vopnasöluviðskipti, um heim allan. Um eitt þúsund einstaklingar láta lífið af vopna völdum á hverjum degi, og enn fleiri særast eða þurfa að þola pyndingar og illa meðferð af hendi vopnaðra aðila. Afleiðingar þessa á innviði samfélagsins eru jafnframt alvarlegar. Lesa meira

Bindum enda á þvinguð mannshvörf - 29.8.2008

Í tilefni alþjóðadags til minningar um hina horfnu og ættingja þeirra, er vert að vekja athygli á þessu grófa mannréttindabroti sem teygir anga sína um allan heim.

Lesa meira

Mannshvörf í Pakistan: Atiq-ur Rehman - 29.8.2008

Atiq-ur Rehman, 29 ára vísindamaður og starfsmaður kjarnorkunefndar Pakistan, var handtekinn þann 25. júní 2004 í Abbotabad í Norð-Vesturlandamærahéraðinu, á giftingardag sinn. Lesa meira

Mannshvörf í Pakistan: Masood Janjua - 29.8.2008

Masood Ahmed Janjua, kaupsýslumaður frá Rawalpindi, „hvarf“ þann 30. júlí 2005, þegar hann var í rútuferð til Peshawar með Faisal Faraz, 25 ára verkfræðingi frá Lahore. Lesa meira

Viðbragðslisti Íslandsdeildar Amnesty International - 26.8.2008

Helsta starf Amnesty International felst í því að rannsaka mannréttindabrot um heim allan, opinbera þær rannsóknir og berjast fyrir því að mannréttindabrotum linni í heiminum. Sjálfboðaliðar innan Amnesty International eru í fararbroddi þeirrar baráttu.

Lesa meira

Georgía/Rússneska sambandslýðveldið - 21.8.2008

Mannúðarsamtök greina frá því að þau fái enn ekki að senda hjálpargögn til umdeildu svæðanna í Suður-Ossetíu. Óttast er að borgarar í héraðinu geti orðið sjúkdómum og hungri að bráð. Lesa meira

Kína: Svikin loforð yfirvalda ógna orðspori Ólympíuleikanna - 29.7.2008

Kínversk yfirvöld hafa svikið gefin loforð um umbætur í mannréttindum í aðdraganda Ólympíuleikanna. Amnesty International birtir í dag nýja skýrslu um mannréttindaástandið í Kína.

Kínversk yfirvöld halda uppteknum hætti og ofsækja og refsa öllum þeim sem fara fram á virðingu fyrir mannréttindum. Yfirvöld hafa misst sjónar á þeim loforðum sem þau gáfu fyrir sjö árum þegar alþjóðlega Ólympíunefndin ákvað að sumarleikarnir 2008 færu fram í Peking.

Lesa meira

Gay Pride 2008 - 18.7.2008

Þann 9. ágúst næstkomandi munu Verndarvættirnir, hópur á vegum Amnesty International og Samtakanna 78, sem vinnur að mannréttindum samkynhneigðra,tvíkynhneigðra og transgender-fólks (STT), standa fyrir viðburði á Gay Pride eins og í fyrra. Lesa meira

Tíu ára afmæli Rómarsamþykktarinnar - 18.7.2008

Víða um heim er 17. júlí haldinn hátíðlegur sem dagur alþjóðlegs réttlætis (World Day for International Justice ) en það var á þessum degi árið 1998 sem Rómarsamþykktinni um Alþjóðlega sakamáladómstólinn var ýtt úr vör. Lesa meira

Mannréttindabrot í Kína - 14.7.2008

Alþjóðlega Ólympíunefndin ákvað um mitt sumar árið 2001 að taka tilboði Kínverja um að sumarleikarnir 2008 yrðu haldnir í Peking. Í aðdraganda ákvörðunarinnar og í kjölfar hennar lýstu kínverskir ráðamenn því yfir að leikarnir myndu hafa jákvæð áhrif á þróun mannréttinda í Kína.

Lesa meira

Vegna máls Paul Ramses Odour - 4.7.2008

Íslandsdeild Amnesty International hefur sent Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra bréf þar sem farið er fram á að íslensk yfirvöld endurskoði ákvörðun sína um að taka ekki til efnislegrar meðferðar mál Paul Ramses Odour frá Kenía sem sótti um hæli hér á landi. Lesa meira

Farandfólk sætir ólögmætri handtöku í Máritaníu - 3.7.2008

Farandfólk sem reynir að komast til Evrópu sætir handtöku, illri meðferð og fjöldabrottvísunum frá Máritaníu án þess að það hafi tækifæri til að áfrýja ákvörðunum yfirvalda. Frá þessu er greint í nýrri skýrslu Amnesty International.

Lesa meira

Evrópa í afneitun - 2.7.2008

Amnesty International hefur miklar áhyggjur af því að enn hafa Evrópuríki ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að koma í veg fyrir aðild að fangaflugi og leynilegu varðhaldi. Lesa meira

Amnesty International hvetur öll ríki heims til að stöðva pyndingar - 2.7.2008

Pyndingar verður að stöðva, pyndara verður að sækja til saka og tryggja þarf þolendum skaðabætur. Lesa meira

Amnesty International horfir til framtíðar - 24.6.2008

Þínar skoðanir á mannréttindastarfi Amnesty International skipta máli. Á næstu tólf mánuðum munu samtökin horfa á framtíðarverkefni Amnesty International í mannréttindamálum Lesa meira

Amnesty International fagnar niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna - 23.6.2008

Amnesty International fagnar niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna sem kveður á um rétt fanga sem haldið er í Guantanamó búðunum til að fá úrskurðað í málum sínum fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Dómurinn er sá þriðji sem hæstiréttur Bandaríkjanna kveður upp frá árinu 2004 um réttarstöðu fanga í Guantanamó. Viðbrögð Bush stjórnarinnar við fyrri dómum hafa verið nýjar lagasetningar sem hafa skert enn frekar réttindi fanga.
Lesa meira
Marisela_med_postkort_sem_AI_let_utbua_til_ad_thrysta_a_mexikosk_stjornvold

Mannréttindabrot í Mexíkó - 2.6.2008

Baráttukonan Marisela Ortiz Rivera og samstarfsfólk hennar hafa nýverið fengið sendar hótanir í tölvupósti og smáskilaboðum, þar sem haft er í mjög grófum hótunum við þau. Lesa meira

Í tilefni af komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands - 30.5.2008

Í tilefni af heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands hefur íslandsdeild Amnesty International farið fram á utanríkisráðherra Íslands krefjist lokunar Guantánamo.
Lesa meira

ÁRSSKÝRSLA AMNESTY INTERNATIONAL 2008 - 28.5.2008

Amnesty International skorar á þjóðarleiðtoga um heim allan að biðjast afsökunar á mannréttindabrotum í sex áratugi og helga sig á ný því verkefni að vinna að raunhæfum umbótum.

Lesa meira

Ársskýrsla Amnesty International 2008: Tölulegar upplýsingar - 28.5.2008

GREIN 1 Í MANNRÉTTINDAYFIRLÝSINGU SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

Loforð 1948

Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum.

Raunveruleiki 2008

Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs voru um 250 konur myrtar af ofbeldisfullum eiginmönnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum í Egyptalandi og á hverri klukkustund var tveimur konum í því landi nauðgað.

Lesa meira

Mannréttindabrot: Dæmi úr ársskýrslu Amnesty International 2008 - 28.5.2008

Þann 7. september 2007 réðust þrír vopnaðir menn á Flora Igoki Tera, sem var í framboði í Meru-héraði í Mið-Kenía. Þeir börðu hana, neyddu hana til að éta mannasaur og hún vöruð við að hafa afskipti af stjórnmálum. Lesa meira

Simbabve: Ofbeldi gegn stjórnarandstöðunni stigmagnast - 21.5.2008

Uppgjafahermenn í Simbabve neyða um þessar mundir ungt fólk til að ráðast á meinta stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar. Ofbeldið í landinu nálgast að jafngilda neyðarástandi.

Lesa meira

Persepolis í Amnesty-bíói - 19.5.2008

Kvikmyndin Persepolis eftir Vincent Parronaud og Marjane Satrapi verður sýnd í Amnesty-bíó þriðjudaginn 20. maí kl. 20.00 í Hinu húsinu (Gamla pósthúsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis). Lesa meira

Neyðarástand í Myanmar: Ríkisstjórnir í Asíu hvattar til að þrýsta á stjórnvöld í Myanmar - 19.5.2008

Leiðtogar Asíuríkja hafa verið hvattir til að þrýsta á herstjórnina í Myanmar að grípa til tafarlausra aðgerða til að takast á við skelfingarástandið í landinu, sem sífellt fer versnandi. Lesa meira

Afganistan: Um 100 ónafngreindir einstaklingar dæmdir til dauða - 13.5.2008

Íslandsdeild Amnesty International hvetur alla til að bregðast við vegna skyndiaðgerðabeiðni sem send var út í síðustu viku.

Lesa meira

Rafbyssur: Afstaða Amnesty International - 8.5.2008

Nokkur umræða hefur verið hér á landi að undanförnu vegna hugsanlegra heimilda til handa íslensku lögreglunni til að bera rafbyssur við störf sín. Í ljósi þeirra staðreynda sem fyrir liggja, bæði hættu á misnotkun, fjölda dauðsfalla þar sem rafbyssur koma við sögu og þeirri staðreynd að þær valda miklum sársauka sem getur jafnast á við pyndingar hefur Íslandsdeild Amnesty International lagt áherslu á að íslensk lögregluyfirvöld taki ekki upp rafbyssur hér á landi.

Lesa meira

Skelfilegt ástand í flóttamannabúðum Palestínumanna - 6.5.2008

Yfir 3.000 palestínskir flóttamenn, sem flúið hafa ofbeldið í Írak, búa við skelfilegar aðstæður um þessar mundir. Þeir hafa lítið samband við umheiminn og njóta ekki fullnægjandi mannúðaraðstoðar.

Í mars 2008 hittu fulltrúar frá Amnesty International palestínskt flóttafólk sem er innilokað í al-Tanf búðunum á einskis manns landi á landamærum Írak og Sýrlands.

Lesa meira

Mannréttindabrot í Mið-Afríku: Hundruðum rænt á undanförnum vikum - 25.4.2008

Leiðtogar í Mið-Afríku og SÞ hafa verið hvött til að tryggja lausn yfir 350 manna, kvenna og barna sem talið er að Andstöðuher drottins (the Lord’s Resistance Army) hafi rænt á undanförnum vikum.

Lesa meira

Dauðadómur á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum - 22.4.2008

Í aðdraganda heimsóknar Mahmoud Abbas til Íslands fór Íslandsdeild Amnesty International þess á leit við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Ólaf Ragnar Grímsson forseta að þau ræddu yfirvofandi aftöku hins 23 ára gamla Tha’er Mahmoud Husni Rmailat og færu fram á að Mahmoud Abbas skrifi ekki undir aftökuskipunina. Lesa meira

Mannréttindabrot á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum - 21.4.2008

Íslandsdeild Amnesty International hefur sent samhljóða bréf til forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar og utanríkisráðherra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Í bréfinu er vakin athygli á alvarlegu ástandi mannréttinda á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum og íslenskir ráðamenn hvattir til að taka upp mannréttindamál í viðræðum við Mahmoud Abbas.

Lesa meira

Dauðarefsingar á alþjóðavettvangi 2007 - 15.4.2008

Að minnsta kosti 1.200 einstaklingar voru teknir af lífi árið 2007 og ríkisvaldið tekur marga aðra til viðbótar af lífi með leynd í löndum eins og Kína, Mongólíu og Víetnam.

Lesa meira

Formaður Amnesty International á Íslandi í útvarpsviðtali um starf samtakanna - 14.4.2008

Formaður Amnesty International á Íslandi, Davíð Þór Jónsson, ræddi við Ævar Örn Jósepsson um starf samtakanna í þættinum Endurvinnslunni á Rás 2 13. apríl.

Lesa meira

Heimildamyndin China blue í Amnesty-bíói - 10.4.2008

Heimildamyndin China Blue eftir Micha Peled verður sýnd í Amnesty-bíó þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.00 í Hinu húsinu (Gamla pósthúsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis). Lesa meira

Námskeið fyrir Amnesty-félaga 19. apríl 2008 - 9.4.2008

Laugardaginn 19. apríl heldur Amnesty International námskeið fyrir félaga. Þar verður m.a. fjallað um starfsaðferðir, markmið og uppbyggingu Amnesty International svo og mannréttindaáherslur samtakanna um þessar mundir.

Lesa meira

Aukning í vopnasölu til Afganistan - 7.4.2008

Íslandsdeild Amnesty International vill vekja athygli á mikilli aukningu í vopnasölu til Afganistan á undanförnum árum. Sérstaklega hefur verið aukning í sölu smávopna til landsins á síðust árum.

Lesa meira

Mannréttindabrot í Kína: Hu Jia fangelsaður í þrjú ár - 4.4.2008

Hu Jia, sem berst fyrir mannréttindum í Kína, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir „undirróður gegn ríkisvaldinu“.

Lesa meira
Þjóðarleikvangurinn í Bejiing

Mannréttindi í Kína og Ólympíuleikar í Beijing - 28.3.2008

Nú líður óðum að Ólympíuleikunum í Beijing. Amnesty International er vongott um að viðburðurinn geti haft jákvæð áhrif á mannréttindaástandið í landinu, öllum Kínverjum til hagsbóta. Kínversk stjórnvöld hafa heitið aðgerðum. Nú skiptir máli að þau standi við orð sín.

Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International - 27.3.2008

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn laugardaginn 29.mars 2008 kl.11.00 í Kornhlöðunni við Bankastræti.

Lesa meira

Mannréttindabrot í Tíbet - 26.3.2008

Kínverska lögreglan hefur ráðist inn á heimili í Lhasa í leit að fólki sem tók þátt í nýlegum mótmælum í borginni. Ró virðist ríkja á götum höfuðborgar Tíbet og fáir á ferli. En fréttir berast af ólgu í nálægum héruðum Kína, þar sem mikill fjöldi Tíbeta býr.

Lesa meira

Mannréttindabrot í Kína - 26.3.2008

Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, lýsti mannréttindaástandinu í Kína og mannréttindabrotum í Tíbet í viðtali í Samfélaginu í nærmynd miðvikudaginn 26. mars 2008. Lesa meira

Blóðbað og örvænting í Írak - 18.3.2008

Fimm árum eftir innrásina í Írak, undir forystu Bandaríkjanna, er landið enn í upplausn. Mannréttindaástandið er skelfilegt, refsileysi viðgengst, efnahagur er í molum og flóttamannavandinn eykst sífellt. Lesa meira

Umsögn Amnesty International á Íslandi - 18.3.2008

Íslandsdeild Amnesty International barst ekki beiðni frá Alþingi um gerð umsagnar við ofangreint frumvarp. Amnesty International eru alþjóðleg samtök fólks sem berst fyrir vernd og framgangi mannréttinda. Lesa meira

Ríkisstjórnir verða að grípa til aðgerða til að hindra ofbeldi gegn stúlkum í skólum - 13.3.2008

Amnesty International krefur ríkisstjórnir og skólayfirvöld um allan heim um að grípa til áhrifaríkra aðgerða til að enda ofbeldi gegn stúlkum, þá sérstaklega innan veggja kennslustofunnar. Lesa meira

Amnesty-bíó - 5.3.2008

Tvær áhugaverðar heimildamyndir í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna verða sýndar í Amnesty-bíó 11. mars kl 20.00 Lesa meira

Börn og óbreyttir borgarar drepin á Gasa - 4.3.2008

Yfir hundrað Palestínumenn hafa látist í loftárásum og stórskotaliðsárásum Ísraelshers á Gasa svæðinu síðustu daga, þar á meðal tugir barna og aðrir óbreyttir borgarar. Lesa meira

Frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla - 4.3.2008

Íslandsdeild Amnesty International hefur borist til umsagnar eftirfarandi frumvörp sem öll lúta að skólastarfi á Íslandi.

Lesa meira

Þingsályktun vegna mannréttindabrota við Guantanamo - 4.3.2008

Íslandsdeild Amnesty International fagnar framkominni þingsályktun um að fordæma mannréttindabrot og hvetja bandarísk yfirvöld til að loka fangabúðunum í Guantanamo.

Lesa meira

Maathai

Kenýa: Wangari Maathai hótað lífláti - 27.2.2008

Mannréttindafrömuðurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Wangari Maathai fékk þrjár líflátshótanir þann 19. febrúar síðastliðinn í gegnum smáskilaboð. Lesa meira

Entre muros e Favelas í Amnesty-bíó þriðjudaginn 19. febrúar kl 20.00 - 15.2.2008

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir kvikmyndasýningu næstkomandi þriðjudagskvöld, 19. febrúar, kl. 20.00 í Hinu húsinu við Austurstræti.

Lesa meira

Kenýa: hótanir og mannréttindabrot gegn stjórnarandstöðunni - 13.2.2008

Mannréttindabaráttufólk og lýðræðisaktívistar hafa fengið margar nafnlausar hótanir, þar á meðal líflátshótanir, á síðastliðnum mánuði. Lesa meira

Kólumbía: mannréttindabrot á verkalýðsfrömuðum - 28.1.2008

Verkalýðsfrömuðir hafa ítrekað orðið fórnarlömb mannréttindabrota í Kólumbíu, þar sem í áraraðir hafa geisað innanlandsátök. Lesa meira

Mannréttindabrot í Íran - 23.1.2008

Mahmoud Salehi hefur lengi mátt þola ofsóknir íranskra yfirvalda og verið fangelsaður nokkrum sinnum vegna lögmætra og friðsamlegra aðgerða sem verkalýðsfrömuður og baráttumaður fyrir mannréttindum. Lesa meira