Góðar fréttir

Fyrirsagnalisti

Góðar fréttir: alþjóðlegur samningur gegn þvinguðum mannshvörfum gengur loks í gildi - 6.12.2010

Hinn 20. desember 2006 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna alþjóðlegan samning gegn þvinguðum mannshvörfum.[1] Þessi mikilvægi samningur getur nú öðlast gildi þar sem tuttugu ríki hafa fullgilt hann.

Lesa meira

Góðar fréttir: Moldavía sýnir stuðning við alþjóðlega réttarkerfið - 19.11.2010

Moldavía hefur tekið mikilvægt skref í baráttunni gegn grófum mannréttindabrotum með því að fullgilda Rómarsamninginn um Alþjóðlega sakamáladómstólinn.

Lesa meira

Góðar fréttir: Stjórnarandstöðuleiðtogi í Eþíópíu leystur úr haldi - 28.10.2010

Amnesty International fagnar því að leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Eþíópíu, Birtukan Mideksa, var leystur úr haldi þann 6. október síðastliðinn. Amnesty International taldi hana vera samviskufanga.

Lesa meira

Góðar fréttir: Perú nemur úr gildi lög er veita friðhelgi þeim sem frömdu mannréttindabrot - 11.10.2010

Amnesty International fagnar ákvörðun forseta Perú að nema úr gildi lög sem veita hermönnum friðhelgi, sem brutu mannréttindi í vopnuðum átökum í landinu á árunum 1980-2000.

Lesa meira

Góðar fréttir: baráttumaður fyrir réttindum frumbyggja í Mexíkó leystur úr haldi - 2.9.2010

Amnesty International fagnar því að mexíkóskur baráttumaður fyrir réttindum frumbyggja hafi verið látinn laus úr fangelsi eftir tveggja ára fangelsisvist fyrir upplognar morðákærur.

Lesa meira

Góðar fréttir: yfirvöld í Hvíta-Rússlandi leysa úr haldi mann sem neitaði að gegna herþjónustu af samviskuástæðum - 12.8.2010

Amnesty International fagnar því að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafi leyst úr haldi mann, sem dæmdur var í eins árs fangelsi fyrir að „koma sér undan herþjónustu“.

Lesa meira

Góðar fréttir: Bretland greiðir skaðabætur til manns sem ranglega var bendlaður við hryðjuverk - 3.5.2010

Amnesty International fagnar ákvörðun breskra stjórnvalda um að greiða skaðabætur til flugkennarans Lotfi Raissi, sem var ranglega ásakaður um að hafa þjálfað flugræningjana sem gerðu árásir í Bandaríkjunum þann 11. september 2001.

Lesa meira

Góðar fréttir: egypskur bloggari leystur úr haldi - 24.3.2010

Amnesty International fagnar því að egypskur bloggari hafi verið leystur úr haldi. Hann var handtekinn eftir að hann ýjaði að frændhygli innan herafla landsins á bloggi sínu.

Lesa meira

Góðar fréttir: hvítrússneskur andófsmaður og rokkari leystur úr haldi í Úkraínu - 22.2.2010

Amnesty International fagnar því að hvítrússneska andófs- og rokktónlistarmanninum Igor Koktysh hafi verið sleppt eftir tvö og hálft ár í varðhaldi í Úkraínu.

Lesa meira

Góðar fréttir: Mongólía hættir aftökum - 22.1.2010

Amnesty International fagnar nýlegri ákvörðun ríkisstjórnar Mongólíu um að gera hlé á aftökum í landinu.

Lesa meira