Fréttir

Fyrirsagnalisti

Þúsund þakkir fyrir stuðning þinn á árinu 2012 - 21.12.2012

Saman höfum við barist fyrir tjáningarfrelsinu og réttlætinu og gegn pyndingum og dauðarefsingum. Bestu þakkir fyrir stuðning þinn á árinu 2012.

Lesa meira

Bréf ykkar veittu mér frelsi - 27.11.2012

Ég er sönnun þess að bréf ykkar bera árangur. Þess vegna bið ég ykkur um að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International – og veita þeim von, sem búa við mannréttindabrot um heim allan.

Lesa meira

Taktu þátt í bréfamaraþoninu 2012! - 27.11.2012

Bréf þín bera árangur. Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty International – og veittu þeim von, sem búa við mannréttindabrot um heim allan.

Lesa meira

Tvitteraðgerð vegna ástandsins á Gasa! - 21.11.2012

Hér að neðan eru nokkrar tillögur að texta sem þú getur sett inn á tvitter vegna ástandsins á Gasa og í Ísrael. Taktu þátt á tvitter og þrýstu á stjórnvöld í Ísrael og Gasa og gera allt til að stöðva átökin þar. Lesa meira

„ÞÖGN EÐA ÚTLEGÐ?“ - 13.11.2012

Reykjavík og Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur bjóða til sýningar á heimildarmyndinni „Silence or Exile“ í Bíó Paradís, fimmtudaginn 15. nóvember klukkan 18:00, á Alþjóðadegi fangelsaðra rithöfunda.

Lesa meira

Kvenréttindafrömuður frá Gasa með fyrirlestur - 9.11.2012

Sunnudaginn 11. nóvember klukkan 13:30 mun Amany El-Gharib fjalla um pólitíska þátttöku paletínskra kvenna í lausnum deilumála og friðaruppbyggingu.

Lesa meira

Umhverfisverndarsinni og kona hans myrt í Mexíkó - 8.11.2012

Umhverfisverndarfrömuðurinn Ismael Solorio Urrutia og kona hans, Manuela Solís Contreras, voru myrt í Chihuahua-ríki í Norður-Mexíkó.

Lesa meira

Kína: Baráttukona í hjólastól í kjölfar pyndinga! - 29.10.2012

 Ni Yulan hefur starfað sem lögfræðingur í 18 ár. Á starfsferli sínum hefur hún fengist við mörg viðkvæm mál er tengjast mótmælum fólks, sem horfir upp á að heimili sín séu eyðilögð.

Lesa meira

Er þér misboðið? - 12.10.2012

Misbýður þér drápsaldan í Sýrlandi? Pyndingar í Kína? Aftökur án dóms og laga Í Kólombíu? Óheft vopnaviðskipti um allan heim? Barnahermennska í Súdan?

Lesa meira

Amnesty og RIFF: samstarf í þágu mannréttinda! - 5.10.2012

Í gegnum tíðina hefur Íslandsdeild Amnesty International staðið fyrir kvikmyndasýningum eða átt í samstarfi við kvikmyndahátíðir í þeim tilgangi að sýna fólki raunveruleika mannréttindabrota og fá það til að taka afstöðu gegn brotunum.

Lesa meira

Amnesty International og Greenpeace kalla eftir rannsókn vegna eiturefnaúrgangs - 5.10.2012

Trafigura er fjölþjóðlega fyrirtækið sem stóð á bak við losun eiturefnaúrgangs í Abidjan á Fílabeinsströndinni fyrir sex árum með þeim afleiðingum að 100 þúsund manns þurftu að leita sér læknisaðstoðar.

Lesa meira

Réttindi - ekki greiði - 28.9.2012

Fjölskyldur eru fyrirvaralaust þvingaðar af heimilum sínum og skildar eftir heimilislausar. Lesa meira

Sýrland: Ný gögn – Mikið mannfall almennra borgara í kjölfar handahófskenndra árása - 24.9.2012

Almennir borgarar, þar á meðal mörg börn, eru helstu fórnarlömb miskunnarlausra og handahófskenndra árása sýrlenska hersins, segir Amnesty International í nýrri samantekt. Lesa meira

Hatursglæpir gegn hinsegin fólki í Búlgaríu - 19.9.2012

Mihail Stoyanov, 25 ára gamall læknanemi, fór af heimili sínu í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, þann 30. september 2008. Hann kom aldrei aftur heim.

Lesa meira

Styðjum söfnun Söndru Clausen vegna Sýrlands! - 19.9.2012

Sandra Clausen hefur komið af stað söfnun vegna ástandsins í Sýrlandi. 

Lesa meira

Barein verður að leysa samviskufanga úr haldi! - 11.9.2012

Úrskurður áfrýjunardómstóls í Barein sem staðfesti dóm yfir 13 andófsmönnum og samviskuföngum er svívirðilegur og yfirvöld verða að tryggja að honum sé hnekkt og fólkið leyst úr haldi nú þegar og skilyrðislaust.

Lesa meira

Mannshvörf og pyndingar í Sýrlandi - 7.9.2012

Allt frá því að mótmælin hófust í Sýrlandi í febrúar 2011 hafa þúsundir grunaðra stjórnarandstæðinga verið handteknir og ekkert spurst til þeirra í lengri tíma.

Lesa meira

Óbreyttir borgarar líða mest vegna átakanna í Aleppo - 29.8.2012

Óbreyttir borgarar mega þola hræðilegt ofbeldi í átökunum milli Sýrlandshers og uppreisnarmanna um yfirráð yfir Aleppo-borg, stærstu borg landsins og viðskiptamiðstöð þess.

Lesa meira

Ítalía: hættið að brjóta á Róma-fólki! - 29.8.2012

Þvingaðir brottflutningar, aðskilnaður og mismunun er veruleiki þúsunda Róma-fólks á Ítalíu. Fólkið býr við óviðunandi aðstæður í níðurníddum búðum þar sem sáralítill aðgangur er að vatni eða rafmagni.

Lesa meira

Ekkert grín í Hvíta-Rússlandi! - 23.8.2012

Amnesty International hvetur yfirvöld í Hvíta-Rússlandi til að fella niður allar ákærur á hendur nemanda í blaðamennsku sem á yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi fyrir að birta mynd af leikfangaböngsum.

Lesa meira

Myndir frá Pussy Riot mótmælunum á föstudag - 20.8.2012

Amnesty International tók þátt í alþjóðlegum samstöðumótmælum föstudaginn 17. ágúst 2012 vegna réttarhaldanna yfir Pussy Riot. Meðfylgjandi eru myndir frá mótmælunum!

Lesa meira

Rússneskir dómstólar sakfella Pussy Riot - 17.8.2012

Niðurstaða rússneskra dómstóla í dag um sakfellingu á meðlimum hljómsveitarinnar Pussy Riot er sannkallað reiðarslag fyrir tjáningarfrelsið í Rússlandi.

Lesa meira

Sýrland: Gervihnattamyndir frá Aleppo vekja spurningar um öryggi almennra borgara - 8.8.2012

Gervihnattamyndir frá Aleppo og nærliggjandi svæðum, sem Amnesty International hefur nú birt, sýna að notkun þungavopna hefur aukist, þar á meðal nærri íbúðahverfum og vekja miklar spurningar um öryggi almennra borgara í aðdraganda árásar stjórnarhers Sýrlands á borgina.

Lesa meira

Ungliðahreyfing Amnesty með viðburð á 17. júní - 15.6.2012

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní mun ungliðahreyfing Amnesty International standa fyrir undirskriftasöfnun vegna vopnaviðskiptasamnings, sem verður efni ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í júlí.

Lesa meira

2.209 einstaklingar gáfu mannréttindum tólf stig - 7.6.2012

Íslandsdeild Amnesty International hratt af stað kynningarátaki í aðdraganda Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þar sem athyglinni var beint að fjórtán samviskuföngum í Aserbaídsjan.

Lesa meira

Evrópumótið í knattspyrnu: ofbeldi og refsileysi í Úkraínu - 7.6.2012

Amnesty International gerir alvarlegar athugasemdir við ofbeldi og refsileysi lögreglu í Úkraínu, en Evrópumótið í knattspyrnu fer fram þar og í Póllandi.

Lesa meira

Shell viðurkenni, borgi og hreinsi - 15.5.2012

Föstudaginn 18. maí flytur David Vareba  hádegisfyrirlestur í Háskóla Íslands, Öskju stofu 131. Fyrirlesturinn hefst kl.12 og stendur til kl.13. David Vareba er mannréttindafrömuður, menntaður í heimspeki. Hann fæddist í Bodó í Ogonílandi í Nígeríu árið 1978 og þekkir vel þær raunir sem íbúar á svæðinu hafa mátt þola vegna umhverfisspjalla og mannréttindabrota olíurisans Shell.

Lesa meira

Gefðu mannréttindum 12 stig! - 11.5.2012

Fjöldi íslensks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman við Amnesty International um að gefa mannréttindum í Aserbaídsjan 12 stig og þrýsta á stjórnvöld í landinu vegna stórfelldra mannréttindabrota. Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International 28. apríl 2012 - 20.4.2012

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn laugardaginn 28.apríl 2012 kl.14.00 í húsnæði deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3 hæð.

Lesa meira

Mannréttindabrot í Kína! - 20.4.2012

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa mörg undanfarin ár vakið athygli á mannréttindabrotum sem viðgangast í Kína og birt fjölmargar skýrslur um þau brot.

Lesa meira

Viðurkennið, borgið, hreinsið! - 18.4.2012

Nýstofnuð Ungliðahreyfing Íslandsdeildar AI stendur fyrir „hreinsunaraðgerð“ á Shell bensínstöðinni við Vesturlandsveg þann 22. apríl næstkomandi.

Lesa meira
Forsíða netákallsins

Nýtt aðgerðaform! - 2.4.2012

Netákall Amnesty International er einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet þar sem þú og þúsundir annarra berjist gegn ofbeldi, pyndingum og öðrum mannréttindabrotum um heim allan!

Lesa meira
Lögregla í Aserbaídsjan beitir mótmælendur ofbeldi

Stjórnvöld í Aserbaídsjan virði tjáningarfrelsið! - 2.4.2012

Tónlistarfólk hvaðanæva að úr Evrópu, þ.m.t. fyrrum Eurovision-farar og sigurvegarar, taka höndum saman með Amnesty International í kröfunni um að stjórnvöld í Aserbaídsjan virði tjáningarfrelsið. Lesa meira

Valfrjáls bókun við alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi - 23.3.2012

Íslandsdeild Amnesty International sendi nýverið bréf til forsætisráðherra þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að fullgilda valfrjálsa bókun við alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Lesa meira

Tónlistarmenn í Aserbaídsjan eiga á hættu að sæta pyndingum eftir að þeir móðga móður forsetans - 21.3.2012

Gera verður óháða rannsókn á fregnum þess efnis að lögregla í Aserbaídsjan hafi lamið tónlistarmenn „hrottalega“, sem komu fram á mótmælafundi. Tveir hljómsveitarmeðlimir, þeir Jamal Ali, 24 ára, og bassaleikari hans, Natig Kamilov, 24 ára, eru enn í haldi lögreglu. Lesa meira

Sköpunarkraftur, eldmóður og gleði réðu ríkjum á stofnfundi Ungliðahreyfingarinnar! - 16.3.2012

Stofnfundur Ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International, sem haldin var í gær, fór fram úr allra björtustu vonum. Lesa meira

Tímamótadómur vegna notkunar á barnahermönnum - 16.3.2012

Þann 14. mars kvað Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn upp dóm í máli Thomas Lubanga Dyilo, leiðtoga vopnaðs hóps í Kongó.

Lesa meira

Ertu á aldrinum 16-25 ára og býr í þér neisti til að breyta heiminum? - 13.3.2012

Á undanförnum mánuðum hafa sjö dugmiklir sjálfboðaliðar á vegum Íslandsdeildar Amnesty International unnið að uppbyggingu ungliðahreyfingar innan samtakanna. Lesa meira

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í skugga mannréttindabrota - 12.3.2012

Í maí síðastliðinn tryggði Aserbaídsjan sér rétt til að halda Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í höfuðborginni Bakú með sigurlagi sínu, „Running Scared“. Lesa meira

Ókeypis tónleikar í Hörpunni 3. mars! - 28.2.2012

Laugardaginn 3. mars heldur hljómsveitin Byzantine Silhouette tónleika í Hörpu (2. hæð) í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International, undir yfirskriftinni: Lykillinn að framtíð þeirra. Lesa meira

Réttindi farandfólks varin í tímamótadómi Mannréttindadómstóls Evrópu - 28.2.2012

Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði nýverið að Ítalía hefur brotið gegn mannréttindum með því að snúa afrísku farandfólki og hælisleitendum við á alþjóðlegu hafsvæði. Amnesty International telur dóminn marka tímamót. Lesa meira

Fjögur börn í Friðarsamfélaginu í Kólumbíu voru myrt fyrir sjö árum síðan. Morðin halda áfram. - 21.2.2012

Friðarsamfélagið í San José de Apartadó hefur ævinlega varið rétt sinn til að dragast ekki inn í vopnuð átök í Kólumbíu.
Lesa meira

Rússnesk stjórnvöld verða að hjálpa til við að binda enda á óöldina í Sýrlandi - 16.2.2012

Rússland og Kína beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þann 4. febrúar 2012 gegn tiltölulega veikum drögum að ályktun ráðsins vegna Sýrlands. Lesa meira

Samstöðufundur með íbúum Mið-Austurlanda og Norður-Afríku - 10.2.2012

Íslandsdeild Amnesty International boðar til samstöðufundar á kaffihúsinu Hemma og Valda (Laugavegi 21) á milli klukkan 14-16 laugardaginn 11. febrúar. Lesa meira

Vorið sem aldrei varð: mannréttindabrot stjórnvalda í Aserbaídsjan - 8.2.2012

Amnesty International vekur athygli á skýrslu um ástand mannréttinda í Aserbaídsjan, sem kom út í lok 2011. Skýrslan fjallar um árásir stjórnvalda þar á mótmælendur, frá því að mótmæli brutust út í landinu í mars 2011. Lesa meira

Rússland og Kína bregðast mótmælendum í Sýrlandi á vettvangi öryggisráðsins - 6.2.2012

Ákvörðun Rússlands og Kína um að beita neitunarvaldi á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, degi eftir að sýrlenski herinn hóf umfangsmiklar árásir á íbúabyggð í borginni Homs, lýsir kaldlyndi og er svik við íbúa Sýrlands. Fjöldi manns hefur nú látist í árásum hersins. Lesa meira
MidAusturlond

Uppreisnarár: ástand mannréttinda í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku - 20.1.2012

Kúgun og ofbeldi ríkisvaldsins munu áfram verða við lýði í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku árið 2012 nema ríkisstjórnir á svæðinu og alþjóðasamfélagið vakni til meðvitundar um þær breytingar, sem krafist er.

Lesa meira