Framboð í stjórn Íslandsdeildar Amnesty International

20.2.2018

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn 14. mars næstkomandi og á þeim fundi verður að venju kosið í stjórn deildarinnar. Þetta árið hyggjast þrír núverandi stjórnarmenn ekki gefa kost á sér áfram og því verður kosið í tvær stöður, auk stöðu formanns. Stjórn Íslandsdeildar Amnesty hvetur alla félagsmenn sem hafa brennandi áhuga á mannréttindum til að bjóða sig fram. Spurningum varðandi kosningu og stjórnarsetu skal beint til Esterar Hafsteinsdóttur, varaformanns Íslandsdeildar Amnesty á netfangið ester@amnesty.is.

Kveðja,

Stjórn Íslandsdeildar Amnesty International

Til baka