Fréttir

Fyrirsagnalisti

Frá bréfamaraþoninu í Reykjavík

Glæsilegur árangur á bréfamaraþoni Amnesty International - 18.12.2009

Árlegt bréfamaraþon Amnesty International var haldið í sjötta sinn um land allt dagana 12. til 15. desember síðastliðinn. Skemmst er frá að segja að bréfamaraþonið var mjög vel sótt og heppnaðist vonum framar. Lesa meira

Dagskrá í tilefni alþjóðlega mannréttindadagsins 10. desember kl. 20.00 - 9.12.2009

Í tilefni hins alþjóðlega mannréttindadags 10. desember og 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi efna Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands til sameiginlegrar dagskrár í Amnesty-salnum, Þingholtsstræti 27, 3. hæð, kl. 20:00.

Lesa meira

Tryggjum kennslu í mannréttindum á öllum skólastigum - 8.12.2009

Í ljósi yfirstandandi námskrárvinnu hvetur Íslandsdeild Amnesty International stjórnvöld til að tryggja kennslu í mannréttindum á öllum skólastigum.

Lesa meira

Mannréttindabrot gegn ungu baráttufólki fyrir mannréttindum í Hvíta-Rússlandi - 7.12.2009

Ungt baráttufólk fyrir mannréttindum í Hvíta-Rússlandi sem dæmt var til „takmarkaðs frelsis“ fyrir að taka þátt í friðsamlegum mótmælum hefur sagt Amnesty International frá því hvernig stjórnvöld í landinu beittu sér gegn því og lögreglan reyndi að stjórna næstum öllu þeirra daglega lífi. Lesa meira

Amnesty samkoma í Egilsstaðakirkju 10. desember - 7.12.2009

Amnesty samkoma verður haldin í Egilsstaðakirkju á alþjóðlega mannréttindadaginn, þann 10. desember næstkomandi og hefst hún kl. 19:30.

Lesa meira

Attu_ord_aflogu_med_penna

Áttu orð aflögu? - 4.12.2009

Taktu þátt í alþjóðlegu bréfamaraþoni Amnesty International og skrifaðu undir kort í þágu þolenda mannréttindabrota á aðventunni. Tilbúin bréf til stjórnvalda á staðnum.

Lesa meira

Aðgerðir Amnesty International í þágu einstaklinga - 30.11.2009

Allt frá stofnun Amnesty International fyrir tæpum 50 árum hafa samtökin barist fyrir einstaklinga sem sæta mannréttindabrotum. Lesa meira

KvikYndi sýnir The End of Poverty? - think again - 13.11.2009

Nú hefur Kvikmyndaklúbbur Akureyrar - KvikYndi tekið upp samstarf við Amnesty International um sýningar á myndum sem varða mannréttindi.

Lesa meira
Jólakortið 2009 - Málverk af málverki eftir Húbert Nóa

Jólakortapökkun laugardaginn 14. nóvember - taktu þátt - 12.11.2009

Íslandsdeild Amnesty International verður með jólakortapökkun laugardaginn 14. nóvember, frá kl. 14-17. Félagar og aðrir eru hvattir til að kíkja við smástund, hjálpa til við pökkun, nálgast jólakort 2009 eða úrval jólakorta fyrri ára.

Lesa meira

Amnesty-bíó fimmtudaginn 12. nóvember - 10.11.2009

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 12. nóvember, sýnir Íslandsdeild Amnesty International myndina The Yes Men í húsakynnum deildarinnar að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð og hefst klukkan 19:00. Lesa meira

Gríptu til aðgerða: takmarkaður aðgangur Palestínumanna að vatni - 9.11.2009

Ísraelar meina Palestínumönnum um það vatn sem þeir þurfa. Lesa meira

Ísrael takmarkar mjög aðgang Palestínumanna að vatni - 9.11.2009

Amnesty International ásakar Ísraela um að neita Palestínumönnum um rétt þeirra til viðunandi vatns með því að halda algjörum yfirráðum yfir vatnsbirgðum sem ætlaðar eru bæði Ísraelum og Palestínumönnum og sýna mismunun í útdeilingu vatns.

Lesa meira

Jólakort Amnesty International komið út ! - 6.11.2009

Íslandsdeildin hefur ætíð leitast við að fá verk íslenskra listamanna til að prýða kortin. Jólakort 2009 er eftir Húbert Nóa Jóhannesson og heitir Málverk af málverki.

Lesa meira

Amnesty International hvetur dómsmála- og mannréttindaráðherra til að leyfa ekki notkun rafbyssa - 4.11.2009

Íslandsdeild Amnesty International hefur sent meðfylgjandi bréf til Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra. Í bréfinu er ráðherra hvattur til að til að heimila ekki notkun rafbyssa eða annarra rafstuðstækja á Íslandi. Lesa meira

Amnesty IMPACT 2009 - 22.10.2009

Amnesty International efnir til stórrar ráðstefnu um mannréttindi í Kaupmannahöfn þann 28. nóvember.

Lesa meira

End_of_Poverty_umslag

Amnesty-bíó: The End of Poverty? Think again - 13.10.2009

Einn liður í aðgerðaviku Íslandsdeildar Amnesty International sem stendur frá 12. til 17. október er sýning myndarinnar; The End of Poverty? Think again. Lesa meira

Leysum fjötra fátæktar - 12.10.2009

Fátækt er eins og fangelsi sem hinir áhrifamiklu skapa hinum áhrifalausu. Milljónir eru fangar hennar vegna óréttlætis, mismununar og ójafnræðis. Lesa meira

Þvingaðir brottflutningar - aðgerð í Smáralind laugardaginn 10. október kl. 13-16 - 8.10.2009

Laugardaginn 10. október stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir táknrænni aðgerð Í Smáralind til stuðnings fólki sem sætir þvinguðum brottflutningi víða í Afríku. Lesa meira
Hús undirskriftanna sem verður hluti af aðgerð í Smáralind 10. október

Langar þig til að taka þátt í aðgerð? - 5.10.2009

Laugardaginn 10.október næstkomandi stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir táknrænni aðgerð í Smáralind til stuðnings fólki sem sætir þvinguðum brottflutningi víða í Afríku. Ljósmyndir verða til sýnis, aðgerðakortum dreift, boðið upp á heimsókn í hreysi og heitt afrískt te, og undirskriftum safnað á „hús undirskriftanna“. Lesa meira
Í kjölfar þvingaðra brottflutninga í Tsjad - húsnæði íbúa eyðilagt

Þvingaður brottflutningur fólks í Afríku - 5.10.2009

Hundruð þúsunda Afríkubúa um alla álfuna missa húsnæði sitt á hverju ári þegar yfirvöld þvinga þá úr húsum sínum. Lesa meira

Íslensk stjórnvöld nýta ekki tækifæri til forystu í mannréttindamálum - 25.9.2009

Mannréttindasamtök fögnuðu þann 25. september undirskrift fjölmargra ríkja við valfrjálsa bókun, alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Lesa meira

Ísland standi vörð um mannréttindi: bréf til utanríkisráðherra vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna - 23.9.2009

Íslandsdeild Amnesty International vill vekja athygli á 64. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur fram til desemberloka. Amnesty International hvetur íslensk stjórnvöld til að stuðla í hvívetna að framgangi mannréttinda á þinginu Lesa meira

Síerra Leóne: Útbreiddur mæðradauði er mannréttindaneyð - 23.9.2009

Amnesty International birti þann 22. september skýrslu um mæðraheilsu í Sierra Leone sem ber heitið: Out of Reach: The Cost of Maternal Health in Sierra Leone. Lesa meira

Japan: geðsjúkir teknir af lífi - 14.9.2009

Stjórnvöld í Japan halda áfram að taka geðsjúka fanga af lífi, samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International.

Lesa meira

Áskoranir, samvinna og árangur - 9.9.2009

Íslandsdeild Amnesty International efnir til kynningarfundar laugardaginn 12. september kl. 14.00 í húsnæði deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3.hæð. Lesa meira

Íslensk stjórnvöld hvött til að skrifa undir valfrjálsa bókun við alþjóðasamning - 9.9.2009

Íslandsdeild Amnesty International hvetur ríkisstjórnina til að tryggja að Ísland undirriti valfrjálsa bókun við alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Lesa meira
Lubna Hussein

Súdönsk kona fyrir rétti fyrir að ganga í buxum - 7.9.2009

Súdanska blaðakonan Lubna Hussein er fyrir rétti í Khartoum í Súdan fyrir að ganga í buxum. Lesa meira

Hvar eru þau? - alþjóðadagur horfinna 2009 - 31.8.2009

Rosendo Radilla var 60 ára þegar hann var látinn hverfa. Það gerðist í ágúst 1974. Radilla var sósíalisti og baráttumaður fyrir félagslegu réttlæti og fyrrum borgarstjóri í Atoyac í Guerrero-ríki í Mexíkó. Lesa meira

Mannréttindi á menningarnótt! - 19.8.2009

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir „opnu húsi“, næstkomandi laugardag á menningarnótt, frá 14:00 til 17:00, á skrifstofu deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3. hæð.

Lesa meira
Barn af Roma uppruna að leik í Ungverjalandi

Styðjum efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi ! - 12.8.2009

Alþjóðasamningarnir um pólitísk og borgaraleg réttindi og efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi voru báðir samþykktir árið 1966 á vettvangi SÞ, en valfrjáls viðauki fylgdi fyrrnefndum samningi sama ár. Lesa meira

Hlauptu í þágu mannréttinda ! - 12.8.2009

Við hvetjum alla þá sem ætla að hlaupa að styðja við starf Amnesty International í þágu mannréttinda. Lesa meira

Opnið flóttamannabúðirnar á Sri Lanka ! - 12.8.2009

Hundruð þúsunda sem flúðu nýlegt stríð á norðaustanverðu Sri Lanka og búa nú í flóttamannabúðum njóta ekki grundvallarmannréttinda eins og ferðafrelsis.

Lesa meira

Aung San Suu Kyi

Daw Aung San Suu Kyi útnefnd samviskusendiherra Amnesty International - 29.7.2009

Daw Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Mjanmar, var útnefnd samviskusendiherra Amnesty International þann 27. júlí síðastliðinn. Lesa meira

Fyrirtæki virði mannréttindi - Shell geri hreint fyrir sínum dyrum - 1.7.2009

Sú tíð er liðin að ríki séu allsráðandi á alþjóðavettvangi. Hnattvæðingin hefur að miklu leyti fært valdið frá ríkjum til alþjóðastofnana og stórfyrirtækja sem að stórum hluta stýra hagkerfi veraldar. Lesa meira

Mannréttindi og ESB - 30.6.2009

Íslandsdeild Amnesty International barst nýlega beiðni um umsögn við þingsályktunartillögur er varða aðild Íslands að Evrópusambandinu, 38.mál, aðildarumsókn að Evrópusambandinu, og 54. mál, undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Lesa meira

Íslandsdeild Amnesty International hvetur utanríkisráðherra til að styðja gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings - 30.6.2009

Nýlega sendi Íslandsdeild Amnesty International utanríkisráðherra Íslands bréf, þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að styðja áfram gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings á vettvangi SÞ. Lesa meira
Frá fjöldamótmælum í Íran

Íran: hættið að nota Basij-sveitirnar - 25.6.2009

Amnesty International hvetur stjórnvöld í Íran þegar í stað til að hætta að nota Basij-sveitirnar, sem tengdar eru stjórnvöldum, til að hafa eftirlit með mótmælum í landinu. Lesa meira
Mótmælendur á götum Teheran að loknum forsetakosningum í júní 2009

Ofbeldi gegn mótmælendum í Íran - 18.6.2009

Þúsundir mótmælenda sættu ofbeldi þegar þeir gengu um götur í Íran að loknum forsetakosningum, sem haldnar voru í landinu þann 12. júní síðastliðinn. Lesa meira

Tvær milljónir manna lifa við mannréttindaneyð í fátækrahverfum Nairobi - 16.6.2009

Í nýrri skýrslu Amnesty International er greint frá neyð og stórfelldum mannréttindabrotum í óformlegum byggðum Nairobi. Lesa meira

Mannréttindasprengja tifar að baki efnahagskreppunni - 28.5.2009

Heimurinn situr á félagslegri, pólitískri og efnahagslegri tímasprengju sem sækir orku sína til vaxandi mannréttindakreppu. Þetta er meðal þess sem kemur fram i ársskýrslu Amnesty International 2009. Lesa meira

Amnesty-bíó - 15.5.2009

Myndin verður sýnd mánudaginn 18.maí í húsnæði Íslandsdeildar, Þingholtsstræti 27, þriðju hæð. Sýningin hefst klukkan klukkan 20. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Lesa meira
Fólk á flótta undan átökunum í Pakistan

Átök í Pakistan: 65.000 manns á flótta - 11.5.2009

Að minnsta kosti 65.000 manns hafa neyðst til að flýja átökin milli pakistanskra Talibana og stjórnarhersins í Neðri-Dir í norðvestanverðu Pakistan. Þetta fólk þarfnast aðstoðar.

Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International - 30.4.2009

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn laugardaginn 09. maí 2009 kl.14.00 í húsnæði deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3 hæð.

Lesa meira

Misvísandi skilaboð Obama á fyrstu hundrað dögunum í forsetaembætti - 29.4.2009

Amnesty International lýsti því yfir í dag að stefna Barack Obama Bandaríkjaforseta í hinu svokallaða, stríði gegn hryðjuverkum á fyrstu 100 dögunum í embætti, einkennist fremur af loforðum um breytingar en raunverulegum aðgerðum.

Lesa meira

Nýjar upplýsingar um aðild Bandaríkjanna að pyndingum sýna enn frekar þörfina á óháðri rannsókn - 28.4.2009

Condoleezza Rice samþykkti notkun vatnspyndinga árið 2002 samkvæmt upplýsingum sem Leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings birti nýverið. Þar kemur fram að hún gaf munnlegt samþykki sitt fyrir notkun leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) á þessari og öðrum harkalegri yfirheyrsluaðferðum til að yfirheyra Abu Zubaydah, sem grunaður var um aðild að al-Qaida.

Lesa meira

Hægriöfgamenn mótmæla gegn Róma-fólki í Přerov í Tékklandi

Róma-fólk í Evrópu sætir enn gríðarlegri mismunun - 16.4.2009

Róma-fólk (stundum kallað sígaunar) sætir gríðarlegri mismunun víða í Evrópu varðandi húsnæði, vinnu, heilsugæslu og menntun. Það er oft neytt til að yfirgefa hús sín og má þola rasisma og lögregluofbeldi.

Lesa meira
Abou Bakari Tandia á spítala í desember 2004. Tandia, sem var frá Mali, lést eftir að hafa misst meðvitund í varðhaldi.

Lögregluofbeldi líðst óáreitt í Frakklandi - 3.4.2009

Franska lögreglan er iðulega sökuð um alvarleg mannréttindabrot, oft gegn minnihlutahópum, en er sjaldan dregin til ábyrgðar fyrir þau brot, segir í nýrri skýrslu Amnesty International. Lesa meira

Bréf Íslandsdeildar til dómsmálaráðherra vegna hælisleitenda - 2.4.2009

Í fjórtándu grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Rétt skal mönnum vera að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum.“ Réttur flóttamanna er tryggður í fjölmörgum alþjóðasamningum og er þeirra mikilvægastur flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1951. Lesa meira

Umsögn Íslandsdeildar Amnesty International um frumvarp um friðlýsingu fyrir kjarnorkuvopnum - 31.3.2009

Mannréttindasamtökin Amnesty International tóku á heimsþingi samtakanna árið 2003 ákvörðun um að andmæla notkun, vörslu, framleiðslu og flutningi á kjarnavopnum.

Lesa meira

Hvítrússneskur ofursti lýsir áhrifum dauðarefsingarinnar - 31.3.2009

Oleg Alkaev var yfirmaður aftökusveitar í fangelsi í Hvíta-Rússlandi frá 1996 til 2001. Í myndbandinu lýsir hann hræðilegum áhrifum dauðarefsingarinnar á fjölskyldu fangans. Lesa meira
Frá aftöku í Íran

Aftökur: a.m.k. 2.390 teknir af lífi 2008 - 24.3.2009

Fleiri voru teknir af lífi í Asíu en í nokkurri annarri heimsálfu árið 2008. Kína tók fleiri af lífi en öll önnur lönd til samans. Einungis eitt land í Evrópu beitir dauðarefsingunni: Hvíta-Rússland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International um notkun dauðarefsingarinnar um víða veröld árið 2008.

Lesa meira
Benedikt XVI og leiðtogar kaþólsku kirkjunnar í Kamerún

Heimsókn páfans til Kamerún vekur spurningar um mannréttindi homma og lesbía - 20.3.2009

Benedikt XVI er nú staddur í Afríku í sinni fyrstu heimsókn þangað. Meðal annars heimsækir hann Kamerún, þar sem kynlíf samkynhneigðra er refsivert athæfi.

Lesa meira
Dalai Lama kemur til Indlands í kjölfar uppreisnar Tíbeta í mars 1959

Ólga í Tíbet: mannréttindabrotum fjölgar - 13.3.2009

Þann 10. mars 2009 voru 50 ár liðin frá misheppnaðri uppreisn Tíbeta 1959, sem leiddi til þess að Dalai Lama, leiðtogi Tíbeta, flúði til Indlands. Á síðasta ári minntust Tíbetar uppreisnarinnar með fjölmörgum mótmælum í Tíbet og nærliggjandi héruðum.

Lesa meira

Amnesty-bíó í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna - 10.3.2009

Í tengslum við alþjóðlegan baráttudag kvenna efnir Íslandsdeild Amnesty International til sýningar á kvikmyndinni, Elas da Favela eða Women of the Favela, en hún segir sögu sex kvenna sem búa við sára fátækt í Brasilíu og upplifun þeirra af „stóraðgerðum“ lögreglunnar í júlí 2007 Lesa meira

Áskorun til íslenskra stjórnvalda - 9.3.2009

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hinn áttunda mars síðastliðin, hefur Íslandsdeild Amnesty International sent samhljóða bréf til Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðaherra, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, félags-og tryggingarmálaráðherra og Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, þar sem farið er fram á að Ísland fullgildi samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali (Council of Europe on Action against Trafficking in Human Beings).
Lesa meira

Undirskriftasöfnun í tilefni alþjóðadags kvenna: verndum afganskar baráttukonur! - 6.3.2009

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir undirskriftarsöfnun á heimasíðu samtakanna http://www.amnesty.is/undirskriftir til stuðnings konum og stúlkum í Afganistan. Lesa meira
Horia Mosadiq berst fyrir mannréttindum kvenna í Afganistan

Styðjum konur í Afganistan - 6.3.2009

Í kjölfar innrásar fjölþjóðlegs herliðs, undir stjórn Bandaríkjanna, í Afganistan árið 2001 til að koma stjórn Talíbana frá völdum, veittu yfirvöld í Afganistan loforð um að vernda mannréttindi kvenna og tryggja jafnrétti kynjanna. Frá þeim tíma hafa átta ár runnið sitt skeið og aðstæður afganskra kvenna eru enn dapurlegar.

Lesa meira
Flóttafólk í Darfúr sækir vatn

Súdan: 2.2. milljónir í hættu í kjölfar ákvörðunar súdanskra yfirvalda um að reka mannúðarsamtök frá landinu - 6.3.2009

Amnesty International varar við því að 2.2. milljónir manna séu mikilli hættu á sjúkdómum og hungri í kjölfar ákvörðunar súdanskra yfirvalda um að reka meira en 10 mannúðarsamtök frá landinu.

Lesa meira
Konur mótmæla í New York árið 1913

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars - 5.3.2009

Allt frá upphafi tuttugustu aldar hefur sérstakur baráttudagur kvenna verið haldinn hátíðlegur víða um heim, en árið 1975 lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að 8. mars skyldi vera Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.

Lesa meira
Úr flóttamannabúðum fyrir íbúa Darfúr

Súdan: alþjóðasamfélagið bregst íbúum Darfúr - 19.2.2009

Réttlætis- og jafnræðishreyfingin (The Justice and Equality Movement) og súdanska ríkisstjórnin eru sögð hafa komist að samkomulagi þann 16. febrúar sem ryður brautina fyrir friðarviðræðum um Darfúr.

Lesa meira

Innflutningsboð Íslandsdeildarinnar - 19.2.2009

Í tilefni af flutningi skrifstofu deildarinnar í nýtt húsnæði að Þingholtstræti 27, 3 hæð bjóðum við félaga og aðra velunnara Amnesty International velkomna í heimsókn á milli 17 og 19, föstudaginn 20.febrúar.

Lesa meira

Sri Lanka: koma verður á tafarlausu vopnahléi - 10.2.2009

Átökin á Sri Lanka halda áfram. Aðstæður almennings á átakasvæðunum fara versnandi. Æ fleiri raddir krefjast þess nú að ríkisstjórn Sri Lanka og Tamílsku tígrarnir semji um vopnahlé.

Lesa meira

Þrýstingur félaga í skyndiaðgerðaneti Amnesty ber árangur: tölur frá 2008 - 5.2.2009

Skyndiaðgerðabeiðnum Amnesty International fjölgaði um nítján á milli áranna 2007 og 2008 en alls voru 350 beiðnir til varnar fórnarlömbum mannréttindabrota gefnar út af Amnesty International. Lesa meira
Sergei Markelov

Rússneska sambandsríkið: mannréttindalögfræðingur myrtur - 20.1.2009

Amnesty International fordæmir morðið á lögfræðingnum Stanislav Markelov. Hann var skotinn til bana í miðborg Moskvu þegar hann bjó sig undir að áfrýja reynslulausn fyrrum rússnesks ofursta sem dæmdur var fyrir morðið á tsjetsjenskri stúlku. Lesa meira
Taílenskir hermenn við eftirlit í suðurhluta landsins

Taílenskar öryggissveitir beita pyndingum kerfisbundið gegn uppreisnarmönnum í suðurhluta landsins - 16.1.2009

Öryggissveitir í suðurhluta Taílands beita kerfisbundið pyndingum og annarri illri meðferð, samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International.

Lesa meira

Gasa: öryggisráð SÞ verður að beita sér enn frekar - 15.1.2009

Ekki sér fyrir endann á hörmungunum á Gasa þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt nær einróma ályktun 1860 þann 9.janúar síðastliðinn, um tafarlaust og varanlegt vopnahlé stríðandi fylkinga. Um 1.5 milljón óbreyttra borgara eru innilokaðir á Gasa-svæðinu þar sem þeir eru berskjaldaðir gegn mannfalli og eignaspjöllum. Lesa meira
Jarðarför Palestínumanns er lést í árás Ísraela á Gasa

Tryggja þarf að þeir sem framið hafa glæpi í átökunum á Gasa sæti ábyrgð - 14.1.2009

Amnesty International hefur skrifað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hvatt til þess að þeir sem gerst hafa sekir um glæpi í átökunum á Gasa verði látnir sæta ábyrgð og að eftirlitsfólk með mannréttindum verði sent á svæðið. Bréfið var sent í kjölfar ályktunar ráðsins, sem það samþykkti nær einróma, þar sem hvatt er til tafarlauss og varanlegs vopnahlés á Gasa.

Lesa meira
Við innganginn í Camp Delta fangabúðirnar í Gvantanamó

Sjö ár frá stofnun Gvantanamó fangabúðanna - 9.1.2009

Hið alþjóðlega mannréttindakerfi hefur beðið mikinn hnekki allt frá því að Bandaríkjastjórn hóf hið svokallaða „stríð gegn hryðjuverkum“ fyrir sjö árum síðan. Fangabúðirnar við Gvantanamó flóa á Kúbu eru skýr vitnisburður í þá veru þar sem grundvallarmannréttindum hefur verið fórnað í þeim yfirlýsta tilgangi að stuðla að öryggi bandarískra borgara.

Lesa meira
Palestínumaður sem særðist í loftárás Ísraela á Gasa

Amnesty International hvetur til tafarlauss vopnahlés á Gasa - 7.1.2009

Amnesty International hvetur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að krefjast þess að Ísrael, Hamas og vopnaðir palestínskir hópar komi tafarlaust á vopnahléi á Gasa og heimili brýna mannúðaraðstoð til íbúa svæðisins. Lesa meira