Fréttir

Fyrirsagnalisti

Bestu þakkir fyrir stuðning þinn við mannréttindi á árinu sem er að líða - 20.12.2017

Nú, í lok árs, óskum við þér gleðilegrar hátíðar og þökkum þér kærlega fyrir árið sem er að líða. 

Lesa meira

Vel heppnað upphaf herferðarinnar Bréf til bjargar lífi - 4.12.2017

Gagnvirkri ljósainnsetningu Íslandsdeilar Amnesty International Lýstu upp myrkrið var ýtt úr vör þann 1. desember við Hallgrímskirkju en henni er ætlað að vekja athygli á árlegri herferð samtakanna Bréf til bjargar lífi.

Lesa meira

Aðventustemning á Bréf til bjargar lífi um næstu helgi! - 4.12.2017

Hið árlega Bréf til bjargar lífi (Bréfamaraþon) á vegum Íslandsdeildar Amnesty International fer fram á skrifstofu deildarinnar að Þingholtsstræti 27, laugardaginn 9. desember næstkomandi frá kl. 13 til 17. 

Lesa meira

Amnesty býður þér á gagnvirka ljósainnsetningu 1. til 5. desember - 24.11.2017

Það er heilmikið að gerast hjá okkur! Næsta föstudag, 1. desember, munum við hleypa herferðinni Bréf til bjargar lífi úr vör með einstakri, gagnvirkri ljósainnsetningu við Hallgrímskirkju í Reykjavík.

Lesa meira

Rannsókn Amnesty leiðir í ljós skelfileg áhrif netofbeldis gegn konum - 20.11.2017

Ný rannsókn Amnesty International leiðir í ljós skelfileg áhrif sem netofbeldi (netníð og netáreitni) á samfélagsmiðlum hefur á konur. Í skýrslunni greina konur víða um heim frá streitu, kvíða og kvíðaköstum í kjölfar þessarar skaðlegu reynslu á netinu.

Lesa meira

Jólakort 2017 - 15.11.2017

Kortin eru 10 saman í pakka ásamt umslögum og kosta 1.800 kr. Hægt er að fá þau með áletraðri jólakveðju eða án.  

Jólakortin eru fáanleg á skrifstofu Amnesty International í Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík á opnunartíma skrifstofunnar frá 9-17. Auk þess eru þau komin í verslanir Pennans Eymundsson og Bóksölu stúdenta. 

Lesa meira

Mjanmar: Sönnunargögn um kerfisbundna glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi gegn Rohingjum - 1.11.2017

Að minnsta kosti 530.000 Rohingjar, karlmenn, konur og börn hafa flúið norðurhluta Rahkine-fylkis á síðustu vikum vegna kerfisbundinna og útbreiddra íkveikja, nauðgana og morða af hálfu öryggissveita Mjanmar.

Lesa meira

Aðgerðakortin fyrir átakið Bréf til bjargar lífi komin í hús! - 19.10.2017

Nú styttist óðum í hið árlega átak Bréf til bjargar lífi eða Bréfamaraþonið eins og það hefur áður verið kallað. 

Lesa meira

Pólland: Bindið enda á baráttuna gegn friðsömum mótmælendum - 17.10.2017

Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að ríkisstjórn Póllands leggur allt kapp á að berjast gegn friðsömum mótmælendum til að koma í veg fyrir frekari mótmæli í landinu.  

Lesa meira

40 ár frá sögulegri yfirlýsingu gegn dauðarefsingunni. Sífellt færri ríki beita dauðarefsingunni í dag. - 10.10.2017

Ríkjum sem verja dauðarefsinguna og beita henni fækkar sífellt. Þau ættu að fylgja eftir þróuninni á heimsvísu segir Amnesty International á fimmtánda alþjóðlega baráttudeginum gegn dauðarefsingunni.

Lesa meira

Ríkisstjórnir Evrópu endursenda nærri 10.000 Afgani til heimalandsins þar sem þeir eiga í hættu að sæta pyndingum eða deyja - 5.10.2017

Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International sem kom út í dag, 5. október, hafa ríkisstjórnir Evrópu lagt líf þúsunda Afgana í hættu með því að þvinga þá til að snúa aftur til lands þar sem þeir eiga í hættu á að týna lífi sínu eða sæta pyndingum, mannshvörfum og öðrum mannréttindabrotum.  

Lesa meira

Útgáfuhóf í tilefni af útgáfu barnabókarinnar IMAGINE - Að hugsa sér - 3.10.2017

Íslandsdeild Amnesty International býður þér í útgáfuhóf í Listasafni Íslands sunnudaginn 8. október í tilefni af útgáfu barnabókarinnar IMAGINE – Að hugsa sér. Bókin er unnin í samvinnu við bresku deild Amnesty International en það er bókaútgáfan Orrusta sem gefur bókina út hér á landi í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. Lesa meira

Hverjir eru Rohingjar og hvers vegna eru þeir að flýja Mjanmar? - 13.9.2017

Rohingjar er minnihlutahópur, aðallega múslimar, sem býr í Rakhine-fylki í vesturhluta Mjanmar við landamæri Bangladess og telja um 1,1 milljón manns. Stjórnvöld í Mjanmar halda því fram að Rohingjar séu hópur af ólöglegum innflytjendum frá Bangladess þrátt fyrir að það hafi búið í Mjanmar í aldaraðir. Þau neita að viðurkenna þá sem ríkisborgara og í reynd er meirihluti þeirra án ríkisfangs. 

Lesa meira

Menningarnæturveisla hjá Íslandsdeild Amnesty International - 17.8.2017

Það verður mikið um að vera hjá Íslandsdeild Amnesty International um helgina en þá fer Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fram í 34. sinn og Menningarnótt í Reykjavík verður haldin í 22. sinn.

Lesa meira

Við höfum sögur að segja - 16.8.2017

 „Allir geta verið jákvæðir í garð Amnesty International því samtökin starfa í þágu fólksins en ekki til að hagnast á því,“ segir hinn 26 ára gamli Majid Zarei frá Íran sem hefur búið á Íslandi í rúmt ár og ætlar að hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu nú á laugardaginn til styrktar Amnesty International.

Lesa meira

Kemur ekki annað til greina en að hlaupa fyrir Amnesty International - 9.8.2017

Óskar Le Qui Khuu Júlíusson ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu 19. ágúst og safna áheitum fyrir Amnesty International. Lesa meira

Leiðist að hlaupa en vill leggja mannréttindabaráttunni lið - 2.8.2017

Textasmiðurinn, uppistandarinn, sviðshöfundurinn og danskennarinn Þórdís Nadia Semichat ætlar að taka þátt í skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins þann 19. ágúst næstkomandi og hleypur fyrir Amnesty International. 

Lesa meira

Íslensk stjórnvöld skuldbindi sig til að auka fjárframlög til Úganda vegna flóttamannavandans - 28.7.2017

Grimmileg stríðsátök í Suður-Súdan hafa leitt til einnar stærstu flóttamannakrísu heims og þeirrar verstu í Afríku. Rúmlega 928 þúsund einstaklingar hafa flúið frá Suður-Súdan til Úganda frá desember 2013, þar sem dauði, pyndingar, nauðganir og önnur gróf mannréttindabrot biðu þeirra í heimalandinu. 

Lesa meira

Undirskriftir í Kringlunni björguðu lífi nígerísks jafnaldra - 27.7.2017

„Það var magnað að hitta allt í einu dauðadæmda manninn, sem við höfðum barist fyrir að yrði frjáls. Þarna var hann lifandi, að tala við okkur,” segir Anna Lilja Ægisdóttir en hún ætlar að hlaupa 10 kílómetra í maraþoninu 19. ágúst og safna áheitum fyrir Amnesty International.

Lesa meira

Kynning á næsta heimsþingi Amnesty International - 24.7.2017

Íslandsdeild Amnesty International efnir til kynningarfundar þriðjudaginn 1. ágúst 2017, kl. 17.00 í húsnæði deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3. hæð. 

Lesa meira

Mannréttindi fótum troðin í Tyrklandi: baráttufólk, þeirra á meðal framkvæmdastjóri Amnesty International, fangelsað - 18.7.2017

Nú hafa sex einstaklingar, allt baráttufólk fyrir mannréttindum, verið úrskurðaðir í varðhald og bíða réttarhalda.

Lesa meira

Evrópusambandið: Starfsreglur um björgunaraðgerðir á sjó ógna lífi flóttafólks - 17.7.2017

Skjöl, sem var lekið til Amnesty International, fela í sér tillögur að starfsreglum sem binda munu hendur frjálsra félagasamtaka. 

Lesa meira

Opið bréf fimm félagasamtaka vegna fangavistunar mannréttindafrömuða í Tyrklandi - 17.7.2017

Við erum skelfingu lostin og okkur ofbýður handtaka og varðhald tyrkneskra stjórnvalda á tíu mannréttindafrömuðum sem nú bíða rannsóknar vegna meintrar „aðildar að vopnuðum hryðjuverkasamtökum“.

Lesa meira

Styðjum hugrakka mannréttindafrömuði í Tyrklandi - 14.7.2017

Mannréttindafrömuðirnir níu sem handteknir voru í Istanbúl fyrir rúmri viku og sitja í varðhaldi hafa allir lagt mikið á vogaskálirnar í mannréttindabaráttunni.

Lesa meira

Tala látinna fyrir miðju Miðjarðarhafsins eykst hröðum skrefum - 12.7.2017

Fjölgun dauðsfalla fyrir miðju Miðjarðarhafsins og skelfilegar misþyrmingar sem þúsundir flóttamanna sæta í líbískum varðhaldsstöðvum tengjast glögglega misheppnaðri stefnu Evrópusambandsins. 

Lesa meira

Aðdróttanir hafðar frammi gegn frjálsum félagasamtökum sem bjarga mannslífum fyrir miðju Miðjarðarhafinu - 7.7.2017

Vegna skorts á öruggum og lagalegum leiðum til Evrópu á síðustu árum hefur flótta- og farandfólk stofnað lífi sínu í hættu. 

Lesa meira

Tyrkland: Framkvæmdastjóri Tyrklandsdeildar Amnesty International í einangrun - 6.7.2017

Framkvæmdastjóri Tyrklandsdeildar Amnesty International, Idil Eser, var ásamt sjö öðrum mannréttindafrömuðum og tveimur þjálfurum handtekin í gær, miðvikudag, þegar þau tóku þátt í námskeiði um stafrænt öryggi og upplýsingastjórnun í Büyükada í Istanbúl.

Lesa meira

Tyrkland: Fangelsun formanns Amnesty óréttlætanleg - 14.6.2017

Ákvörðun tyrkneska ákæruvaldsins að kæra Taner Kiliç, formann Amnesty í Tyrklandi, fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum er lítilsvirðing við réttlætið og sýnir harkaleg áhrif herferðar tyrkneskra yfirvalda í kjölfar misheppnaðrar valdaránstilraunar í júlí í fyrra.

 

Lesa meira

Malaví: Máttvana réttarkerfi ýtir undir árásir á fólk með albínisma - 13.6.2017

Alvarlegir brestir í réttarkerfi Malaví hafa síðustu sex mánuði ýtt undir nýja bylgju morða á og árása gegn fólki með albínisma.

Lesa meira

Tyrkland: Stjórnvöld handtaka formann tyrknesku deildar Amnesty International - 7.6.2017

Formaður tyrknesku deildar Amnesty International, Taner Kiliç, hefur verið handtekinn í fjöldahandtökum. Hann var í hópi 22 lögfræðinga sem handteknir voru í borginni Izmir, grunaður um að hafa tengsl við hreyfingu Fethullah Gülen. Amnesty International krefst þess að Taner Kiliç og hinir lögfræðingarnir verði leystir tafarlaust úr haldi og allar ákærur gegn þeim látnar falla niður.

Lesa meira

Tyrkland: Stjórnvöld segja upp 100.000 opinberum starfsmönnum í stórfelldum hreinsunum - 24.5.2017

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt upp 100.000 opinberum starfsmönnum í stórfelldum hreinsunum. 

Lesa meira

Katar: Réttindi farandverkafólks enn vanrækt á meðan fyrsti leikur fer fram á HM-vellinum - 22.5.2017

Farandverkamenn sem vinna að byggingarframkvæmdum fyrir heimsmeistaramótið í Katar 2022 þurfa að þola kröpp kjör og bágar vinnuaðstæður.

Lesa meira

Bandaríkin: Chelsea Manning loks frjáls eftir grimmilega meðferð - 17.5.2017

Amnesty International kallar eftir rannsókn á stríðsglæpum sem voru afhjúpaðir og meiri vernd fyrir uppljóstrara. 

Lesa meira

Dönsk og þýsk börn gangast undir inngripsskurðaðgerðir til að kyn þeirra verði „staðlað“ - 12.5.2017

Börn sem fæðast með óhefðbundin kyneinkenni sem falla ekki undir kynjatvíhyggjuna eiga á hættu að sæta ónauðsynlegum og inngripsmiklum læknisaðgerðum sem stuðla oft að sálrænu áfalli og brjóta á mannréttindum þeirra.

Lesa meira

Venesúela: Auknar „nornaveiðar” gegn mótmælendum mitt í stjórnmálakrísu landsins - 1.5.2017

Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International sem ber heitið Silenced By Force: Politically-Motivated Arbitrary Detentions in Venezuela beita stjórnvöld í Venesúela dómskerfinu í þeim ólöglega tilgangi að auka ofsóknir og fjölga refsingum gegn þeim sem eru á öndverðum meiði. Mótmælum hefur fjölgað mjög í landinu sem leitt hefur til nokkurra dauðsfalla og þess að hundruð manna hafa slasast eða sætt fangelsun.

Lesa meira

Bandaríkin: Fyrstu 100 dagarnir í forsetatíð Trump - 28.4.2017

Nú þegar ríkisstjórn Donald Trumps forseta hefur verið við völd í 100 daga hefur Amnesty International tekið saman lista yfir 100 atriði þar sem ríkisstjórn Trumps hefur ógnað mannréttindum í Bandaríkjunum og um heim allan. 

Lesa meira

Ársskýrsla Amnesty International: Dauðarefsingin 2016 - 10.4.2017

Dauðarefsingin 2016: Kína sem er stærsti böðullinn meðal ríkja heims verður að gera hreint fyrir sínum dyrum um gífurlegan fjölda dauðarefsinga í landinu. 

Lesa meira

Sýrland: Öryggisráð SÞ verður að grípa til skilvirkra aðgerða eftir efnavopnaárás í Idleb-héraði - 5.4.2017

Sífellt fleiri sönnunargögn berast nú sem benda til þess að taugagas hafi verið notað í eiturvopnaárás sem varð til þess að 70 manns létust og hundruð óbreyttra borgara slösuðust í Khan Sheikhoun í Idleb-héraði í norðanverðu Sýrlandi.

Lesa meira

Við deyjum 100 sinnum á degi hverjum - 28.3.2017

Þannig lýsir hinn 26 ára gamli Yousif Ajaj flóttamaður frá Sýrlandi upplifun sinni af verunni í flóttamannabúðum í Grikklandi og bætir við að „dýr gætu ekki einu sinni búið við þessar aðstæður“. 

Lesa meira

Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að taka á móti fleiri flóttamönnum - 27.3.2017

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti niðurstöður heildaryfirferðar á stöðu mannréttindamála á Íslandi (UPR) þann 16. mars 2017. Við afgreiðslu á niðurstöðunum lýsti Amnesty International yfir afstöðu sinni til þeirra.

Lesa meira

Góðgerðarvika Kvennaskólans í Reykjavík - 23.3.2017

Dagana 13.-17. mars héldu nemendur í Kvennaskólanum í Reykjavík góðgerðarviku þar sem þeir létu gott af sér leiða. Góðgerðarnefnd skólans hafði veg og vanda af skipulagningu vikunnar og settu þau sig í samband við Íslandsdeild Amnesty International. 

Lesa meira

Samningur ESB við Tyrkland: Smánarblettur á samvisku Evrópu - 20.3.2017

Samningur ESB við Tyrkland, sem leitt hefur til þjáningar þúsunda flóttamanna og farandfólks, er smánarblettur á sameiginlegri samvisku Evrópu segir Amnesty International, nú þegar ár er liðið frá því að samningurinn tók gildi.

Lesa meira

Bandaríkin: Úrskurður alríkisdómara á Hawaii afhjúpar mismunun í ferðabanni Bandaríkjaforseta - 16.3.2017

Margaret Huang, framkvæmdastjóri bandarísku deildar Amnesty International, hafði þetta að segja í kjölfar úrskurðar bandarísks alríkisdómara á Hawaii, sem bannar uppfært bann Bandaríkjaforseta gegn múslimum:

Lesa meira

Bandaríkin: Foreldrar neyðast til að skilja við barn sitt vegna ferðabanns Trumps - 13.3.2017

Þetta var erfitt val sem ekkert foreldri ætti að þurfa að standa frammi fyrir. 

Lesa meira

Filippseyjar: Dauðarefsingin er ómannúðleg, ólögleg og gagnslaus leið til berjast gegn fíkniefnum - 9.3.2017

Fulltrúadeild filippseyska þingsins hefur samþykkt lagafrumvarp þess efnis að dauðarefsingin skuli tekin upp að nýju, þvert á alþjóðlegar skuldbindingar. 

Lesa meira

Bíókvöld Íslandsdeildar Amnesty International - 8.3.2017

Fimmtudaginn 9. mars næstkomandi mun ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International standa fyrir bíókvöldi í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan 20:00. 

Lesa meira

Ungverjaland: Fangabúðir flóttamanna í gámum handan gaddavírsgirðinga er gróft brot á alþjóðalögum - 8.3.2017

Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að allir þeir sem sækja um hæli í landinu sæti handtöku og varðhaldi á meðan umsókn þeirra er afgreidd. 

Lesa meira

Bandaríkin: Nýtt og uppfært ferðabann mun ýta undir hatur og ágreining - 7.3.2017

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skrifað undir nýja forsetatilskipun sem kveður á um að hlé skuli gert á móttöku flóttamanna til Bandaríkjanna og ferðabann sett á fólk frá sex ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.

Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International 25. mars 2017 - 6.3.2017

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn laugardaginn 25. mars 2017 kl. 14.00 í húsnæði deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 101 Rvk., 3 hæð.

Lesa meira

Málþing um stöðu flóttamanna í Evrópu og á Íslandi - 6.3.2017

Íslandsdeild Amnesty International, Rauði krossinn á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Íslands standa að málþingi um stöðu flóttamannamála í Evrópu og á Íslandi, miðvikudaginn 15. mars, í Öskju í Háskóla Íslands, stofu 132, frá kl. 12.00 til 13.00.

Lesa meira

Evrópusambandið: Hyggst loka á sjóleið sem heldur flóttafólki og farandfólki föngum við hræðilegar aðstæður í Líbíu. - 24.2.2017

Í aðdraganda leiðtogafundar á Möltu, sem fram fór þann 3. febrúar síðastliðinn, varaði Amnesty International ráðamenn í Evrópu við hættunni á grófum mannréttindabrotum sem fylgja lokun á sjóleið flóttafólks og farandfólks frá Líbýu til álfunnar. 

Lesa meira

Ársskýrsla Amnesty International: Stjórnmál ala á sundrungu og ótta - 22.2.2017

Stjórnmálamenn beita nú æ oftar eitraðri hugmyndafræði um „við gegn þeim“. Þessi orðræða stjórnmálamanna í heiminum hefur aukið bilið milli landa og gert heiminn hættulegri segir í ársskýrslu Amnesty International, en samtökin gáfu í dag út árlegt yfirlit sitt yfir stöðu mannréttinda í heiminum. 

Lesa meira

Vilt þú fræðast um réttindi flóttafólks? - 20.2.2017

Amnesty International hefur ýtt úr vör netnámskeiðinu Mannréttindi: Réttindi flóttafólks. Námskeiðið gerir fólki kleift að fræðast á sínum eigin hraða um réttindi fólks á flótta og að efla færni sína í baráttu fyrir réttindum flóttafólks.

Lesa meira

Samningur ESB við Tyrkland: Uppskrift að örvæntingu - 17.2.2017

Flóttamannasamningur Evrópusambandsins við Tyrkland hefur leitt til þess að þúsundir flóttamanna og farandfólks hírast við hörmuleg og hættuleg búsetuskilyrði á Grikklandi. 

Lesa meira

Sýrland: Ný rannsókn AI afhjúpar fjöldahengingar og pyndingar í hinu illræmda Saydnaya-fangelsi - 7.2.2017

Ný og svört skýrsla Amnesty International afhjúpar skipulagðar aftökur sýrlenskra stjórnvalda  án dóms og laga í Saydnaya-fangelsi.

Lesa meira

Framhaldsskólanemar í Verzló og á Húsavík báru sigur úr býtum í Bréfamaraþoninu - 3.2.2017

Árlega heldur Íslandsdeild Amnesty International Bréfamaraþon þar sem samtökin hvetja einstaklinga til að taka höndum saman og styðja við bakið á þolendum mannréttindabrota með pennann að vopni. Fyrir rúmu ári setti Íslandsdeildin á laggirnar vefsíðuna „Bréf til bjargar lífi“ þar sem einstaklingar og menntastofnanir voru hvattar til að leggja hönd á plóg. Sem fyrr efndi Íslandsdeild Amnesty International einnig til samkeppni meðal framhaldsskóla landsins um mestan fjölda undirskrifta á Bréfamaraþoni samtakanna. 

Lesa meira

Stríð Bandaríkjanna gegn flóttafólki frá múslimaríkjum - 1.2.2017

Nú verður engum vettlingatökum beitt. Bandaríkin hafa tekið silkihanskana af. 

Lesa meira

Bandaríkin: Við munum berjast gegn tilraunum Trumps til að loka landamærunum - 26.1.2017

Þann 25. janúar gaf Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, út nokkrar tilskipanir sem tengjast málefnum innflytjenda. 

Lesa meira

Aðgerðastarfið okkar virkar - 23.1.2017

Moses Akatugba var handtekinn af nígeríska hernum þegar hann var aðeins 16 ára gamall en við handtökuna var hann skotinn í höndina og barinn. Hann var bundinn á fótum og látinn hanga á hvolfi í marga klukkutíma í yfirheyrsluherbergi. Loks var töng notuð til að draga neglur af fingrum hans og tám í þeim tilgangi að þvinga hann til að játa á sig glæp. Eftir átta ár í fangelsi, án dóms og laga, hlaut hann dauðadóm.

Lesa meira

Ótrúlegur fjöldi framhaldsskóla, félagsmiðstöðva og sveitarfélaga tóku þátt í Bréfamaraþoninu 2016 - 16.1.2017

Met var slegið í bæði fjölda staða og framhaldsskóla sem tóku þátt í Bréfamaraþoni Íslandsdeildar Amnesty International árið 2016. 

Lesa meira

Smánarblettur á samvisku okkar allra - 12.1.2017

Mannkynssagan mun bera vitni um að ömurleg meðhöndlun Evrópulanda á flóttamannavandanum verður smánarblettur á samvisku okkar allra. 

Lesa meira