10 atriði þar sem þið höfðuð áhrif í Bréf til bjargar lífi

12.4.2018

Á Íslandi söfnðust þúsundir undirskrifta til stjórnvalda og hundruð stuðningskveðja voru sendar til þolenda mannréttindabrota í Bréf til bjargar lífi árið 2017, árlegri alþjóðlegri herferð Amnesty International í kringum alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember. Metþátttaka var á heimsvísu þar sem 5,5 milljónir einstaklinga gripu til aðgerða. Áhrifin eru ótvíræð.

1.      Mahadine var leystur úr haldi

Í apríl var Mahadine, aðgerðasinni í Tsjad sem var ranglega ákærður, leystur úr haldi eftir 18 mánuði í fangelsi. Hann stóð frammi fyrir lífstíðarfangelsi fyrir gagnrýni á stjórnvöld í færslu á Facebook. Það söfnuðust 690.000 undirskriftir og stuðningskveðjur í þágu hans. „Ég vil tjá þakklæti mitt til ykkar allra. Ég kann að meta ykkur, ég elska ykkur og ber ómælda virðingu fyrir ykkur,“ segir Mahadine.

 

2.      Ni Yulan býr við meira öryggi

Ni Yulan í Kína hefur þurft að þola árásir fyrir að standa með þeim sem hafa verið bornir út af heimilum sínum. Þökk sé hundruð þúsunda einstaklinga sem gripu til aðgerða hefur staða hennar vænkast.  „Vegna alþjóðlegrar athygli hefur dregið úr árásum, svívirðingum og mannréttindabrotum af hálfu lögreglunnar í minn garð. Þakkir til ykkar allra sem skrifuðu mér til stuðnings. Ötull stuðningur ykkar hefur ekki aðeins kom mér til hjálpar heldur einnig eflt mannréttindi í Kína.“

 

3.       Hanan fékk nauðsynlega læknismeðferð

Hanan Badr el-Din hefur krafist svara frá yfirvöldum síðan eiginmaður hennar hvarf úr þeirra höndum í júlí 2013. Hún stofnaði ásamt öðrum samtök fyrir fjölskyldur sem hafa misst ástvini sína með svipuðum hætti í Egyptalandi. Komið var í veg fyrir frekari störf hennar þegar hún var handtekin í maí 2017 og ranglega ákærð. Heilsu Hanan hrakaði í haldi en eftir að hálf milljón einstaklinga greip til aðgerða í þágu hennar fékk hún nauðsynlega læknismeðferð. Fjölskylda hennar segir að þann árangur megi rekja beint til þeirrar alþjóðlegu athygli sem Hanan fékk í Bréf til bjargar lífi.

 

Clovis_1523547249928

4.      Clovis fær viðurkenningu fyrir baráttu sína

Barátta Clovis Razafimalala til bjargar mikilvægum regnskógi á Madagaskar hefur sett hann í hættu. Staða hans hefur breyst til hins betra í heimalandi hans eftir að málið fékk alþjóðlega athygli í Bréf til bjargar lífi. Samtök á Madagaskar hafa sýnt honum stuðning og veitt honum viðurkenningu fyrir aðgerðir í þágu umhverfisverndar. 

„Ég veit ekki hversu mörg bréf ég hef fengið en þau eru í þúsundum talin. Ég hef fengið bréf frá skólabörnum. Það er ótrúlega hjartnæmt og veitir mér kjark. Herferð Amnesty hefur haft gífurleg áhrif fyrir mig þar sem saga mín fór um heim allan. Núna er ég á leiðinni til að taka á móti viðurkenningu. Það gerir mig stoltan og fær mig til að halda baráttunni ótrauður áfram.“

 

5.       Fjölskylda Xulhaz fann fyrir stuðningi

Xulhaz Mannan barðist óhræddur fyrir réttindum hinsegin fólks í Bangladess þar til hann var myrtur á heimili sínu. Barátta hans snerti fólk um heim allan og hundruð þúsundir kröfðust réttlætis vegna morðsins og sendu stuðningskveðjur til fjölskyldu hans. „Það er mikil umhyggja og ást í garð Xulhaz, ég trúi vart mínum eigin augum. Þakkir til ykkar allra,“ sagði bróðir hans eftir hafa fengið fjöldann allan af stuðningskveðjum. 

 

6.      MILPAH getur haldið baráttunni áfram

MILPAH hreyfing frumbyggja í Hondúras hefur þurft að þola ógnanir og hótanir fyrir að verja land sitt gegn fyrirtækjum sem hafa arðrænt það fyrir gróða. Meðlimir í hreyfingunni hafa sagt að þeir séu öruggari í kjölfar alþjóðlegs stuðnings. „Þökk sé Amnesty International og öðrum alþjóðlegum samtökum erum við enn á lífi. Við þökkum fyrir stuðninginn. Hann veitir okkur styrk og kjark til að halda áfram baráttu okkur til að verja mannréttindi og umhverfið.“

 

7.       Sakris nýtur aukins stuðnings

Sakris Kupila er læknanemi og ungur aðgerðasinni sem berst fyrir réttindum trans fólks í Finnlandi. Þegar hann byrjaði í samstarfi við Amnesty International átti hann erfitt uppdráttar. Hann var áreittur, fannst hann einangraður og fann fyrir óvild í háskólanum. Bréf til bjargar lífi gaf honum þann vettvang og þá virðingu sem hann átti skilið. „Það er síður litið á mig sem skrítið fyrirbæri heldur frekar einstakling sem vill svo til að er trans,“ segir Sakris.

 

8.      Boðskapur Shackeliu fær alþjóðlega athygli

Rúmlega hálf milljón einstaklinga tók undir ákall Shackeliu Jackson um réttlæti vegna morðs á bróður sínum Nakiea. „Þetta er ekki lengur stuðningur á landsvísu heldur á heimsvísu,“ segir Shackelia. „Mér fannst ég loksins vera í aðstöðu til að geta náð fram réttlæti. Ég sá hversu mikið bolmagn þarf fyrir svona aðgerðastarf og ég var ánægð með að Amnesty International gat stutt mig í því.“

 

©-Farid-al-Atrash_1523547302436

9.      Farid og Issa finna fyrir öryggi

Mannréttindafrömuðirnir Issa Amro og Farid al-Atrash hafa í árafjöld staðið friðsamlega gegn ólöglegu landnámi Ísraels í borginni Hebron og öðrum svæðum á hernumdu svæðum Vesturbakkans. Þeir hafa þurft að þola árásir og ítrekaðar handtökur fyrir aðgerðir sínar. 

Eftir að alþjóðleg athygli beindist að yfirvöldum í Bréf til bjargar lífi þá líður þeim öruggari fyrir vikið. „Við þökkum Amnesty Interational og stuðningsaðilum fyrir að standa með okkur og vekja athygli á máli okkar í Bréf til bjargar lífi- herferðinni“

 

10.   Stuðningur heimsins við Taner og Istanbul 10

Næstum 875.000 manns kölluðu eftir frelsi formanns Amnesty Internatinal í Tyrklandi, Taner Kiliç og Istanbul 10 hópsins. Þrátt fyrir að Istanbul 10 séu ekki lengur í fangelsi er hópurinn enn í hættu og Taner er enn í haldi. Öll voru þau aðeins að verja mannréttindi. Günal Kurşun, einn úr Istanbul 10 hópnum, segir að hann hafi geymt fyrstu stuðningskveðjuna sem hann fékk í vasanum sem lukkugrip við fyrirtöku máls hans í janúar. „Ég skrifað póstkort og bréf fyrir 15-20 árum síðan fyrir  herferðir Amnesty International. Tuttugu árum síðar hef ég nú fengið bréf. Kærar þakkir fyrir bréfin, þau eru mér mjög dýrmæt.“

Til baka