Góðar fréttir: 2009

Fyrirsagnalisti

Góðar fréttir: Rússland færist nær afnámi dauðarefsingarinnar - 8.12.2009

Amnesty International fagnar ákvörðun stjórnarskrárdómstóls Rússlands sem færir Rússland skrefi nær afnámi dauðarefsingarinnar.

Lesa meira

Góðar fréttir: 68 föngum sleppt í Túnis - 11.11.2009

Amnesty International fagnar því að 68 fangar hafi verið leystir úr haldi í Túnis. Þeim hafði verið haldið í fangelsi í rúmlega ár í tengslum við fjöldamótmæli gegn atvinnuleysi og dýrtíð í Gafsa-héraði.

Lesa meira

Góðar fréttir: dómur fanga á dauðadeild mildaður - 27.10.2009

Amnesty International fagnar því að dauðadómi yfir mongólska fanganum Buuveibaatar hefur verið breytt í fangelsisdóm. Lesa meira

Góðar fréttir: mexíkósk frumbyggjakona laus úr haldi eftir þrjú ár í fangelsi - 12.10.2009

Amnesty International fagnar lausn samviskufangans Jacintu Francisco Marcial, sem var haldið saklausri í fangelsi í þrjú ár sökuð um að hafa rænt sex alríkislögreglumönnum.

Lesa meira

Góðar fréttir: sex gambískum blaðamönnum sleppt úr haldi - 15.9.2009

Sex gambískum blaðamönnum sem sátu í fangelsi fyrir ærumeiðingar og undirróður var sleppt úr haldi í byrjun september eftir að forseti landsins náðaði þá.

Lesa meira

Hershöfðingi á tíma herforingastjórnarinnar í Argentínu dæmdur í ævilangt fangelsi - 1.9.2009

Fyrrum hershöfðingi sem var yfirmaður varðhaldsmiðstöðvar á tíma herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannréttindabrot.

Lesa meira

Góðar fréttir: dauðadómar 4000 Keníubúa mildaðir - 12.8.2009

Dauðadómum um 4.000 Keníubúa var breytt í lífstíðarfangelsi þann 3. ágúst síðastliðinn.

Lesa meira

Góðar fréttir: baráttumaður úr hættu eftir skyndiaðgerð Amnesty International - 4.8.2009

Brasilísk samtök þökkuðu Amnesty International nýverið fyrir aðgerð samtakanna, sem leiddi til þess að morðhótunum linnti í garð fátæks bónda og baráttumanns fyrir landréttindum. Lesa meira

Góðar fréttir: baráttumaður úr hættu eftir skyndiaðgerð Amnesty International - 4.8.2009

Brasilísk samtök þökkuðu Amnesty International nýverið fyrir aðgerð samtakanna, sem leiddi til þess að morðhótunum linnti í garð fátæks bónda og baráttumanns fyrir landréttindum. Lesa meira

Góðar fréttir: Tógó er fimmtánda ríki Afríku sem afnemur dauðarefsinguna - 26.6.2009

Stjórnvöld í Tógó ákváðu þann 23. júní síðastliðinn að afnema dauðarefsinguna eftir að þing landsins samþykkti samhljóða frumvarp þess efnis.

Lesa meira

Góðar fréttir: indverskur læknir látinn laus gegn tryggingu - 29.5.2009

Samviskufanginn dr. Binayak Sen, var leystur úr haldi þann 26. maí eftir að hæstiréttur landsins úrskurðaði að hann skyldi látinn laus gegn tryggingu. Hann hafði þá setið tvö ár í fangelsi.

Lesa meira

Góðar fréttir: baráttumönnum sleppt úr haldi í Malasíu - 13.5.2009

Malasísk yfirvöld slepptu þremur baráttumönnum fyrir mannréttindum úr haldi þann 9. maí. Þeir eru allir félagar í Réttindahópi Hindúa (Hindu Rights Action Force (HINDRAF)).

Lesa meira

Góðar fréttir: yfirvöld í Simbabve sleppa baráttumönnum úr haldi - 6.5.2009

Síðustu þremur pólitísku föngunum, sem fulltrúar yfirvalda í Simbabve rændu í desember 2008, hefur nú verið sleppt úr haldi. Kisimusi Dhlamini, Andrison Manyere og Gandhi Mudzingwa voru meðal 30 baráttumanna sem urðu fyrir þvinguðum mannshvörfum og ólögmætri varðhaldsvist stjórnvalda.

Lesa meira

Konungur Barein skipar fyrir um lausn allra pólitískra fanga í landinu - 17.4.2009

Yfirvöld í Barein létu nýverið lausa úr haldi alla pólitíska fanga í landinu, 178 talsins, eftir að konungur landsins náðaði þá. Meðal þeirra eru tveir baráttumenn úr röðum sjía-múslima, þeir Hassan Meshaima'a, leiðtogi stjórnarandstöðuhreyfingarinnar al-Haq og trúarleiðtoginn Mohammad Moqdad.

Lesa meira

Góðar fréttir: fyrrum samviskufangi lofar skyndiaðgerðanet Amnesty - 1.4.2009

Stuðningur félaga í Amnesty International við Saidzhakhon Zainabitdinov, fyrrum samviskufanga frá Úsbekistan, og fjölskyldu hans meðan hann sat í fangelsi hafði svo mikil áhrif á hann að hann ákvað að gerast félagi í skyndiaðgerðanetinu.

Lesa meira

Baráttumennirnir fimm fyrir mannréttindum frumbyggja í Mexíkó

Góðar fréttir: ákærur felldar niður gegn fjórum baráttumönnum fyrir réttindum frumbyggja í Mexíkó - 25.3.2009

Yfirvöld í Mexíkó hafa fallið frá ákærum gegn fjórum baráttumönnum fyrir mannréttindum frumbyggja landsins. Þeir hafa setið í fangelsi í hartnær ár í Guerrero-ríki, þrátt fyrir haldlítil sönnunargögn gegn þeim. Búist er við að þeim verði sleppt innan skamms.

Lesa meira

Góðar fréttir: ákærur felldar niður gegn fjórum baráttumönnum fyrir réttindum frumbyggja í Mexíkó - 25.3.2009

Yfirvöld í Mexíkó hafa fallið frá ákærum gegn fjórum baráttumönnum fyrir mannréttindum frumbyggja landsins. Þeir hafa setið í fangelsi í hartnær ár í Guerrero-ríki, þrátt fyrir haldlítil sönnunargögn gegn þeim. Búist er við að þeim verði sleppt innan skamms.

Lesa meira

Góðar fréttir: pólitískum föngum sleppt í Mjanmar - 18.3.2009

Tuttugu og fjórum pólitískum föngum var nýlega sleppt í Mjanmar eftir að stjórnvöld tilkynntu að þau myndu leysa 6.313 fanga úr haldi. Einn þeirra er samviskufanginn Ma Khin Khin Leh, sem Amnesty International hefur barist fyrir frá því hún var handtekin í júlí 1999.

Lesa meira

Góðar fréttir: fallið frá ákærum gegn baráttukonu fyrir mannréttindum í Aserbaídsjan - 11.3.2009

Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa hætt við lögsókn gegn þekktri baráttukonu fyrir mannréttindum.

Leila Yunus, sem er framkvæmdastjóri Friðar- og lýðræðisstofnunarinnar, veitti fréttasíðunni www.day.az viðtal þar sem komu fram staðhæfingar um mannréttindabrot í réttarhöldum sem hún fylgist með.

Lesa meira

Góðar fréttir: Reza Alinejad sleppur við dauðarefsingu - 23.2.2009

Reza Alinejad var leystur úr haldi þann 3. desember síðastliðinn. Hann sat í Adelabad fangelsinu í Shiraz, í suðvesturhluta Íran. Reza Alinejad var ákærður fyrir morðið á Esmail Daroudi í desember árið 2002, en Alinejad var 17 ára gamall þegar Esmail Daroudi lést. Lesa meira

Góðar fréttir: króatíski blaðamaðurinn Drago Hedl laus við morðhótanir - 5.2.2009

Þann 4. desember síðastliðinn beindist rannsókn lögreglu í Króatíu að manni sem grunaður er um að hafa sent morðhótanir til króatíska blaðamannsins Drago Hedl. Málið er til frekari rannsóknar hjá saksóknara í Osijek.

Lesa meira

Tveimur palestínskum stúlkum sleppt úr ísraelsku fangelsi - 16.1.2009

Salwa Salah og Sara Siureh frænka hennar, báðar 17 ára, sættu varðhaldsvist í Ísrael frá því í júní 2008, án ákæru eða réttarhalda. Þær voru báðar leystar úr haldi þann 1. janúar 2009.

Lesa meira

Hæstiréttur Kambódíu leysir úr haldi blóraböggla vegna morðs á verkalýðsleiðtoga - 8.1.2009

Tveir menn sem voru ranglega sakfelldir í Kambódíu fyrir morðið á verkalýðsleiðtoganum Chea Vichea hafa verið leystir úr haldi gegn lausnargjaldi eftir nærri fimm ár í fangelsi. Lesa meira