Aðgerðakortin fyrir átakið Bréf til bjargar lífi komin í hús!

19.10.2017

Nú styttist óðum í hið árlega átak Bréf til bjargar lífi eða Bréfamaraþonið eins og það hefur áður verið kallað. Í ár verða tíu mál einstaklinga og hópa sem sæta mannréttindabrotum tekin fyrir en einstaklingarnir eru frá Bangladess, Egyptalandi, Finnlandi, Hondúras, Ísrael herteknu svæðunum, Jamaíka, Kína, Madagaskar, Tsjad og Tyrklandi
Aðgerðakortin eru tilbúin úr prentun og komin á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International. Myndlistarkonan Rebecca Hendin hannaði útlit myndanna sem prýða aðgerðakortin í ár. 
Átakið Bréf til bjargar lífi fer fram á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International að Þingholtsstræti 27, laugardaginn 9. desember frá kl. 13-17. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Ásgeir mun gleðja gesti með fallegri tónlist og boðið verður upp á kaffi og smákökur. 
Þá fer átakið jafnframt fram á eftirfarandi bókasöfnum dagana 2.-16. desember á opnunartíma: Bókasafni Akraness, Bókasafni Árborgar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, Borgarbókasafninu, Menningarhúsi Árbæjar og Grófinni, Bókasafni Hafnarfjarðar, Bókasafni Grindavíkur, Bókasafni Reykjanesbæjar, Bókasafni Rangæinga á Hvolsvelli.
Einnig taka eftirfarandi sveitafélög þátt: Akureyri,Borgarnes, Egilsstaðir, Húsavík, Höfn í Hornafirði, Kópasker, Ísafjörður, Reykjavík, Sauðárkrókur og Stykkishólmur.

Dagskráin í hverju sveitafélagi fyrir sig verður auglýst síðar á heimasíðu Íslandsdeildar samtakanna og fésbókarsíðunni. 


Til baka