Fréttir

Fyrirsagnalisti

Þúsund þakkir fyrir framlag þitt á árinu sem er að líða - 22.12.2014

Saman höfum við barist fyrir tjáningarfrelsinu og réttlætinu og gegn pyndingum og dauðarefsingum. Bestu þakkir fyrir stuðning þinn á árinu 2014.

Lesa meira

Ný skýrsla afhjúpar refsileysi lögreglu Filippseyja - 16.12.2014

Refsileysi er allsráðandi innan lögreglunnar og veldur því að pyndingar lögreglu ná fram að ganga óhindrað á Filippsseyjum, samkvæmt nýjustu skýrslu Amnesty International, Above the Law: Police Torture in the Philippines sem gefin var út í tilefni að nýrri herferð til að stöðva pyndingar þar í landi.

Lesa meira

Alþjóðlegi mannréttindadagurinn 10. desember - 10.12.2014

Í dag, 10. desember er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn en 66 ár eru síðan Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Tyrkland: Skotið á sýrlenska flóttamenn við landamærin þar sem hundruð þúsunda búa við örbirgð - 9.12.2014

Alþjóðasamfélagið hefur brugðist því að takast á við vaxandi fjölda sýrlenskra flóttamanna sem flýja til Tyrklands. Það hefur leitt til neyðarástands af stærðargráðu sem á sér engin fordæmi. Lesa meira

Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty International! - 1.12.2014

Einn stærsti mannréttindaviðburður heims hefur sannarlega fest sig í sessi – Bréfamaraþon Amnesty International.

Lesa meira

Setningu bréfamaraþons Íslandsdeildar Amnesty International aflýst vegna veðurs - 29.11.2014

 

Setningu Bréfamaraþons Íslandsdeildar Amnesty International sem fyrirhuguð var í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 30. nóvember klukkan 18:00 hefur verið aflýst vegna veðurs.

Lesa meira

Setning bréfamaraþons Amnesty í Ráðhúsi Reykjavíkur - 28.11.2014

Sunnudaginn 30. nóvember taka Íslandsdeild Amnesty International og Reykjavíkurborg höndum saman í baráttunni fyrir betri heimi með því að hleypa árlegu bréfamaraþoni samtakanna af stað. 

Lesa meira

Jólakort Amnesty komið út! - 19.11.2014

Jólakortið fyrir 2014 er eftir Tryggva Ólafsson og heitir Vorkoma. Jólakortið er 17 cm á breidd og 11,3 cm á hæð. Jólakortin eru til sölu hér í Amnesty-búðinni og kosta 10 kort í pakka með umslögum 1.500kr.

Lesa meira

Dagskrá bréfamaraþons árið 2014 - 19.11.2014

Bréfamaraþonið fer fram á ýmsum stöðum á landinu í ár og fjöldi framhaldsskóla taka þátt!

Lesa meira

Austur-Úkraína: Báðir aðilar ábyrgir fyrir handahófskenndum árásum - 18.11.2014

Fyrir stuttu féll 18 ára nemi í sprengjukúluárás í austurhluta Úkraínu í borginni Donetsk. Það er eitt dæmi af mörgum handahófskenndum árásum á svæðinu sem gætu fallið undir stríðsglæpi.

„Báðir stríðsaðilar, úkraínsk stjórnvöld og aðskilnaðarsinnar, verða að stöðva án tafar allar handahófskenndar árásir þar sem það brýtur gegn stríðsreglum.

Lesa meira

Bréfamaraþon Amnesty International árið 2014 - 6.11.2014

Stærsti mannréttindaviðburður heims hefur sannarlega fest sig í sessi.

Lesa meira

Ísland meðal ríkja sem skora á stjórnvöld í El Salvador að breyta löggjöf um bann við fóstureyðingum - 3.11.2014

Þann 27. október síðastliðinn lögðu níu ríki á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hart að El Salvador að breyta úreltri og þrúgandi löggjöf um blátt bann við fóstureyðingum í landinu.  Lesa meira

Áherslur Amnesty International - Hvað finnst þér? - 15.10.2014

Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra.

Núna erum við að ákveða hvert við eigum helst að beina kröftum okkar svo að áhrif okkar ástöðu mannréttinda verði sem sterkust á næstu árum. Lesa meira

Taktu þátt í stuðningsaðgerð vegna mannréttindabrota í Rússlandi! - 14.10.2014

Grundvallarmannréttindi eru fótum troðin í Rússlandi og fólk svipt frelsinu.

Lesa meira

Þekktur baráttumaður gegn pyndingum heldur erindi á Íslandi - 13.10.2014

Justine Ijeomah framkvæmdastjóri mannréttindasamtaka í Port Harcourt í Nígeríu, heldur erindi í hátíðarsal Norræna hússins mánudaginn 27. október klukkan 12:00 Lesa meira

Dauðarefsingin: Ríki halda áfram að taka fólk af lífi með þroskahömlun og geðfötlun - 10.10.2014

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn dauðarefsingu og af því tilefni vekur Amnesty International athygli á uppteknum hætti ýmissa ríkja að dæma til dauða og taka af lífi fólk með þroskahömlun og/eða  geðfötlun, í trássi við alþjóðlegar reglur. Amnesty International hefur skráð tilfelli þar sem fólk með þroskahömlun og geðfötlun hefur verið dæmt til dauða eða tekið af lífi í löndum eins og Japan, Pakistan og Bandaríkjunum. Lesa meira

Sameinuðu þjóðirnar: Þáttaskil er fimmtugasta ríkið fullgildir alþjóðasamninginn um vopnaviðskipti - 7.10.2014

Vernd fyrir milljónir manna er búa við hörmungar sem rekja má til bágborins eftirlits á vopnaflutningi er í nánd. Átta ríki; Argentína, Tékkland, Senegal, Úrúgvæ, Portúgal, Sankti Lúsía og Bosnía-Hersegóvína afhentu nýlega aðalritara Sameinuðu þjóðanna staðfestingu um fullgildingu þeirra á alþjóðasamningi um vopnaviðskipti. Lesa meira

Spænsk stjórnvöld felldu frumvarp um fóstureyðingarbann!  - 29.9.2014

Spænsk stjórnvöld felldu nýverið grimmilegt frumvarp til laga sem setja átti fóstureyðingum í landinu mjög þröngar skorður, er ógnað hefði heilsu, lífi og reisn kvenna og stúlkna.

Lesa meira

El Salvador: Blátt bann við fóstureyðingum jafngildir pyndingum - 25.9.2014

Amnesty International gaf nýverið út skýrslu sem ber heitið On the Brink of Death: Violence Against Women and the Abortion Ban in El Salvador. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að á hverju ári er brotið á mannréttindum hundraða kvenna og stúlkna í El Salvador fyrir tilstuðlan fortakslauss banns við fóstureyðingum sem bundið var í landslög árið 1998. 

Lesa meira

Tyrkland: Lokun landamæra við Sýrland stofnar lífi fólks í hættu - 24.9.2014

Tyrknesk yfirvöld verða að tryggja að landamæri landsins séu opin fyrir þá sem flýja átök og mannréttindabrot í Sýrlandi og Írak.

Tyrkland hóf að loka landmærum sínum við Sýrland eftir að 130.000 kúrdískir flóttamenn streymdu inn í landið fyrir stuttu á flótta frá ásókn vopnaðs hóps sem kallar sig Íslamska ríkið.

Lesa meira

Pyndingar á börnum í Nígeríu - 15.9.2014

Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International sem ber heitið Welcome to hell fire: Torture and other ill-treatment in Nigeria, pynda lögregla og her í Nígeríu kerfisbundið konur, menn og börn allt niður í 12 ára gömul. 


Lesa meira

ÍSLANDSDEILD AMNESTY INTERNATIONAL 40 ára - 12.9.2014

Íslandsdeild Amnesty International fagnar 40 ára afmæli sínu mánudaginn 15. september. Í tilefni dagsins bjóða samtökin félögum sínum og velunnurum að njóta með sér afmælisdagskrár á milli klukkan 17 og 19 í Hljóðbergi í Hannesarholti. Lesa meira

Nýliðafundur ungliðahreyfingarinnar 10. september - 9.9.2014

Miðvikudaginn 10. september mun ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty standa fyrir nýliðafundi í húsakynnum sínum að Þingholtsstræti 27. Þar munum við kynna starfsemi ungliðahreyfingarinnar og segja frá áherslum vetrarins.
Lesa meira

Mexíkó: 600% aukning á pyndingum og annarri illri meðferð á síðustu tíu árum - 4.9.2014

Í rúmlega fimm áratugi hefur Amnesty International rannsakað og skrásett pyndingamál í Mexíkó.

Lesa meira

Líbía: ,,Opinber aftaka“ kristallar ótta hins almenna Líbíumanns. - 1.9.2014

Hræðileg upptaka sem sýnir aftöku af hendi vopnaðs hóps á fótboltavelli í austurhluta Líbíu er skýrt dæmi um getuleysi yfirvalda við að koma í veg fyrir öldu ofbeldis og lögleysu, að sögn Amnesty International.

Lesa meira

Ísland: Bandaríska sendifulltrúanum afhent 5481 undirskrift - 29.8.2014

Íslandsdeild Amnesty International afhenti í gær sendifulltrúa bandaríska sendiráðsins, Paul O'Friel, bréf með 5481 undirskrift. Lesa meira

Sádi-Arabía: Fjórir fjölskyldumeðlimir teknir af lífi fyrir vörslu á hassi, mikil aukning í aftökum. - 21.8.2014

Tvö bræðrapör úr sömu stórfjölskyldunni voru teknir af lífi fyrr í vikunni í suðausturhluta Najran eftir að hafa verið dæmdir fyrir að hafa „fengið í hendur mikið magn af hassi“. Dómurinn var byggður á þvinguðum játningum fengnum með pyndingum.

Lesa meira
Vofflukaffi

Vöfflukaffi Íslandsdeildar Amnesty á Menningarnótt - 20.8.2014

Í tilefni Menningarnætur næstkomandi laugardag, 23. ágúst, býður Íslandsdeild Amnesty International gestum og gangandi upp á rjúkandi heitar vöfflur á milli klukkan 14 og 16 að Þingholtsstræti 27.

Endilega gangið í bæinn og gæðið ykkur á ljúffengum vöfflum, kakói og kaffi, hlýðið á ljúfa tóna og kynnið ykkur mikilvæg málefni!

Lesa meira

Egyptaland: Myrkasti dagur landsins - 19.8.2014

Nú, einu ári frá því að egypskar öryggissveitir myrtu yfir 600 mótmælendur á einum degi, hefur ekki einn einasti öryggissveitarmaður verið ákærður. Á sama tíma hefur egypska refsivörslukerfið unnið hratt við að handtaka, ákæra og dæma meinta fylgjendur Morsi, eftir ranglát hópréttarhöld.

Lesa meira

Írak: Brýn þörf á stuðningi við borgara í Írak - 15.8.2014

Allt frá því í júní 2014 hafa samtök sem nefna sig Íslamska ríkið sótt í sig veðrið í norðurhluta Írak og hundruð þúsunda einstaklinga sem tilheyra trúarhópum í minnihluta hafa neyðst til að flýja heimili sín.

Lesa meira

Afganistan: Ekkert réttlæti fyrir þúsundir borgara sem látist hafa í aðgerðum bandaríska hersins og NATÓ. - 14.8.2014

Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International hafa þúsundir afganskra borgara látið lífið í aðgerðum Atlandshafsbandalandsins og bandarískra hersveita, án þess að fjölskyldur hinna látnu hafi séð réttlætinu fullnægt.

Lesa meira

Ást er mannréttindi - Gleðigangan 2014 - 11.8.2014

Íslandsdeild Amnesty International tók þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga en ungliðahreyfing deildarinnar hafði skipulagt atriði sem þau sýndu á táknrænan hátt á Amnesty vagni. Þau settu þar á svið atriði sem vakti athygli á mannréttindabrotum gegn á hinsegin fólki sem víða eru viðhöfð í heiminum.

Lesa meira

Nígería: Hryllileg myndskeið bendla nígeríska herinn við stríðsglæpi - 6.8.2014

Hryllileg myndskeið, ljósmyndir og vitnisburðir sem Amnesty International hefur tekið saman, varpa ljósi á ný sönnunargögn um stríðsglæpi, þar á meðal aftökur án dóms og laga og önnur alvarleg mannréttindabrot í Norðaustur-Nígeríu.

Lesa meira

Nígería: Alþjóðabankinn snýr baki við fjölskyldum sem sætt hafa þvinguðum brottflutningi - 1.8.2014

Rannsóknarnefnd á vegum Alþjóðabankans hafnaði beiðni um rannsókn á þvinguðum brottflutningum á fólki í borginni Lagos í Nígeríu sem tengdust verkefni á vegum bankans í borginni. Synjunin ber vott um algert skeytingarleysi af hálfu Alþjóðabankans.

Lesa meira

Athugið: Breytt dagsetning á mótmælaaðgerð fyrir framan bandaríska sendiráðið! - 30.7.2014

Íslandsdeild Amnesty International tilkynnir breytta dagsetningu á mótmælaaðgerð vegna vopnaflutnings bandarískra stjórnvalda til Ísraels. Aðgerðin fer fram á morgun, fimmtudaginn 31. júlí kl. 17 fyrir framan bandaríska sendiráðið, að Laufásvegi 21, 101 Reykjavík.

Lesa meira

Bandaríkin: Engin vopn til voðaverka á Gasa - 29.7.2014

Íslandsdeild Amnesty International boðar til mótmælaaðgerðar, miðvikudaginn 6. ágúst kl. 17:00, fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna að Laufásvegi 21, 101 Reykjavík. 

Lesa meira

Meriam sem dæmd var til dauða fyrir villutrú í Súdan er komin til Ítalíu - 25.7.2014

Hin súdanska Meriam Yehya Ibrahim, sem var dæmd ófrísk til dauða fyrir villutrú í vor, lenti á Ítalíu snemma morguns 24. júlí ásamt fjölskyldu sinni. Hún var leyst úr haldi þann 23. júní eftir að áfrýjunardómstóll sýknaði hana. Lesa meira

Amnesty International hvetur Ísraelsmenn og vopnaða hópa Palestínumanna til að tryggja öryggi allra borgara! - 17.7.2014

Taktu þátt í aðgerð Amnesty International og hvettu Ísraelsmenn og vopnaða hópa Palestínumanna til að tryggja öryggi allra borgara! Skrifaðu orðið STOP (á hebresku מספיק eða arabísku كفى) í lófann á þér og deildu myndinni undir hashtagginu #CiviliansUnderFire.

Lesa meira

Ísrael/Gasa: Sameinuðu þjóðirnar verða að koma á vopnasölubanni og gefa út tilskipun um alþjóðlega rannsókn. - 17.7.2014

Amnesty International kallar eftir alþjóðlegri rannsókn á öllum brotum sem framin eru í tengslum við loftárásir Ísraelsmanna á Gasaströndinni og ófyrirsjáanlegar flugskeytaskothríðir vopnaðra hópa Palestínumanna á Ísrael.

Lesa meira

Mið-Afríkulýðveldið: Gerendur grimmdarverka eiga ekki að geta falið sig frá réttvísinni - 15.7.2014

Í skýrslu Amnesty International, Central African Republic: Time for Accountability, eru skráðir glæpir sem falla undir alþjóðalög, sem framdir voru á tímabilinu 2013 og 2014 um allt land. Kallað er eftir því að ódæðismennirnir sæti rannsókn, þeir verði sóttir til saka og látnir sæta refsingu.

Lesa meira

Amnesty International hrekur fimm algengar mýtur um pyndingar. - 27.6.2014

Alþjóðlegur dagur til stuðnings fórnarlömbum pyndinga er 26. júní ár hvert. Í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá því að samningurinn um bann við pyndingum og annarri ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð tók gildi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur Amnesty International ýtt úr vör herferð gegn pyndingum.

Lesa meira

Fótboltamót án brota í Brasilíu - 11.6.2014

Að sögn Amnesty International eiga mótmælendur í Brasilíu sem gripið hafa til aðgerða í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta á hættu að sæta ofbeldi af höndum lögreglu og hervaldsins í viðleitni þeirra til að bæla niður mótmælin.

Lesa meira

Mögnuð ljósmyndasýning Ástu Kristjánsdóttur opnuð! - 28.5.2014

Íslandsdeild Amnesty International og Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari tóku höndum saman við gerð ljósmyndasýningarinnar Minn líkami, Mín réttindi sem opnar þann 11. júní klukkan 17:00 í sýningarsalnum Gym&Tonic á Kex Hostel. 

Lesa meira

Enga ólögmæta leiki í Brasilíu! - 27.5.2014

Í aðdraganda Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Brasilíu hafa átt sér stað fjölmenn mótmæli sem lögregluyfirvöld hafa svarað með afli, og í sumum tilvikum beitt táragasi og gúmmíkúlum.

Lesa meira

Amnesty International auglýsir stöðu aðgerðafulltrúa í 100% starf. Umsóknarfrestur er til 2. júní. - 26.5.2014

Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. www.amnesty.is

Lesa meira

Koma hefði átt í veg fyrir sprenginguna í tyrknesku kolanámunni - 22.5.2014

Amnesty International krefst þess að tyrknesk stjórnvöld rannsaki sprenginguna í kolanámunni þann 13. maí síðastliðinn og tilkynni um hættulegar vinnuaðstæður í námum til þess að koma í veg fyrir frekari harmleiki.

Lesa meira

Annar hver einstaklingur óttast pyndingar í 21 landi - 15.5.2014

„Ríkisstjórnir um heim allan leika tveimur skjöldum þegar kemur að pyndingum - þær banna pyndingar í lögum en stuðla að þeim í framkvæmd“.

Lesa meira

Mexíkó: Pynduð og þvinguð til að skrifa undir játningu - 14.5.2014

Claudia Medina er 33 ára gömul kona frá Mexíkó sem berst fyrir því að rannsókn verði hafin á pyndingum sem hún sætti í yfirheyrslu á herstöð í Mexíkó og að hún fái óháða læknisskoðun.  Lesa meira

„Það er ekkert réttlæti lengur í þessu landi“  - 9.5.2014

„Velkominn í þorp dauðadómanna“, sagði lögfræðingurinn Ahmed Shabeeb við komu mína í þorpið Mattay fyrir stuttu. Ég fór þangað í þeim tilgangi að hitta nokkrar fjölskyldur þeirra 528 einstaklinga sem áttu að fá staðfestingu á dómum sínum daginn eftir, m.a. dauðadómum fyrir meinta þátttöku í pólitísku ofbeldi á síðasta ári.

Lesa meira

Sýningin Fuglinn blái í Tjarnarbíó - ágóðinn rennur til starfsemi Amnesty International - 9.5.2014

Hinn 13. maí stendur Vonarstrætisleikhúsið fyrir leiklestri í Tjarnarbíó á leikritinu Fuglinn blái eftir Maurice Maeterlinck í tilefni 40 ára afmælis Íslandsdeildar Amnesty International. Lesa meira

Ísrael:  Kjarnorkutæknifræðingur sætir alvarlegri frelsisskerðingu áratug eftir afpánun dóms - 23.4.2014

Mordechai Vanunu sat af sér 18 ára dóm fyrir að upplýsa blaðamenn um kjarnorkuvopnaeign Ísraelsmanna á níunda áratugnum. Tíu árum eftir að fangelsisvistinni lauk, sætir Mordechai Vanunu enn takmörkunum sem hefta ferðafrelsi hans, tjáningar- og félagafrelsi.

Lesa meira

Grikkland: „Börnin eru hrædd, þau vilja ekki snúa aftur heim.“ - 9.4.2014

Á Grikklandi búa nálægt 350.000 Róma-fólks og hefur það sætt mismunun og umburðaleysi í margar kynslóðir. Mismunin birtist í þvinguðum brottflutningum, aðskilnaði í skólum, ójafnræði í aðgerðum lögreglunnar og kynþáttaofbeldi.

Lesa meira

Japan: Fangi sem hefur setið lengst allra á dauðadeild í heiminum hefur verið leystur úr haldi. - 2.4.2014

Japanskur dómstóll hefur loksins séð að sér og úrskurðað að taka upp á ný mál fanga sem hefur eytt rúmum fjórum áratugum á dauðadeild.

Lesa meira

Örfá ríki standa að baki flestum aftökum - 31.3.2014

Samkvæmt ársskýrslu Amnesty International árið 2013 um dauðarefsinguna jókst aftökufjöldi í Íran og Írak mjög á síðasta ári þrátt fyrir að aukning sé í átt til afnáms dauðarefsingarinnar á heimsvísu. 

Lesa meira

Í hringiðunni í Kænugarði: frásögn sjónarvotts af mótmælunum í Úkraínu - 26.3.2014

Ég hef ekki orðið vitni að jafn mikilli vanrækslu mannréttinda og skorti á virðingu í landinu á allri minni ævi.

Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International - 19.3.2014

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn föstudaginn 28. mars 2014.

Lesa meira

Stuðningsaðgerð fyrir íbúa Sýrlands - 13.3.2014

Þann 15. mars næstkomandi verða þrjú ár liðin frá því átökin hófust í Sýrlandi. Um heim allan ætlar fólk að koma saman og sýna íbúum Sýrlands stuðning sinn í verki. 

Lesa meira

Sýrland: Umsátur í Yarmouk - hryllingssaga um stríðsglæpi, svelti og dauða! - 12.3.2014

Ný skýrsla Amnesty International sýnir að stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni hafa verið framdir á sýrlenskum og palestínskum borgurum í flóttamannabúðunum Yarmouk við útjaðar Damaskus, sem sýrlenski stjórnarherinn hefur á sínu valdi. 

Lesa meira

Söfnun fyrir Úganda! - 6.3.2014

Kemstu ekki á tónleikana en langar samt að styðja við hinsegin fólk í Úganda? Lesa meira

Tónleikar með tilgang! - 4.3.2014

Fimmtudaginn 6. mars ætla Samtökin '78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði að standa fyrir styrktartónleikum. 

Lesa meira

Söfnunarátaki fyrir hinsegin fólk í Úganda hrint af stokkunum 27. febrúar - 25.2.2014

Hinsegin fólk í Úganda hefur lengi glímt við mikla fordóma og ofbeldi, hvort sem er af hálfu almennings eða stjórnvalda. Lesa meira

Sýndu hinsegin fólki í Úganda samstöðu í Bíó Paradís! - 17.2.2014

Þú getur lagt þitt af mörkum!

Með því að mæta á sýningu myndarinnar, Call me Kuchu í Bíó Paradís þann 27. febrúar klukkan 18:00 og taka þátt í umræðum um ástand mannréttindamála hinsegin fólks í Úganda að sýningu lokinni.

Lesa meira

Úkraína verður án tafar að stöðva stigvaxandi öldu ofbeldis - 27.1.2014

Stjórnvöld í Úkraínu veittu lögreglu landsins leyfi til að beita skotvopnum gegn mótmælendum í Kænugarði með þeim afleiðingum að fjórir hafa látið lífið og mörg hundruð særst. Lesa meira

Sex þúsund manns tóku þátt í bréfamaraþoni árið 2013! - 24.1.2014

Aldrei fyrr hafa jafn margir Íslendingar lagt bréfamaraþoni Amnesty International lið. Um sex þúsund manns gerðu sér far um að skrifa undir aðgerðakort til yfirvalda, senda kveðjur til þolenda mannréttindabrota eða ljá undirskrift sína í sms-neti og netákalli. 

Lesa meira