Góðar fréttir

Fyrirsagnalisti

Kambódía: Aðgerðasinninn Tep Vanny laus úr haldi í kjölfar konunglegrar náðunar - 31.8.2018

 Amnesty International taldi Tep Vanny vera samviskufanga og var mál hennar hluti af alþjóðlegri herferð samtakanna þar sem rúmlega 200.000 einstaklingar um heim allan kölluðu eftir lausn hennar. 

Lesa meira

Bréf til bjargar lífi: Tvær góðar fréttir - 24.8.2018

Nýverið bárust gleðifréttir af tveimur málum sem voru tekin upp í hinni árlegu og alþjóðlegri herferð okkar, Bréf til bjargar lífi. Annars vegar vegna máls frá því í fyrra og hins vegar máls frá árinu 2015.

Lesa meira

Ísrael/hernumdu svæði Palestínu: Lausn Ahed Tamimi ljúfsár gleðitíðindi á meðan önnur palestínsk börn eru í haldi í Ísrael - 30.7.2018

Hin 17 ára Ahed Tamimi var leyst úr haldi 29. júlí síðastliðinn, 21 degi áður en hún átti að ljúka átta mánaða fangelsisvist sinni eftir að hafa verið ranglega fangelsuð af ísraelska herréttinum á hernumdu svæði Vesturbakkans.

Lesa meira

Kína: Liu Xia farin úr landi eftir stofufangelsi - 12.7.2018

Listakonan Liu Xia, ekkja nóbelsverðlaunahafans Liu Xiaobo, sem var haldið í ólöglegu stofufangelsi í Kína er nú laus úr haldi og farin úr landi til Þýskalands.

Lesa meira

Súdan: Mildun á dauðadómi ungrar konu sem drap eiginmann sinn í sjálfsvörn - 29.6.2018

Dómstóll í Súdan mildaði dauðadóm yfir Noura Hussein í fimm ára fangelsi fyrir að drepa eiginmann sinn í sjálfsvörn vegna nauðgunartilraunar.

Lesa meira

10 atriði þar sem þið höfðuð áhrif í Bréf til bjargar lífi - 12.4.2018

Á Íslandi söfnðust þúsundir undirskrifta til stjórnvalda og hundruð stuðningskveðja voru sendar til þolenda mannréttindabrota í Bréf til bjargar lífi árið 2017, árlegri alþjóðlegri herferð Amnesty International í kringum alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember. Metþátttaka var á heimsvísu þar sem 5,5 milljónir einstaklinga gripu til aðgerða. Áhrifin eru ótvíræð.

Lesa meira

Norður-Kórea: Ung kona og fjögurra ára sonur ekki lengur í hættu á að verða send í fangabúðir - 23.3.2018

Koo Jeong-hwa sat í fangelsi í Norður-Kóreu frá 3. desember 2017 fyrir að fara úr landi án leyfis. Hún átti á hættu að hljóta lífstíðardóm í pólitískum fangabúðum í Norður-Kóreu ásamt fjögurra ára syni sínum. Fjölskylda Koo Jeong-hwa hefur nú tilkynnt að þau séu ekki lengur í hættu.

Lesa meira

Fillipseyjar: Jerryme Corre laus úr haldi eftir sex ár í fangelsi - 19.3.2018

Jerryme Corre er laus úr haldi eftir sex ár í fangelsi og er kominn heim til fjölskyldu sinnar. Mál hans var hluti af alþjóðlegri árlegri herferð Amnesty International, Bréf til bjargar lífi, árið 2014 þar sem hundruð þúsundir um heim allan tóku þátt. 

Lesa meira