Bandaríkin: Úrskurður alríkisdómara á Hawaii afhjúpar mismunun í ferðabanni Bandaríkjaforseta

16.3.2017

01 .


Margaret Huang, framkvæmdastjóri bandarísku deildar Amnesty International, hafði þetta að segja í kjölfar úrskurðar bandarísks alríkisdómara á Hawaii, sem bannar uppfært bann Bandaríkjaforseta gegn múslimum:

„Barist verður gegn þessari ómannúðlegu stefnu fyrir dómstólum svo lengi sem hún er í gildi. Stefnan setur líf þúsunda einstaklinga í uppnám. Bandaríkjaþing getur bundið enda á málið með því að samþykkja lög sem hnekkja banninu. Þessi úrskurður gegn banninu ítrekar það sem við öll vitum nú þegar: Þetta bann er grundvallað á fordómum gegn múslimum sem sett er fram undir fölsku yfirskyni öryggis. Hatur tryggir ekki öryggi okkar. Binda verður enda á bannið núna“.

Lestu meira um áhrif ferðabannsins á einstaklinga hér

Nbnw_graphic_updated_720_edited .


Íslandsdeild Amnesty International stendur þessa dagana fyrir undirskriftasöfnun í Netákalli samtakanna. Hjálpaðu okkur að senda skýr skilaboð til Trumps, þar sem við krefjum hann um að afturkalla þessa nýju forsetatilskipun. Skorum á forseta Bandaríkjanna að hætta að misnota vald sitt, standa við skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart viðkvæmasta hópi flóttamanna og binda enda á ferðabann sem mismunar fólki á grundvelli þjóðernis og trúar. 

Hérna má finna hlekk á ákallið þar sem þú getur skrifað undir.

Til baka