Aðventustemning á Bréf til bjargar lífi um næstu helgi!

4.12.2017

Íslandsdeild Amnesty International býður alla velkomna á skrifstofu deildarinnar að Þingholtsstræti 27, laugardaginn 9. desember næstkomandi frá kl. 13 til 17 sem hluti af hinu árlega Bréf til bjargar lífi (Bréfamaraþon).

Láttu gott af þér leiða með því mæta á þann stað sem er næstur þér á landinu og er auglýstur hér að neðan. Þar geturðu skrifað undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og sent stuðningskveðjur til þolenda brotanna. Stuðningskveðjurnar veita þolendum styrk og vissu um að alheimurinn hafi ekki gleymt þeim. Á hverju ári sjáum við hvernig skrif fólks eins og þín og stuðningskveðjur bjarga lífi. Samviskufangi er leystur úr haldi, þolandi pyndinga sér réttlætinu fullnægt eða ómannúðlegri löggjöf er breytt. Allt vegna aðgerða venjulegs fólks sem lætur sig mannréttindi annarra miklu varða.

Hjálpaðu okkur að halda loganum í mannréttindabaráttunni lifandi og lýsa upp myrkrið í lífi þolenda mannréttindabrota.

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Ásgeirsson mætir í hús og gleður gesti með tónlist sinni. Það verður að sjálfsögðu heitt og könnunni og kruðerí í boði. Ekki láta þennan einstaka mannréttindaviðburð framhjá þér fara sem hefur fest sig rækilega í sessi hjá félögum okkar og velunnendum.

Hökkum til að taka á móti þér,
Kær kveðja frá starfsfólki Íslandsdeildar Amnesty International 

Dagskrá bréfamaraþonsins fer einnig fram á eftirfarandi stöðum:

Akureyri, í Pennanum Eymundsson og Amtsbókasafninu laugardaginn 9. desember frá kl. 12 til 16. 

Akranes, á Bókasafni Akraness, dagana 2. til 16. desember á opnunartíma safnsins.

Borgarnes, í Hugheimum, Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi, föstudaginn 8. desember frá kl. 13 til 16 og í matsal Hjálmakletta í Menntaskóla Borgarfjarðar kl. 12.

Dalvíkurbyggð, Menningarhúsið Berg, dagana 2. til 16. desember á opnunartíma.

Egilsstaðir, á Jólakettinum í Barra laugardaginn 16. desember frá kl. 12 til 16.

Eyrarbakki, á Bókasafninu Árborg, dagana 2. til 16. desember á opnunartíma safnsins

Grindavík, á Bókasafninu í Grindavík, dagana 2. til 16. desember á opnunartíma safnsins. 

Hafnarfjörður, á Bókasafninu í Hafnarfirði, dagana 2. til 16. desember á opnunartíma safnsins.

Húsavík, Bókasafnið á Húsavík, dagana 2. til 16. desember á opnunartíma safnsins.

Hvolsvöllur, Bókasafn Rangæinga, dagana 2. til 16. desember á opnunartíma safnsins.

Hveragerði, Bókasafnið í Hveragerði, dagana 2. til 16. desember á opnunartíma safnsins. 

Höfn í Hornafirði, á jólamarkaðinum, laugardaginn 2. desember frá kl. 13 til 17.

Kópasker, í versluninni Skerjakolla föstudagana, 8. og 15. desember frá kl. 14-19.

Ísafjörður, í Rammagerðinni á opnunartíma frá kl. 13 til 17 á aðventunni.

Laugar, í Framhaldsskólanum á Laugum, fimmtudaginn 7. desember, frá kl. 10:00 til 12:30. 

Reykjanesbær, á bókasafninu í Reykjanesbæ 2. til 16. desember á opnunartíma safnsins.

Reykjavík, skrifstofa Amnesty International Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík, laugardaginn 9. desember frá kl. 13-17.

Reykjavík, Hlutverkasetur, Borgartúni 1, 105 Reykjavík, á aðventunni.

Reykjavík Gerðuberg, Menningarmiðstöðin Gerðuberg 2. til 16. desember á opnunartíma safnsins.

Reykjavík Grafarvogur, Borgarbókasafn, Menningarhús Spönginni, 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins.

Reykjavík Miðbær, Borgarbókasafn, Menningarhús Grófinni 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins.

Reykjavík, Auglýsingastofan Pipar, Guðrúnartúni 8, 105 Reykjavík, á aðventunni.

Reykjavík, Vegagerðin, dagana 2. til 16. desember.

Sauðárkrókur, á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra og Árskóla, fimmtudaginn 7. desember frá kl. 8 til 16.

Selfoss, í Bókasafni Árborgar á Selfossi dagana 2. til 16. desember á opnunartíma safnsins og á Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Árborg. Upplýsingamiðstöðin er opin mánudag til föstudag frá 10-18. Laugardaga frá 11- 14.

Stokkseyri, á Bókasafninu Árborg 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins

Stykkishólmur, í Félagsheimilinu X-ið, laugardaginn 9. desember frá kl. 14-18.

Þorlákshöfn, Bókasafnið á Þorlákshöfn, dagana 2. til 16. desember á opnunartíma safnsins.

 

Til baka