Góðar fréttir

Fyrirsagnalisti

Mexiko

Mexíkó: Ný lög gegn pyndingum gefa von um réttlæti - 21.6.2017

Ný löggjöf í Mexíkó gegn pyndingum er kærkomið framfaraskref í baráttunni fyrir mannréttindum í landinu. Yfirvöld verða þó að tryggja að þeir sem ábyrgir eru fyrir pyndingum verði sóttir til saka.

Lesa meira

Malasía: Mildun á dauðadómi - 8.6.2017

Shahrul Izani Suparman, sem dæmdur var til dauða árið 2009 fyrir fíkniefnaviðskipti, hefur formlega fengið mildaðan dóm. Eftir fjögur á hann möguleika að verða leystur fyrr úr haldi fyrir góða hegðun. Shahrul fannst með kannabis í fórum sínum árið 2003 þegar hann var 19 ára. 

 

Lesa meira

Taívan færist nær jafnrétti til hjónabands eftir tímamóta dómsúrskurð - 30.5.2017

Dómarar við stjórnlagadómstól í Taívan úrskurðuðu í síðustu viku að núverandi lög um hjónaband brjóti gegn stjórnarskránni vegna mismununar gegn samkynhneigðum pörum. 

Lesa meira

Íran: Fangi undir lögaldri á dauðadeild leystur úr haldi - 22.5.2017

Amnesty International hefur fengið góðar fréttir frá Íran! Salar Shadizadi, sem handtekinn var undir lögaldri og var á dauðadeild í 10 ár, hefur verið leystur úr haldi

Lesa meira

Perú: Yfirvöld binda enda á mál gegn mannréttindafrömuði - 8.5.2017

Að lokinni tæplega fimm ára langri dómsmeðferð á staðhæfulausum ákærum um ólöglegt landnám, úrskurðaði hæstiréttur Perú að ekkert tilefni væri til áframhaldandi ástæðulausra réttarhalda.

Málið var hluti af Bréfamaraþoni Amnesty International árið 2016. 

Lesa meira
aftöku frestað

Frestun á aftöku einstaklings með alvarlega geðfötlun í Arkansas - 3.5.2017

Aftaka Bruce Ward sem áætluð var 17. apríl í Arkansas hefur verið frestað. Bruce Ward var annar tveggja manna sem taka átti af lífi þann 17. apríl en aftaka hans var ein af átta aftökum sem áætlaðar voru á 11 daga tímabili frá 17. apríl til 27. apríl. 

Lesa meira

Hæstiréttur í Tucuman í Argentínu hefur sýknað Belén - 10.4.2017

Þann 27. mars síðastliðinn sýknaði hæstiréttur í Tucuman-héraði í norðurhluta Argentínu Belén, 27 ára gamla konu sem hafði verið dæmd í átta ára fangelsi fyrir fósturmissi á ríkisreknu sjúkrahúsi. 

Lesa meira

Bandaríkin: Ung móðir sem sótt hafði um hæli er laus úr varðhaldi - 8.3.2017

Söru Beltran Hernandez, 26 ára móður sem flúði ofbeldi í El Salvador og var í haldi bandarísku innflytjenda- og tollagæslunnar í 15 mánuði í Texas, hefur verið veitt reynslulausn. Hún var leyst úr haldi að kvöldi 2. mars til að vera með fjölskyldu sinni og leita sér læknismeðferðar vegna heilaæxlis. 

Lesa meira