Góðar fréttir

Fyrirsagnalisti

„Ég þakka þér og ykkur öllum mjög mikið, sem hafið stutt við bakið á mér á þessum erfiðu tímum” - Góðar fréttir af bréfamaraþoninu 2013! - 20.12.2013

Amnesty International bárust nýverið þær stórkostlegu fregnir að Vladimir Akimenkov hefur verið leystur úr haldi. 

Lesa meira

Ég er sönnun þess að bréf ykkar bera árangur - góðar fréttir af bréfamaraþoninu! - 13.11.2013

Ég er sönnun þess að bréf ykkar bera árangur. 

Lesa meira

Góðar fréttir: Kínverskur blaðamaður leystur úr haldi! - 16.9.2013

Shi Tao var leystur úr haldi þann 23. ágúst 2013 og er kominn aftur til síns heima í Ningxia.

Lesa meira

Góðar fréttir: Fórnarlambi nauðgunar hlíft við svívirðilegri refsingu  - 29.8.2013

Hætt hefur verið við að refsa 15 ára stúlku, sem var nauðgað á Maldíveyjum. Lesa meira

Góð frétt: Raisa Radchenko leyst úr nauðungarvistun! - 16.8.2013

Hinni sjötugu Raisu Radchenko, úkraínskri ömmu og baráttukonu fyrir mannréttindum, hefur nú verið sleppt úr nauðungarvistun á geðsjúkrahúsi í Úkraínu þar sem hún var þvinguð til að gangast undir meðferð.
Lesa meira

Stóra bangsamálinu í Hvíta-Rússlandi er lokið! - 16.7.2013

Ákærur vegna bangsa-gjörningsins 4. júlí 2012 hafa verið felldar niður. Anton Suryapin og Syarhei Basharimau eiga ekki lengur á hættu að sæta fangelsi.

Lesa meira

Frábærar fréttir frá Papúa Nýju-Gíneu! - 13.5.2013

Í apríl gripum við til aðgerða vegna þriggja kvenna, sem voru í haldi þorpsbúa í þorpi á Papúa Nýju-Gíneu vegna ásakana um að þær stunduðu „galdra“. 

Lesa meira

Langþráður draumur verður að veruleika! - 3.4.2013

Síðla dags í gær, þann 2. apríl 2013, samþykktu ríkisstjórnir heimsins alþjóðlegan vopnaviðskiptasamning með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Góðar fréttir: Mao Hengfeng leyst úr haldi í Kína! - 25.3.2013

Baráttukonan Mao Hengfeng var síðast dæmd í „endurmenntun gegnum vinnu“ þann 30. október 2012. Hún hefur nokkrum sinnum áður sætt varðhaldi og fangelsun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum.

Lesa meira

Góðar fréttir: Samviskufangi leystur úr haldi! - 6.2.2013

Jalila Khamis Koko, súdanskur kennari og baráttumaður fyrir mannréttindum, var handtekin af öryggissveitum í  Súdan þann 15. mars 2012. Hún var leyst úr varðhaldi þann 20. janúar síðastliðinn.

Lesa meira

Góðar fréttir: Barn leyst úr haldi án ákæru í Barein! - 31.1.2013

Mohammad Mohammad ‘Abdulnabi ‘Abdulwasi , sem er 16 ára gamall, var leystur án ákæru úr varðhaldi þann 20. desember síðastliðinn. Lesa meira