Góðar fréttir

Fyrirsagnalisti

Tyrkneskur dómstóll leysir mannréttindafrömuði úr haldi - 26.10.2017

Í framhaldi af ákvörðun dómstóls í Tyrklandi um að leysa átta mannréttindafrömuði úr haldi gegn tryggingu lét Salil Shetty framkvæmdastjóri Amnesty International eftirfarandi orð falla: 

„Loks í dag getum við fagnað því að vinir okkar og samstarfsfólk geti snúið aftur heim til ástvina sinna og sofið í eigin rúmi í fyrsta sinn í nærri fjóra mánuði...“

Lesa meira

Ísrael: Palestínskur sirkuslistamaður leystur úr haldi - 12.10.2017

Palestínskur sirkulistamaður og kennari, Mohamed Faisal Abu Sakha, var sleppt lausum úr Ketziot-fangelsinu í Ísrael þann 30. ágúst. Hann sat nærri tvö ár í varðhaldi án dómsúrskurðar og var aldrei ákærður eða réttað yfir honum. Hann er kominn heim til fjölskyldu sinnar í Jenin á Vesturbakkanum. 

Lesa meira

Súdan: Dr. Mudawi leystur úr haldi eftir átta mánaða óréttláta fangavist - 3.10.2017

Mudawi var leystur úr haldi, ásamt fimm öðrum mannréttindafrömuðum þann 29. ágúst. Hann hafði verið ákærður fyrir að „grafa undan stjórnarskránni“ og „heyja stríð gegn ríkinu“. Þessar ákærur hefðu getað leitt til dauðadóms eða lífstíðarfangelsis en hafa nú verið felldar niður.

Lesa meira

Úsbekistan: Erkin Musaev laus úr haldi - 21.8.2017

Þann 10. ágúst síðastliðinn var fjölskyldu Erkin Musaev boðið að mæta á skrifstofu ríkissaksóknara Úsbekistan þar sem henni var tilkynnt að forseti landsins hafi fyrirskipað lausn Erkin úr fangelsi eftir 11 ár á bak við lás og slá.

Lesa meira
© Amnesty International (photo: HANS-MAXIMO MUSIELIK)

Bandaríkin: Þriggja ára barn leyst úr haldi - 14.8.2017

Það markaði tímamót  þegar úrskurðað var að hinn þriggja ára gamli Josué* skyldi leysa úr haldi úr Berks County Residential Center í Pennsylvaníu í síðustu viku. Hann flúði frá Hondúras með tæplega þrítugri móður sinni vegna hótana um mannrán og líkamlega og kynferðislega árás. Þau sóttu síðan um hæli í Bandaríkjunum og hafa verið í haldi í Berks í rúma 16 mánuði. 

Lesa meira
©Amnesty International

Mongólía: Dauðarefsingin úr sögunni með nýjum lögum - 13.7.2017

Amnesty International fagnar nýjum lögum í Mongólíu sem eru stór áfangi í átt að vernd mannréttinda í landinu. Lögin, sem afnema dauðarefsinguna fyrir alla glæpi, voru innleidd 1. júlí 2016 eftir að mongólíska þingið samþykkti þau 3. desember 2015.

Lesa meira
Mexiko

Mexíkó: Ný lög gegn pyndingum gefa von um réttlæti - 21.6.2017

Ný löggjöf í Mexíkó gegn pyndingum er kærkomið framfaraskref í baráttunni fyrir mannréttindum í landinu. Yfirvöld verða þó að tryggja að þeir sem ábyrgir eru fyrir pyndingum verði sóttir til saka.

Lesa meira

Malasía: Mildun á dauðadómi - 8.6.2017

Shahrul Izani Suparman, sem dæmdur var til dauða árið 2009 fyrir fíkniefnaviðskipti, hefur formlega fengið mildaðan dóm. Eftir fjögur á hann möguleika að verða leystur fyrr úr haldi fyrir góða hegðun. Shahrul fannst með kannabis í fórum sínum árið 2003 þegar hann var 19 ára. 

 

Lesa meira