Fréttir

Fyrirsagnalisti

Fögnum fullgildinu íslenskra stjórnvalda á OPCAT - 22.12.2015

Íslandsdeild Amnesty International fagnar nýtilkominni samþykkt tillögu til þingsályktunar um fullgildingu valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT).

Lesa meira

Grunnskólinn í Hveragerði stendur með mannréttindum - 14.12.2015

Á dögunum stóð Grunnskólinn í Hveragerði fyrir góðgerðadegi þar sem öllu sveitafélaginu var boðið í heimsókn. Nemendur skólans lögðu hefðbundin skólastörf til hliðar dagana á undan og unnu að margvíslegum verkefnum og afrakstur þeirrar vinnu gátu gestir og gangandi virt fyrir sér og notið á góðgerðardeginum sjálfum.

Lesa meira

Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty afhenti undirskriftir til innanríkisráðuneytisins vegna verndar fólks á flótta - 10.12.2015

Í tilefni af alþjóðlegum mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desemember afhenti Íslandsdeild Amnesty International innanríkisráðuneytinu, á, 2.026 undirskriftir Íslendinga sem taka undir áskorun deildarinnar um að íslensk stjórnvöld bregðist ekki þeirri skyldu sinni að taka á móti og vernda fólk á flótta samkvæmt 14. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem segir: „Allir eiga rétt til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum“. 

Lesa meira

Bubbi Morthens og aðventustemning á bréfamaraþoni Íslandsdeildar Amnesty International - 2.12.2015

Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International fer fram í húsakynnum deildarinnar, laugardaginn 12. desember frá kl.13 til 18.

Lesa meira

Bréfamaraþonið um land allt! - 27.11.2015

Að venju fer Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty Internatonal fram um land allt og aldrei hafa fleiri sveitafélög skráð sig til þátttöku. Íslandsdeildin þakkar öllu því ótrúlega fólki sem lagt hafa mikið á sig til að gera Bréfamaraþonið að þeim öfluga mannréttindaviðburði sem það er orðið á Íslandi. Án ykkar gætum við ekki unnið jafn kröftugt starf í þágu þolenda mannréttindabrota.

Lesa meira

Jólakort Amnesty 2015 komin! - 25.11.2015

Jólakortin eru fáanlega á skrifstofu Amnesty International Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík auk þess að vera komin í verslanir Pennans / Eymundsson og Bóksölu stúdenta. Kortin eru 10 saman í pakka ásamt umslögum og kosta 1800 kr. og er hægt að fá þau með eða án áletraðri jólakveðju.

Lesa meira

Dr. Bashar Farahat, læknir, flóttamaður og þolandi pyndinga frá Sýrlandi heldur erindi á Íslandi.  - 24.11.2015

Sýrlenski læknirinn og flóttamaðurinn Bashar Farahat heldur erindi um varðhaldsvist í Sýrlandi, kerfisbundnar og útbreiddar pyndingar og aðra illa meðferð í varðhaldi en sjálfur sætti hann pyndingum í fangelsi, langvarandi áhrif pyndinga og lífið að lokinni fangavist. Bashar Farahat fjallar einnig um flóttamannastrauminn frá Sýrlandi. 

Lesa meira

Ný aðgerðasíða til þátttöku í bréfamaraþoninu lítur dagsins ljós! - 6.11.2015

Á árlegu Bréfamaraþoni Amnesty International í kringum 10. desember, sem er alþjóðlegur mannréttindadagur, setja hundruð þúsunda einstaklinga, frá 150 löndum og landsvæðum, nafn sitt á milljónir bréfa og korta til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og þrýsta á umbætur. Lesa meira

Sýning heimildamyndarinnar, In the land of the free í Bíó Paradís - 5.11.2015

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir sýningu verðlauna- heimildamyndarinnar, In the land of the free (2010) í Bíó Paradís, fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20 í sal 2. 

Lesa meira

Hvernig bréfamaraþonið virkar! - 27.10.2015

Nú styttist óðum í hið árlega bréfamaraþon þegar hundruð þúsunda koma saman og skrifa bréf til stjórnvalda um heim allan sem brjóta mannréttindi og senda kveðjur til þolenda brotanna.

Lesa meira

Bréfamaraþon 2015 - 21.10.2015

Á hverju ári í kringum 10. desember setja hundruð þúsunda einstaklinga, frá 150 löndum og landsvæðum, nafn sitt á milljónir bréfa og korta til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og þrýsta á umbætur.  Lesa meira

Ískyggilega mörg lönd virða að vettugi alþjóðalög með því að taka fólk af lífi fyrir fíkniefnabrot - 9.10.2015

Dauðarefsingin er enn notuð í „stríðinu gegn fíkniefnum“ þar sem ískyggilegur fjöldi ríkja í heiminum tekur fólk af lífi vegna sakfellingar fyrir fíkniefnabrot en aftökurnar eru skýrt brot gegn alþjóðalögum, segir í yfirlýsingu Amnesty International í tilefni af alþjóðlegum degi gegn dauðarefsingunni 10. október.

Lesa meira

Íslandsdeild Amnesty International upplýsir Íslendinga um réttindi sín í samskiptum við lögreglu! - 7.10.2015

Í rúmlega 50 ár hefur Amnesty International barist fyrir stjórnmálalegum og borgaralegum réttindum, þar á meðal réttarins til mannúðlegrar meðferðar handtekinna manna og til réttlátrar málsmeðferðar.  Lesa meira

Undirbúningur fyrir bréfamaraþon 2015 hafinn! - 6.10.2015

Undirbúningur fyrir einn stærsta mannréttindaviðburð í heimi, bréfamaraþonið, er hafin og í aðdraganda þess lítum við yfir farin veg og skoðum hvernig bréf þín höfðu áhrif á líf þolenda mannréttindabrota í kjölfar bréfamaraþonsins 2014. 

Lesa meira

Sádí-Arabía: Afnema verður dauðadóm sem felldur var yfir dreng undir lögaldri - 1.10.2015

Konungur Sádí Arabíu verður að synja staðfestingu á dauðadómi gegn ungum manni, Ali Mohammed Bagir al-Nimr, sem felldur var þegar hann var á barnsaldri. 

Lesa meira

Tilkynning til félaga um breytingar á félagafjölda - 30.9.2015

Á heimsþingi Amnesty International í ágúst 2015 var samþykkt ályktun um að stjórn alþjóðasamtakanna marki stefnu varðandi mannréttindi vændisfólks. Í þeim mánuði hætti hópur fólks að starfa með Íslandsdeild samtakanna. Flestir í þessum hópi hættu á næstu dögum eftir að ályktunin var samþykkt þ.e. á tímabilinu 11.-20. ágúst síðastliðinn. Lesa meira

Tími til kominn að heimurinn standi með ungum aðgerðasinnum - 7.9.2015

Þann 12. ágúst síðastliðinn fagnaði heimsbyggðin hinum árlega viðburði - alþjóðlega degi æskunnar. Það þótti kaldhæðnislegt að á þeim degi var lítil athygli vakin á því hverfandi rými sem ungir aðgerðasinnar hafa þar sem þeir í auknu mæli verða fyrir kúgun af hálfu stjórnvalda í mannréttindabaráttu sinni. Lesa meira

Flóttamannavandinn er áfellisdómur yfir leiðtogum Evrópu! - 3.9.2015

Stundin er mörkuð af grafarþögn! Um heim allan eru þetta hefðbundin viðbrögð þegar líf fólks glatast í harmleik. Evrópa er ekki undanskilin þessum viðbrögðum þegar harmleikur hefur riðið yfir álfuna eða skollið á strendur hennar eins og nú er, þar sem þúsundir flóttamanna og farandfólks, hafa glatað lífi sínu.  Lesa meira

Sárköld áminning um ástandið í Sýrland fyrir flóttafólk sem er fast við landamæri Makedóníu.   - 2.9.2015

Sýnin var sláandi þegar ég kom í þorpið Idomeni, nálægt grísku landamærunum að Makedóníu.

Lesa meira

Spurningar og svör - Ályktun um skyldur ríkja til að virða mannréttindi vændisfólks - 20.8.2015

Amnesty International samþykkti á heimsþingi sínu 11. ágúst sl. ályktun um skyldur ríkja til að virða mannréttindi vændisfólks (e. „sex workers“). Hér má finna nokkrar helstu spurningar sem Íslandsdeildinni hafa borist frá félögum og komið hafa fram í opinberri umræðu um ályktunina, ásamt svörum við þeim.

Lesa meira

Ályktun um skyldur ríkja til að virða, vernda og uppfylla mannréttindi vændisfólks - 20.8.2015

Þann 11. ágúst 2015 var samþykkt á heimsþingi Amnesty International í Dublin, ályktun er lýtur að skyldum ríkja til að virða, vernda og uppfylla mannréttindi vændisfólks. Hér má sjá ályktunina í íslenskri þýðingu.

Lesa meira

Íslandsdeild Amnesty International býður í vöfflukaffi! - 20.8.2015

Í tilefni Menningarnætur næstkomandi laugardag, 22. ágúst, býður Íslandsdeild Amnesty International gestum og gangandi í vöfflukaffi.

Lesa meira

11 ára stúlka í Paragvæ ól barn í kjölfar nauðgunar - 14.8.2015

Fréttir um að 11 ára stúlka, sem varð þunguð í kjölfar nauðgunar af hálfu stjúpföður, hafi eignast barn í gær minnir á þá brýnu þörf að Paragvæ breyti fóstureyðingarlögjöf landsins.

Lesa meira

Tilkynning til félaga um heimsþing samtakanna - 11.8.2015

Í dag lauk heimsþingi Amnesty International, sem hefur verið haldið undanfarna daga í Dublin á Írlandi. Þingið sóttu að vanda fulltrúar úr stjórn Íslandsdeildarinnar ásamt framkvæmdastjóra hennar, auk fulltrúa allra annarra deilda samtakanna. 

Lesa meira

52% stúlkna í Búrkína Fasó eru giftar um 18 ára aldur og nærri helmingur þeirra hefur eignast barn! - 7.8.2015

Búrkína Fasó verður nauðsynlega að takast á við þann þjóðarvanda sem snemmbær og þvinguð hjónabönd eru, auk óæskilegra þungana og skorts á kynfræðslu. Lesa meira

Brasilía: Herlögregla myrðir hundruð í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó de Janeiro - 5.8.2015

Sú stefna herlögreglu í Ríó de Janeiro að „skjóta fyrst og spyrja síðar” hefur stuðlað að síhækkandi morðtíðni í Brasilíu en morðin eru sjaldan  rannsökuð og fáir eru látnir svara til saka, samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International sem birt er í aðdraganda Ólympíuleikanna í Brasilíu 2016.  Lesa meira

Sorgardagur í Pakistan! - 4.8.2015

Pakistan verður að koma á tafarlausu aftökustoppi í ljósi nýjustu fregna af aftöku Shafqat Hussain en hann var á barnsaldri þegar meintur glæpur átti sér stað og pyndaður til að skrifa undir játningu, samkvæmt lögfræðingi hans.

Lesa meira

Srebrenica: Réttlætið fyrir borð borið fyrir fórnarlömb þjóðarmorðsins og fjölskyldur þeirra  - 24.7.2015

Þann 11. júlí 2015 voru tuttugu ár liðin frá því að þjóðarmorðin í Srebrenica áttu sér stað en þá voru rúmlega 8000 múslimar drepnir. 

Lesa meira

Meirihluti aðspurðra á Írlandi vilja afglæpavæða fóstureyðingar - 16.7.2015

Samkvæmt nýlegum niðurstöðum skoðanakönnunar á vegum Amnesty International eykst þrýstingur á írsk stjórnvöld að endurbæta fóstureyðingarlöggjöf í landinu sem er ein sú harðasta í heimi. 

Lesa meira

26. júní - Alþjóðlegur baráttudagur til stuðnings þolendum pyndinga! - 24.6.2015

Þann 13. maí árið 2014 hleypti Amnesty International úr vör herferðinni, Stöðvum pyndingar til að bregðast við aukningu á beitingu pyndinga á heimsvísu -  samtökin skráðu pyndingar í 141 ríki síðustu fimm árin. 

Lesa meira

Aðgerðasinnar í 55 löndum sýna þolendum pyndinga stuðning! - 24.6.2015

Föstudagurinn 26. júní er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna til stuðnings þolendum pyndinga. Lesa meira

Lög um fóstureyðingar á Írlandi í tölum - 10.6.2015

177.000  - konur og stúlkur hafa ferðast frá Írlandi til Englands og Wales í fóstureyðingu frá árinu 1971. Árið 2013, fóru a.m.k. 3679 konur og stúlkur frá Írlandi til annarra landa í fóstureyðingu.

Lesa meira

Sádi-Arabía: Staðfesting á dómi yfir Raif Badawi er svartur dagur fyrir tjáningarfrelsið - 10.6.2015

Ákvörðun hæstaréttar í Sádi-Arabíu um að staðfesta dóminn er bloggarinn Raif Badawi hlaut upp á 10 ár í fangelsi og 1000 svipuhögg er svartur dagur fyrir tjáningarfrelsið í landinu, að sögn Amnesty International.

Lesa meira

Írland: fóstureyðingarbann gerir konur að útungunarvélum - 9.6.2015

Þungaðar konur stofna lífi sínu og heilsu í hættu haldi þær til á Írlandi, samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International um fóstureyðingarlög í landinu.

Lesa meira

Úkraína: Ný sönnunargögn um fanga sem sæta pyndingum og drápum - 27.5.2015

Í nýrri og ítarlegri samantekt Amnesty International koma fram margvísleg sönnunargögn um áframhaldandi stríðsglæpi, þeirra á meðal pyndingar og skyndiaftökur á föngum, sem eiga sér stað á degi hverjum í Austur-Úkraínu. 

Lesa meira

Alþjóðleg andstaða gegn geðþóttaeftirliti Bandaríkjanna á net- og símanoktun - 21.4.2015

Almenn andstaða er í heiminum gegn eftirliti Bandaríkjanna á net- og símanotkun samkvæmt stórri alþjóðlegri könnun sem Amnesty International lét gera. 

Lesa meira

Chelsea Manning sendir þakkarbréf til konu sem tók þátt í bréfamaraþoninu á Íslandi! - 17.4.2015

Fyrir skemmstu barst Marrit sem tók þátt í bréfamaraþoninu á Íslandi bréf frá Chelsea Manning þar sem hún þakkar heilshugar fyrir stuðninginn og greinir m.a. frá því að fangelsið hafi bókstaflega fyllst af kortum og bréfum henni til handa. 

Lesa meira

Heimspekispjall um mannréttindi í Hannesarholti - 15.4.2015

Heimspekistofnun Háskóla Íslands og Íslandsdeild Amnesty International standa að heimspekispjalli um mannréttindi mánudaginn 20. apríl kl. 20 í Hljóðbergi Hannesarholts, að Grundarstíg 10, 101 Reykjavík.  Lesa meira

Ársskýrsla Amnesty International árið 2014 um dauðarefsinguna. - 1.4.2015

Dauðarefsingin 2014: ógnvænleg aukning á dauðadómum - ríkisstjórnir ákváðu víða að grípa til dauðarefsingarinnar til að berjast gegn glæpum og hryðjuverkum. 

Lesa meira

Amnesty International gefur út yfirlýsingu um kyn - og frjósemisréttindi - 18.3.2015

Ríkisstjórnir um heim allan og aðrir ráðandi aðilar keppast við að setja takmarkanir á einkalíf okkar sem við ættum að hafa fullan sjálfsákvörðunarrétt yfir, m.a. um kynhneigð okkar, kynlíf, náin sambönd og getnaðarvarnir.  

Amnesty International hefur gefið út yfirlýsingu í sjö liðum til að standa vörð um kyn- og frjósemisréttindi okkar. 

Lesa meira

Afturför í réttindamálum kvenna á heimsvísu hefur skelfilegar afleiðingar - 10.3.2015

Tveimur áratugum eftir að tímamótasáttmáli var samþykktur á alþjóðavísu um jafnrétti kvenna hefur hættuleg afturför átt sér stað í réttindamálum kvenna og stúlkna. Lesa meira

Rússland: Morðið á Boris Nemtsov verður að rannsaka vel - 4.3.2015

Morðið á Boris Nemtsov, einum þekktasta pólitíska aðgerðasinna Rússlands, verður að rannsaka á skjótan, óháðan og áhrifaríkan hátt.

Lesa meira

2014: Hræðilegt ár fyrir mannréttindi - 26.2.2015

Ríkisstjórnir tala fjálglega um nauðsyn þess að vernda almenna borgara. En stjórnmálamönnum heimsins hefur mistekist hrapallega að vernda þá sem mest þurfa á vernd að halda. 

Lesa meira

Íslandsdeild Amnesty International afhendir innanríkisráðherra 3557 undirskriftir - 20.2.2015

Í dag afhenti Íslandsdeild Amnesty International Ólöfu Nordal innanríkisráðherra áskorun þar sem 3557 einstaklingar kalla eftir því að innanríkisráðherra og ríkisstjórn Íslands fullgildi nú þegar valfrjálsu bókunina og sýni þar með í verki að íslensk stjórnvöld láti ekki nægja fyrirheit um að borgararnir verði ekki látnir sæta pyndingum eða annarri vanvirðandi meðferð, heldur verði óháðum eftirlitsaðila falið að fylgjast með því að þau fyrirheit séu efnd.

Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International - 19.2.2015

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn laugardaginn 7. mars 2015, kl. 12:00 í húsnæði deildarinnar, Þingholtsstræti 27, 3. hæð

Lesa meira

Málþing: Hvernig má staðfesta að pyndingum sé ekki beitt? - 17.2.2015

Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands standa fyrir málþingi um mikilvægi fullgildingar valfrjálsrar bókunar við samning SÞ gegn pyndingum. Málþingið fer fram í Öskju 132, við Háskóla Íslands þann 6. mars næstkomandi frá kl. 12 til 14. 

Lesa meira

Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík söfnuðu flestum undirskriftum! - 13.2.2015

Í lok síðasta árs efndi Íslandsdeild Amnesty International til samkeppni meðal framhaldsskóla landsins um besta árangurinn á bréfamaraþoni samtakanna í þágu verndar og virðingar mannréttinda víðs vegar um heiminn

Lesa meira

Úkraína: Íbúar Debaltseve á barmi örvæntingar - 10.2.2015

Íbúar í bænum Debaltseve í Úkraínu eru á barmi örvæntingar, þúsundir leita í örvinglun að skjóli frá sprengjuárásum og skortur er á rennandi vatni, rafmagni og nauðsynlegum sjúkravörum, að sögn Amnesty International.

Lesa meira

„Lukkuhjól“ notað af lögreglu til að ákvarða pyndingaaðferðir! - 4.2.2015

Sjónvarpsþættir þar sem svokallað lukkuhjól kemur fyrir eru alþjóðlegt fyrirbæri. 

Lesa meira

Grikkland: Harmleikur farandfólks við Farmakonisi - ári síðar hefur réttlætinu ekki verið fullnægt  - 30.1.2015

Það að grísk yfirvöld hafi brugðist þeirri skyldu sinni að rannsaka dauða 11 Afgana sem drukknuðu úti á sjó sýnir skeytingarleysi yfirvalda um að framfylgja réttlæti fyrir fórnarlömb og fjölskyldur þeirra og er dæmi um harðlínustefnu í málefnum hælisleitenda og farandfólks, sagði Amnesty International í tilefni þess að ár sé liðið frá harmleiknum í Farmakonisi.

Lesa meira

Grípið til aðgerða strax! Guadalupe hlaut 30 ára fangelsi vegna fósturmissis - 21.1.2015

Stjórnvöld í El Salvador verða tafarlaust að binda endi á óvægna herferð sína gegn réttindum kvenna og stúlkna í landinu og leysa tafarlaust úr fangelsi konu að nafni Guadalupe sem hefur setið í fangelsi frá árinu 2007 fyrir þær sakir einar að hafa misst fóstur.  Lesa meira

Eitt stærsta fyrirtækjahneyksli okkar tíma! - 9.1.2015

Mikilvægur sigur vannst nýverið þegar olíurisinn Shell greiddi síðbúnar skaðabætur til Bodó-samfélagsins á óseyrum Nígerfljóts, þar sem íbúar hafa þurft að horfa upp á lífsviðurværi sitt lagt í rúst vegna olíuleka sem Shell bar ábyrgð á.  Lesa meira
© Antoine Antoniol/Getty Images

Frakkland: Dökkur dagur fyrir tjáningarfrelsið – árás byssumanna á skrifstofu blaðsins Charlie Hebdo - 8.1.2015

Árás byssumanna á Parísarskrifstofu blaðsins Charlie Hebdo er skelfileg árás á tjáningarfrelsið að mati Amnesty International.

Lesa meira