Góðar fréttir: 2008

Fyrirsagnalisti

Réttur í Malasíu fyrirskipar að bloggari skuli leystur úr haldi - 19.11.2008

Malasískur yfirréttur hefur skipað að bloggarinn Raja Petra Kamarudin skuli leystur úr haldi vegna þess að handtaka hans braut í bága við stjórnarskrána. Handtakan var gerð á grundvelli öryggislöggjafar landsins.

Lesa meira

Yfirgnæfandi meirihluti ríkja SÞ samþykkir gerð vopnaviðskiptasáttmála - 19.11.2008

Eitt hundrað fjörtíu og sjö aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu þann 31. október að halda áfram vinnu að gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála. Aðeins tvö ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni; Bandaríkin og Simbabve.

Lesa meira

Íran bindur enda á aftökur barna - 27.10.2008

Íran hefur skipað öllum dómstólum að hætta að fella dauðadóma yfir barnungum afbrotamönnum.

Lesa meira

Þekktur egypskur ritstjóri náðaður - 10.10.2008

Hosni Mubarak forseti Egyptalands hefur náðað Ibrahim Eissa, ritstjóra egypska dagblaðsins Al-Dustour. Eissa var ákærður fyrir að birta upplýsingar sem stjórnvöld telja „skaðleg almannahagsmunum og stöðugleika í Egyptalandi“.

Lesa meira

Marokkóskur bloggari leystur úr haldi - 2.10.2008

Áfrýjunarréttur í Agadir í Marokkó snéri þann 18. september við tveggja ára fangelsisdómi undirréttar yfir bloggaranum Mohamed Erraji. Undirrétturinn hafði dæmt hann fyrir „virðingarleysi við konunginn“. Lesa meira

Argentína afnemur dauðarefsinguna - 18.9.2008

Argentína hefur nýlega lagt afnámi dauðarefsingarinnar enn frekara lið með tveimur mikilvægum skrefum. Þau skref koma í kjölfar afnáms dauðarefsingarinnar í landinu. Lesa meira

Sýrland: Samviskufangi leystur úr haldi - 28.8.2008

Sýrlensk yfirvöld slepptu dr. Aref Dalilah óvænt úr haldi þann 7. ágúst eftir að Sýrlandsforseti gaf honum upp sakir. Dalilah er fyrrum deildarforseti hagfræðideildar Aleppo háskóla og kunnur samviskufangi í Sýrlandi. Lesa meira

Breska varnarmálaráðuneytið fellst á að greiða bætur til íraskra fórnarlamba pyndinga - 18.7.2008

Breska varnarmálaráðuneytið hefur fallist á að greiða bætur til fjölskyldu írasks hótelstarfsmanns, sem lést eftir að hafa verið pyndaður í 36 tíma meðan hann var í haldið breskra hermanna í Basra í Írak.

Lesa meira

Baráttukonu fyrir mannréttindum sleppt úr fangelsi í Úsbekistan - 3.7.2008

Mutabar Tadzhibaeva, sem var dæmd í átta ára fangelsi árið 2006, var óvænt sleppt úr haldi mánudaginn 2. júní 2008.

Lesa meira

Eþíópía: Baráttufólki fyrir mannréttindum sleppt úr fangelsi - 10.4.2008

Tveimur baráttumönnum fyrir mannréttindum hefur verið sleppt úr fangelsi í Eþíópíu, en þeim hafði verið haldið frá því í nóvember 2005. Daniel Bekele og Netsanet Demissie voru látnir lausir föstudaginn 28. mars eftir að forseti landsins náðaði þá.

Lesa meira

Marokkóbúi sem var fangelsaður fyrir að búa til Facebook svipmynd látinn laus úr haldi - 10.4.2008

Marokkóbúi sem var fangelsaður fyrir að búa til Facebook svipmynd af prinsi hefur verið leystur úr fangelsi. Fouad Mourtada, sem er 26 ára verkfræðingur, var leystur úr haldi 18. mars síðastliðinn eftir að konungur landsins náðaði hann.

Lesa meira

Gvatemala: Réttarhöld vegna mannshvarfa hefjast - 10.4.2008

Fyrstu réttarhöldin í Gvatemala vegna þvingaðra mannshvarfa hófust þar í mars 2008. Felipe Gusanero, sem tilheyrði sveitum tengdum hernum, var ákærður mánudaginn 10. mars fyrir að vera viðriðinn þvinguð mannshvörf sex óbreyttra borgara, með vitund og vilja hersins.

Lesa meira

Hvíta-Rússland: Blaðamanni sleppt úr fangelsi - 10.4.2008

Fyrrum aðstoðarritstjóra hvítrússnesks dagblaðs hefur verið sleppt úr fangelsi fyrr en til stóð. Þann 22. febrúar 2008 mildaði hæstiréttur Hvíta-Rússlands dóminn yfir Alyaksandr Zdzvizhkou úr þremur árum í þrjá mánuði.

Lesa meira

Bretland: Dómssigur fyrir mann sem var ranglega sakaður um hryðjuverk - 10.4.2008

Flugkennari vann mál fyrir áfrýjunardómstóli í Englandi þann 14. febrúar síðastliðinn. Hann var ranglega ásakaður um að hafa þjálfað ræningja flugvélanna sem notaðar voru í árásunum 11 september árið 2001 í Bandaríkjunum.

Lesa meira

Kúba: Baráttufólki fyrir mannréttindum sleppt úr haldi - 10.4.2008

Kúbversk yfirvöld hafa sleppt fjórum baráttumönnum fyrir mannréttindum úr fangelsi. Fjórmenningarnir voru handteknir í fjöldahandtökum vegna pólitískrar þátttöku í mars 2003 þar sem alls 75 mótmælendur voru handteknir. Lesa meira

Ástralíustjórn biðst afsökunar á misrétti í garð frumbyggja - 10.4.2008

Þann 13. febrúar síðastliðinn baðst Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, formlega afsökunar á framferði ástralska stjórnvalda í garð frumbyggja af hinni svokölluðu „stolnu“ kynslóð. Lesa meira