Góðar fréttir

Fyrirsagnalisti

Íran: Fangi undir lögaldri á dauðadeild leystur úr haldi - 22.5.2017

Amnesty International hefur fengið góðar fréttir frá Íran! Salar Shadizadi, sem handtekinn var undir lögaldri og var á dauðadeild í 10 ár, hefur verið leystur úr haldi

Lesa meira

Perú: Yfirvöld binda enda á mál gegn mannréttindafrömuði - 8.5.2017

Að lokinni tæplega fimm ára langri dómsmeðferð á staðhæfulausum ákærum um ólöglegt landnám, úrskurðaði hæstiréttur Perú að ekkert tilefni væri til áframhaldandi ástæðulausra réttarhalda.

Málið var hluti af Bréfamaraþoni Amnesty International árið 2016. 

Lesa meira
aftöku frestað

Frestun á aftöku einstaklings með alvarlega geðfötlun í Arkansas - 3.5.2017

Aftaka Bruce Ward sem áætluð var 17. apríl í Arkansas hefur verið frestað. Bruce Ward var annar tveggja manna sem taka átti af lífi þann 17. apríl en aftaka hans var ein af átta aftökum sem áætlaðar voru á 11 daga tímabili frá 17. apríl til 27. apríl. 

Lesa meira

Hæstiréttur í Tucuman í Argentínu hefur sýknað Belén - 10.4.2017

Þann 27. mars síðastliðinn sýknaði hæstiréttur í Tucuman-héraði í norðurhluta Argentínu Belén, 27 ára gamla konu sem hafði verið dæmd í átta ára fangelsi fyrir fósturmissi á ríkisreknu sjúkrahúsi. 

Lesa meira

Bandaríkin: Ung móðir sem sótt hafði um hæli er laus úr varðhaldi - 8.3.2017

Söru Beltran Hernandez, 26 ára móður sem flúði ofbeldi í El Salvador og var í haldi bandarísku innflytjenda- og tollagæslunnar í 15 mánuði í Texas, hefur verið veitt reynslulausn. Hún var leyst úr haldi að kvöldi 2. mars til að vera með fjölskyldu sinni og leita sér læknismeðferðar vegna heilaæxlis. 

Lesa meira

Góðar fréttir: Muhammad Bekzhanov leystur úr haldi eftir 17 ár í fangelsi í Úsbekistan! - 24.2.2017

Blaðamaðurinn Muhammad Bekzhanov var leystur úr haldi þann 22. febrúar eftir að hafa setið 17 ár í fangelsi. Samstarfsaðilar Amnesty International í Úsbekistan létu vita af þessu.

Lesa meira

Góðar Fréttir: hætt við aftökuna á Hamid Ahmadi - 15.2.2017

Amnesty International voru að berast þær fréttir að hætt hefur verið við aftöku Hamid Ahmadi. Írönsk yfirvöld hafa tilkynnt fjölskyldu hans að hætt hafi verið við öll áform um að taka hann af lífi.

Lesa meira

Bandaríkin: Dómur yfir Chelsea Manning mildaður - 19.1.2017

Barack Obama Bandaríkjaforseti lét það verða eitt sitt síðasta embættisverk að milda dóm yfir Chelsea Manning.

Lesa meira