Fréttir

Fyrirsagnalisti

Sýrland: Linnulausar sprengjuárásir á óbreytta borgara í Austur-Ghouta falla undir stríðsglæpi - 22.2.2018

„Sýrlensk stjórnvöld, með stuðningi Rússlands, eru af ásettu ráði að ráðast á sitt eigið fólk í Austur-Ghouta. Fólkið hefur ekki aðeins þjáðst vegna grimmilegs umsáturs síðastliðin sex ár, heldur er það núna lokað inni vegna daglegra árása þar sem vísvitandi er verið að myrða það og örkumla. Það fellur undir svívirðilega stríðsglæpi.“

Lesa meira

Menntaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu söfnuðu flestum undirskriftum! - 20.2.2018

Árlega heldur Íslandsdeild Amnesty International bréfamaraþonið Bréf til bjargar lífi þar sem samtökin hvetja einstaklinga til að taka höndum saman og styðja við bakið á þolendum mannréttindabrota með pennann að vopni. Þar hvetjum við einstaklinga, vinnustaði og menntastofnanir til að leggja hönd á plóg og hafa Íslendingar ávallt svarað kallinu.  Eins og við greindum frá um daginn þá hafa aldrei fleiri Íslendingar lagt mannréttindabaráttunni lið í þessarri árlegu herferð eins og árið 2017. 

Lesa meira

Framboð í stjórn Íslandsdeildar Amnesty International - 20.2.2018

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn 14. mars næstkomandi og á þeim fundi verður að venju kosið í stjórn deildarinnar.

Lesa meira

Tónlistaruppistand í Tjarnarbíó 28. febrúar - styrktarsýning - 19.2.2018

Leikarinn Kári Viðarsson flytur tónlistaruppistandið Frjáls Framlög á miðvikudaginn 28. febrúar. Allur ágóðinn rennur óskertur til Íslandsdeildar Amnesty. 

Lesa meira

Dagskrá málþings um intersex málefni - 16.2.2018

Íslandsdeild Amnesty International minnir á málþing um mannréttindi intersex fólk Ný nálgun til framtíðar sem fram fer á morgun, laugardaginn 17. febrúar frá kl. 12-16 í stofu 132 í háskólabyggingunni Öskju, Sturlugötu 7.  Lesa meira

Mannréttindi intersex fólks: Ný nálgun til framtíðar - 2.2.2018

Hinsegin málefni voru í fyrsta sinn til umfjöllunar í stjórnarsáttmála Íslands árið 2017 með sérstakri áherslu á réttindi intersex fólks. 

Lesa meira

Tyrkland: Fjölskylda formanns Amnesty International í öngum sínum eftir að hann var handtekinn á ný - 1.2.2018

 Ákvörðun um endurnýjun varðhalds yfir formanni Amnesty International í Tyrklandi, aðeins klukkustundum eftir að dómstóll fyrirskipaði lausn hans, verður að afturkalla án tafar og leysa Taner Kılıç úr haldi.

Lesa meira

Metþátttaka Íslendinga í Bréf til bjargar lífi árið 2017 - 19.1.2018

Aldrei hafa fleiri Íslendingar lagt mannréttindabaráttunni lið í hinni árlegu herferð Amnesty International Bréf til bjargar lífi eins og árið 2017. 

Lesa meira