Fréttir: 2010

Fyrirsagnalisti

Gleðileg jól og farsælt komandi ár! - 23.12.2010

Hugheilar jóla- og áramótakveðjur frá Amnesty International á Íslandi. Stöndum saman vörð um mannréttindi árið 2011.

Lesa meira
Bréfamaraþon 2010

Bréfamaraþon 2010 – taktu þátt! - 9.12.2010

Bréfamaraþon Amnesty International er haldið um allan heim kringum alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember.

Lesa meira

Íran: Amnesty International fordæmir aftöku - 2.12.2010

Amnesty International fordæmir aftöku Shahla Jahed, sem fram fór í Teheran í morgun. Samtökin gagnrýna írönsk yfirvöld harðlega fyrir að taka hana af lífi.

Lesa meira

Bréfamaraþon Amnesty International - 1.12.2010

Taktu þátt í alþjóðlegu bréfamaraþoni Amnesty International og skrifaðu undir kort í þágu þolenda mannréttindabrota á aðventunni. Tilbúin bréf til stjórnvalda á staðnum.

Lesa meira
Aung San Suu Kyi  fyrir utan heimili sitt

Mjanmar: leysið alla samviskufanga úr haldi! - 15.11.2010

Amnesty International fagnar því að Aung San Suu Kyi hafi verið leyst úr haldi, en hvetur um leið stjórnvöld í Mjanmar til að leysa alla samviskufanga í landinu tafarlaust úr haldi.

Lesa meira

Jólakort Amnesty International komið út ! - 15.11.2010

Íslandsdeildin hefur ætíð leitast við að fá verk íslenskra listamanna til að prýða kortin. Jólakort 2010 er eftir meistara Ásgrím Jónsson og heitir Vetur. Börn að leik.

Lesa meira

Áttu orð aflögu - 1.11.2010

Hið árlega bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International fer fram dagana 4. til 14. desember. Þetta er í sjöunda sinn sem bréfamaraþonið er haldið á Íslandi en í fyrra sendum við rúmlega 4000 bréf og kort til stuðnings þolenda mannréttindabrota um heim allan. Lesa meira

Bandaríkin verða að rannsaka ásakanir um misþyrmingar á föngum sem birtast í Wikileaks skjölunum - 26.10.2010

 

Amnesty International hvetur bandarísk stjórnvöld til að rannsaka hvað starfsmenn bandarískra yfirvalda vissu um pyndingar og aðra illa meðferð á fólki í varðhaldsvist íraskra öryggisyfirvalda, eftir að ný gögn birtust í skjölum sem Wikileaks samtökin birtu þann 22. október.

Lesa meira

Róma-aðgerð í Smáralind gekk vonum framar - 13.10.2010

Íslandsdeild Amnesty International stóð fyrir viðburði í Smáralind síðastliðinn laugardag til stuðnings Róma-börnum í Slóvakíu. Lesa meira
Liu Xiaobo

Friðarverðlaun Nóbels: kastljósi beint að mannréttindabrotum í Kína - 8.10.2010

Amnesty International hvetur kínversk stjórnvöld til að leysa alla samviskufanga í landinu úr haldi, þeirra á meðal baráttumanninn Liu Xiaobo sem nýverið fékk friðarverðlaun Nóbels.

Lesa meira
Lykill að framtíð þeirra

Afhentu Róma-börnum lykil að framtíð þeirra - 7.10.2010

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir viðburði í Dropanum í Smáralind, laugardaginn 9. október frá klukkan 13:00 til 17:00 til stuðnings Róma-börnum í Slóvakíu.

Lesa meira
Anna Politkovskaja

Ekkert réttlæti: Morðingi Önnu Politkovskaju gengur enn laus fjórum árum síðar - 7.10.2010

Þann 7. október 2006 var Anna Politkovskaja myrt. Hún starfaði sem blaðamaður og hafði skrifað um mannréttindabrot í Tétsníu fyrir rússneska dagblaðið Novaya Gazeta frá 1999. Lesa meira
MDG

Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um þúsaldarmarkmiðin um þróun: Þjóðarleiðtogar bregðast skyldu sinni að verja réttindi þeirra sem búa við sára fátækt. - 29.9.2010

Fjöldi dæma sýnir að milljónir manna um heim allan rúmast ekki í áætlunum um þúsaldarmarkmiðin um þróun vegna þess að mismunun og önnur mannréttindabrot útiloka aðgang þeirra að grunnþjónustu. Lesa meira

Myndir frá mótmælum við Alþingi - 20.9.2010

Íslandsdeild Amnesty International stóð fyrir mótmælum við Alþingi þegar forseti Slóvakíu heimsótti þingið. Lesa meira
Róma börn

Mótmæli við Alþingi vegna heimsóknar forseta Slóvakíu - 19.9.2010

Forseti Slóvakíu, Ivan Gašparovič, mun heimsækja Alþingi og funda með þingmönnum mánudagsmorguninn 20. september. Af því tilefni efnir Íslandsdeild Amnesty International til mótmæla mánudaginn 20. september klukkan 9:10, fyrir framan Alþingi, vegna mannréttindabrota gegn Róma-börnum í Slóvakíu.

Lesa meira

Forseti Slóvakíu í heimsókn á Íslandi - íslensk stjórnvöld hvött til að mótmæla mannréttindabrotum gegn Róma-börnum í Slóvakíu - 18.9.2010

Íslandsdeild Amnesty International hefur sent forsætisráðherra, utanríkisráðherra, forseta Íslands og alþingismönnum bréf þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að vekja athygli forseta Slóvakíu á mannréttindabrotum gegn Róma-börnum í Slóvakíu Lesa meira

Íslandsdeild Amnesty International hvetur forsætisráðherra til að undirrita og fullgilda valfrjálsa bókun við alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi - 15.9.2010

Virðing fyrir efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum og vernd þeirra hefur aldrei verið eins brýn og nú. Íslandsdeild Amnesty International vill því ítreka fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda að skrifa undir og fullgilda valfrjálsa bókun við alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Lesa meira

Bindið enda á einangrun og aðskilnað Róma-barna í skólum í Slóvakíu - 7.9.2010

Þúsundir Róma-barna, vítt og breitt um Slóvakíu, njóta ófullnægjandi menntunar. Ástæðan er útbreidd mismunun í garð Róma-fólks og skólakerfi sem síendurtekið bregst þeim.

Lesa meira
Úr dómsal í Rúanda

Lög í Rúanda notuð til bæla niður gagnrýni á stjórnvöld - 6.9.2010

Ný ríkisstjórn Rúanda verður nú þegar að endurskoða lög sem notuð eru til að bæla niður pólitískt andóf og brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International sem kom nýlega út.

Lesa meira
Frá menningarnótt 2009

MANNRÉTTINDI Á MENNINGARNÓTT ! - 16.8.2010

Vöfflur, kaffi, kakó, tónlist og mannréttindabarátta!

Lesa meira

Yfirvöld í Georgíu verða að tryggja framtíð flóttafólks - 12.8.2010

Yfirvöld í Georgíu verða að tryggja að fólk, sem hraktist á flótta í átökunum á tíunda áratug síðustu aldar og í stríðinu við Rússland í ágúst 2008, fái meira en þá algeru lágmarksaðstoð sem það fær núna.

Lesa meira
Amnesty_HM2010_Vefbordi_Nyabate

Keníska baráttukonan Wilter Nyabate fjallar um mannréttindabaráttu sína - 19.6.2010

Þann 21. júní næstkomandi heimsækir keníska baráttukonan Wilter Nyabate Ísland. Wilter Nyabate heldur fyrirlestur í Norræna húsinu, mánudaginn 21. júní klukkan 17:00, þar sem hún mun fjalla um mannréttindabaráttu sína í Kíbera í Naíróbí.

Lesa meira

Bréf til utanríkisráðherra vegna þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna - 14.6.2010

Íslandsdeild Amnesty International hefur sent utanríkisráðherra bréf vegna þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Vináttuleikur í knattspyrnu til stuðnings Stand Up United - 8.6.2010

Sýndu Stand Up United samstöðu með því að mæta á vináttuleik í knattspyrnu, sunnudaginn 13. júní klukkan 16:00 á gervigrasvellinum í Laugardal. Allir eru velkomnir. Ókeypis er á leikinn.

Boðið verður upp heilmikla skemmtun: DJ Maísól þeytir skífum, Ari Eldjárn og Saga Garðarsdóttir verða með uppistand í leikhlé, og blöðrum dreift fyrir yngri kynslóðina.

Kjörís styrkir málefnið með því að bjóða upp á íspinna.

Lesa meira

Israelskir_hermenn_um_bord_i_hjalparskipi

Ísraelsk yfirvöld hvött til að koma á laggirnar alþjóðlegri rannsóknarnefnd - 1.6.2010

Framkvæmdastjóri Amnesty International hvetur til að komið verði á laggirnar alþjóðlegri rannsóknarnefnd til að rannsaka dauðsföll í árás Ísraelsmanna á hjálparskip á alþjóðlegu hafsvæði undan Gasa.

Lesa meira
Hælisleitendur í Grikklandi

Skortur á réttlæti - 27.5.2010

Ársskýrsla Amnesty International 2010 greinir frá mannréttindabrotum í 159 ríkjum. Í henni kemur fram að áhrifamiklar ríkisstjórnir telja sig ekki skuldbundnar til að framfylgja alþjóðlegum mannréttindalögum. Lesa meira

Amnesty International hvetur stjórnvöld til að styðja við gerð vopnaviðskiptasáttmála - 25.5.2010

Íslandsdeild Amnesty International hefur sent bréf til sendiherra Bandaríkjanna, Kína, Frakklands, Rússlands og Bretlands.

Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International - 19.5.2010

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn laugardaginn 29. maí 2010 kl.14.00 í húsnæði deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3 hæð.

Lesa meira

Konur berjast fyrir húsnæðisréttindum í Sjanghæ

Mannréttindabrot í tengslum við Heimssýninguna 2010 - 7.5.2010

„Betri borg – betra líf“ er þema Heimssýningarinnar 2010 (Expo 2010), sem hófst í Sjanghæ þann 1. maí. En slagorðið er merkingarlaust fyrir yfir 18.000 fjölskyldur sem sættu þvinguðum brottflutningi af heimilum sínum til að byggja sýningarsvæðið.

Lesa meira
Mótmæli gegn samkynhneigðum

Dómari stöðvar Gleðigönguna í Litháen - 5.5.2010

Samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transgender í Eystrasaltslöndunum mæta miklu andstreymi í aðdraganda árlegrar Gleðigöngu (Gay Pride), sem fyrirhugað var að halda í fyrsta sinn í Vilníus, höfuðborg Litháen, þann 8. maí næstkomandi. Lesa meira
Kuchus

Amnesty-bíó: Baráttan fyrir réttindum samkynhneigðra í Úganda - 4.5.2010

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 6. maí 2010, sýnir Íslandsdeild Amnesty International mynd Mathildu Piehl, The Kuchus of Uganda, í húsakynnum deildarinnar að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð og hefst sýningin klukkan 20:00.

Lesa meira
Frá mótmælum gegn Gleðigöngum

Leggðu Gleðigöngunni í Litháen lið! - 16.4.2010

Samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transgender í Eystrasaltslöndunum mæta miklu andstreymi í aðdraganda árlegrar Gleðigöngu (Gay Pride), sem fyrirhugað er að halda í fyrsta sinn í Vilníus, höfuðborg Litháen, þann 8. maí næstkomandi.

Lesa meira
Mótmæli í Evrópu gegn fangaflugi

Evrópuríki verða að hætta að reiða sig á óáreiðanleg diplómatísk loforð gegn pyndingum - 14.4.2010

Evrópuríki verða að hætta fyrir fullt og allt að reiða sig á loforð ríkja sem stunda pyndingar. Ný skýrsla Amnesty International: Dangerous Deals: Europe's Reliance on 'Diplomatic Assurances' against Torture sýnir hvernig stjórnvöld í Evrópuríkjum reyna að senda útlendinga, sem þau telja hættulega þjóðaröryggi, til ríkja þar sem þeir eiga á hættu að sæta pyndingum eða illri meðferð. Lesa meira
Apache herþyrla

Óháð rannsókn verður að fara fram á þyrluárás Bandaríkjahers í Írak 2007 - 8.4.2010

Amnesty International hvetur til þess að gerð verði nákvæm og hlutlaus rannsókn á þyrluárás Bandaríkjahers í Írak þann 12. júlí 2007, en myndbandi af árásinni hefur verið lekið. Allt að tólf manns létust í árásinni, þeirra á meðal blaðamaður og bílstjóri hans.

Lesa meira

Dauðarefsingar 2009: Amnesty International skorar á kínversk stjórnvöld að aflétta leyndinni - 30.3.2010

Amnesty International skorar á kínversk yfirvöld að greina opinberlega frá fjölda aftaka í landinu og hversu margir hafa verið dæmdir til dauða.

Lesa meira
Innflytjengur í Malasíu - Flóttamannabúðir

Malasía: stöðva verður misnotkun farandverkafólks - 26.3.2010

Stjórnvöld í Malasíu verða að grípa til aðgerða til að stöðva útbreidda misnotkun á farandverkafólki. Farandverkafólk verður fyrir margvíslegri misnotkun og mismunun, bæði á vinnustöðum og af hálfu lögreglu. Farandverkafólk er meira en 20 prósent af vinnuafli landsins.

Lesa meira

Bréf til íslenskra stjórnvalda vegna Dyflinnarreglugerðarinnar - 24.3.2010

Íslandsdeild Amnesty International hefur sent dómsmála- og mannréttindaráðherra, Rögnu Árnadóttur, bréf þar sem fram kemur krafa um að Ísland stöðvi nú þegar allan flutning hælisleitenda til Grikklands. Lesa meira
Hælisleitendur í Grikklandi freista þess að leggja inn hælisumsókn sína

Dyflinnargildran - 24.3.2010

Stöðva þarf nú þegar framsal hælisleitenda til Grikklands frá ríkjum sem eiga aðild að Dyflinnar-reglugerðinni. Í nýrri skýrslu Amnesty International, Dyflinnar gildran, kemur fram að einstaklingar sem sendir eru til Grikklands á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar eiga á hættu að verða fyrir margvíslegum mannréttindabrotum Lesa meira
Móðir Diane Rizk McCabe ásamt börnum hennar, en Diane lést við barnsfæðingu

Sláandi tölur um dauðsföll kvenna af barnsförum í Bandaríkjunum - 22.3.2010

Í nýútkominni skýrslu Amnesty International, Banvænar fæðingar: Neyðarástand í mæðraheilsugæslu í Bandaríkjunum (Deadly Delivery: The Maternal Health Care Crisis in the USA) kemur fram að á degi hverjum láta að meðaltali tvær konur lífið á meðgöngu eða af barnsförum í Bandaríkjunum. Lesa meira

Gloppur í lögum gera evrópskum fyrirtækjum kleift að versla með pyndingatól - 18.3.2010

Ný skýrsla Amnesty International og Omega rannsóknarstofnunarinnar (Omega Research Foundation) sýnir að evrópsk fyrirtæki taka þátt í alþjóðlegum viðskiptum með pyndingatól og -tæki. Meðal þeirra eru veggáhöld sem halda fólki í fjötrum, þumalskrúfur úr málmi, og rafermar sem gefa frá sér 50.000 volta rafstuð.

Lesa meira
Frá Shell aðgerð Íslandsdeildar Amnesty International í júní 2009

Shell og mannréttindabrot í Nígeríu - 15.3.2010

Í júní á síðasta ári gaf Amnesty International út skýrsluna Nigeria: Petroleum, Pollution and Poverty in the Niger Deltaen hún greinir m.a. frá gífurlegri olíumengun og umhverfisspjöllum sem hlotist hafa af starfsemi Shell á óseyrum Nígerfljóts. Lesa meira
Á fæðingardeild í Síerra Leóne

Amnesty-bíó í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna - 9.3.2010

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir sýningu á tveimur heimildamyndum; Defending Women, Defending Rights og No woman should die giving birth: Maternal mortality in Sierra Leone.

Lesa meira

Fórnarlömbum nauðgana um allan heim neitað um réttlæti og virðingu - 8.3.2010

Fórnarlömbum nauðgana og annars kynferðisofbeldis er um allan heim meinaður aðgangur að réttlæti vegna kynbundins mismununar og hugmynda um kynhegðun fórnarlamba nauðgana.

Lesa meira

Bréf til utanríkisráðherra Íslands vegna Þúsaldarmarkmiða um þróun - 3.3.2010

Íslandsdeild Amnesty International vill vekja athygli á fyrirhuguðum fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um Þúsaldarmarkmið um þróun. Hann verður haldinn dagana 20. til 22. september 2010. Lesa meira
HinseginRettindi

Amnesty International gagnrýnir hómófóbíska löggjöf í Litháen - 2.3.2010

Síðastliðið sumar samþykkti litháíska þingið afar umdeild lög um „verndun ungmenna gegn skaðlegum opinberum upplýsingum“ (Law on the Protection of Minors against the Detrimental Effects of Public Information).

Lesa meira

537 undirskriftir vegna mannréttindabrota á Papúa Nýju-Gíneu - 26.2.2010

Fyrir skemmstu stóð Íslandsdeild Amnesty International fyrir undirskriftasöfnun vegna þvingaðra brottflutninga á fólki á Porgera-svæðinu í Papúa Nýju-Gíneu. Stefndi deildin á að safna 500 undirskriftum frá Íslandi og senda út.

Lesa meira

Kúba: leysa þarf tafarlaust alla samviskufanga úr haldi - 25.2.2010

Amnesty International hefur hvatt forseta Kúbu Raoul Castro til að leysa tafarlaust alla samvikufanga úr haldi. Krafa samtakanna er sett fram í kjölfar andláts samviskufangans Orlando Zapata Tamayo sem farið hafði í hungurverkall til að mótmæla aðbúnaði í fangelsinu, hann lést mánudaginn 22. febrúar 2010. Lesa meira
Baráttumaðurinn Timothée Mbuya hefur fengið líflátshótanir með sms

Lýðveldið Kongó: hætta verður ofsóknum gegn baráttufólki fyrir mannréttindum - 23.2.2010

Amnesty International hvetur stjórnvöld í Lýðveldinu Kongó til að vernda baráttufólk fyrir mannréttindum, sem mega sæta geðþóttahandtöku öryggissveita og sífelldum líflátshótunum.

Lesa meira

Mannréttindabrot á Papúa Nýju-Gíneu í boði kanadísks stórfyrirtækis - 9.2.2010

Lögreglan á Papúa Nýju-Gíneu beitti miklu harðræði þegar hún þvingaði íbúa nálægt Porgera gullnámunni á brott frá heimilum sínum, þann 27. apríl síðastliðin. Ekki var haft samráð við íbúanna um brottflutningana, engir fyrirvarar gefnir og stjórnvöld sáu íbúum ekki ekki fyrir húsaskjóli. Lesa meira
Mótmælendur á götum Teheran að loknum forsetakosningum í júní 2009

Amnesty International fordæmir aftökur mótmælenda í Íran - 29.1.2010

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt aftökur tveggja manna sem voru handteknir í mótmælum sem fram fóru í kjölfar umdeildra forsetakosninga í Íran á síðasta ári.

Lesa meira
Attu_ord_aflogu_med_penna

Góð þátttaka framhaldsskóla í bréfamaraþoni 2009 - 26.1.2010

Fyrir skemmstu efndi Íslandsdeild Amnesty International til samkeppni meðal framhaldsskóla landsins um besta árangurinn á bréfamaraþoni í þágu mannréttinda. Sá skóli sem ber sigur úr býtum hlýtur viðurkenningu frá Íslandsdeild Amnesty International þegar úrslit verða tilkynnt, fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi í húsakynnum deildarinnar að Þingholtsstræti 27, klukkan 17:00.

Lesa meira
Eftir jarðskjálftann á Haítí

Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar verða að tryggja neyðaraðstoð fyrir Haítí - 25.1.2010

Bandarísk yfirvöld og stofnanir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á Haítí verða að ráða bót á skorti á neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí.

Lesa meira
Við höfuðstöðvar Google í Kína

Kína verður að binda enda á ritskoðun á netinu - 15.1.2010

Amnesty International hefur enn á ný hvatt kínversk yfirvöld til að binda enda á ritskoðun á netinu eftir að netfyrirtækið Google vakti athygli á því að brotist hefði verið inn í netföng baráttufólks fyrir mannréttindum.

Lesa meira