Góðar fréttir

Fyrirsagnalisti

10 atriði þar sem þið höfðuð áhrif í Bréf til bjargar lífi - 12.4.2018

Á Íslandi söfnðust þúsundir undirskrifta til stjórnvalda og hundruð stuðningskveðja voru sendar til þolenda mannréttindabrota í Bréf til bjargar lífi árið 2017, árlegri alþjóðlegri herferð Amnesty International í kringum alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember. Metþátttaka var á heimsvísu þar sem 5,5 milljónir einstaklinga gripu til aðgerða. Áhrifin eru ótvíræð.

Lesa meira

Norður-Kórea: Ung kona og fjögurra ára sonur ekki lengur í hættu á að verða send í fangabúðir - 23.3.2018

Koo Jeong-hwa sat í fangelsi í Norður-Kóreu frá 3. desember 2017 fyrir að fara úr landi án leyfis. Hún átti á hættu að hljóta lífstíðardóm í pólitískum fangabúðum í Norður-Kóreu ásamt fjögurra ára syni sínum. Fjölskylda Koo Jeong-hwa hefur nú tilkynnt að þau séu ekki lengur í hættu.

Lesa meira

Fillipseyjar: Jerryme Corre laus úr haldi eftir sex ár í fangelsi - 19.3.2018

Jerryme Corre er laus úr haldi eftir sex ár í fangelsi og er kominn heim til fjölskyldu sinnar. Mál hans var hluti af alþjóðlegri árlegri herferð Amnesty International, Bréf til bjargar lífi, árið 2014 þar sem hundruð þúsundir um heim allan tóku þátt. 

Lesa meira

Miðbaugs-Gínea: Teiknari leystur úr haldi - 16.3.2018

Teiknarinn og aðgerðasinninn Ramón Esono Ebalé var leystur úr haldi úr Malabo-fangelsinu þann 7. mars síðastliðinn. Réttarhöld yfir Ramón voru þann 27. febrúar eftir að hann hafði verið fimm mánuði í varðhaldi. Í kjölfarið voru allar ákærur gegn Ramón um peningafölsun felldar niður þar sem helsta vitnið dróg vitnisburð sinn til baka og viðurkenndi að hann hefði verið beðinn um að ásaka Ramón.

Lesa meira

Eþíópía: Blaðamaðurinn Eskinder Nega laus úr haldi - 7.3.2018

Eskinder Nega, blaðamaður frá Eþíópíu og samviskufangi Amnesty International, var leystur úr haldi í febrúar ásamt 746 öðrum föngum eftir náðun stjórnvalda. 

Lesa meira

El Salvador: Kona dæmd fyrir morð í kjölfar andvanafæðingar laus úr haldi - 19.2.2018

Teodora del Carmen Vásquez var leyst úr haldi á fimmtudag eftir að dómstóll stytti fangelsisdóm hennar. Samkvæmt mannréttindasamtökum í landinu eru að minnsta kosti 27 konur enn í haldi vegna algjörs banns gegn fóstureyðingum. 

Lesa meira

Árangur úr Bréf til bjargar lífi - 29.11.2017

Bréf til bjargar lífi er stærsti mannréttindaviðburður heims og fer nú fram samtímis í fjölmörgum löndum víða um heim. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa síðustu ár og hefur skipt sköpum í lífi einstaklinga.

Lesa meira

Tyrkneskur dómstóll leysir mannréttindafrömuði úr haldi - 26.10.2017

Í framhaldi af ákvörðun dómstóls í Tyrklandi um að leysa átta mannréttindafrömuði úr haldi gegn tryggingu lét Salil Shetty framkvæmdastjóri Amnesty International eftirfarandi orð falla: 

„Loks í dag getum við fagnað því að vinir okkar og samstarfsfólk geti snúið aftur heim til ástvina sinna og sofið í eigin rúmi í fyrsta sinn í nærri fjóra mánuði...“

Lesa meira