Góðar fréttir

Fyrirsagnalisti

Mexíkó: lausn samviskufanga sem sætti pyndingum fagnaðarefni en kemur nokkrum árum of seint - 13.11.2014

Það er fagnaðarefni að samviskufanginn, Ángel Amílcar Colón Quevedo, hafi verið leystur úr haldi eftir fimm ár í varðhaldi án réttarhalda. Ángel sætti pyndingum í varðhaldi.

Ángel Colón var handtekinn af lögreglu í Tijuana í Norður-Mexíkó þar sem hann ferðaðist frá Hondúras til Bandaríkjanna í mars 2009.

Lesa meira

Aðgerð  framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins í Tékklandi er sigur fyrir Róma-fólk - 20.10.2014

Amnesty International fagnar tilkynningu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins um að hefja málsmeðferð gegn Tékklandi vegna brots á löggjöf sambandsins gegn mismunun.

,,Í mörg ár hefur Amnesty International skráð kerfisbundna mismunun gegn Róma-börnum í tékkneskum skólum. Samt sem áður hafa tékknesk stjórnvöld brugðist því að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir, takast á við eða ráða bót á málum. Lesa meira

Kína: Dauðafangi leystur úr haldi eftir sex ára baráttu í réttarkerfinu - 1.9.2014

Fyrir stuttu gerðist sá fágæti atburður í Kína að fangi sem hafði verið dæmdur til dauða var sýknaður en hann hafði þurft að sæta sex ára fangelsisvist á meðan hann fór í gegnum nokkrar áfrýjanir.

Lesa meira

Mannréttindadómstóll Ameríku afhjúpar skort á rannsókn á morði unglingsstúlku í Gvatemala - 18.8.2014

Úrskurður Mannréttindadómstóls Ameríkuríkja um að yfirvöld í Gvatemala hafi brugðist því að rannsaka hörmulegt morð á unglingsstúlku sendir sterk skilaboð til stjórnvalda um heim allan að ofbeldi gegn konum verður ekki umborið.

Lesa meira

Úganda: Lög gegn samkynhneigð dæmd ógild - 5.8.2014

Að sögn Amnesty International er ógilding laganna gegn samkynhneigð skref í átt að því að stöðva mismunun gegn hinsegin fólki, sem studd er af ríkinu. „Þó að hin andstyggilegu lög hafi verið felld á grundvelli formreglu er þetta mikilvægur sigur fyrir úgandska aðgerðasinna sem hafa barist gegn þessum lögum.

Lesa meira

Tímamótaúrskurður afhjúpar hlutverk Póllands í leynilegum handtökum og pyndingum - 1.8.2014

Amnesty International fagnaði tímamótadómi þegar Pólland, fyrst allra aðildarríkja Evrópusambandsins, var dæmt samsekt Bandaríkjunum í tengslum við framsal, leynilegt varðhald og pyndingar gegn meintum hryðjuverkamönnum.

Lesa meira

Síerra Leóne: Samfélög snúa baki við limlestingum á kynfærum kvenna - 24.7.2014

Samfélög í Síerra Leóne beita nýstárlegri nálgun við að binda endi á þá grimmilegu hefð sem limslesting á kynfærum kvenna er.

Lesa meira

Samviskufanginn Ales Bialiatski  í Hvíta-Rússlandi er laus úr haldi - 4.7.2014

Amnesty International fagnar lausn Ales Bialiatski, samviskufanga í Hvíta-Rússlandi, sem leystur var úr haldi laugardaginn 21. júní, fyrr en áætlað var eftir nærri þrjú ár í fangelsi. Ales Bialitatski taldi að stöðugur þrýstingur innanlands sem utan hafi leitt til lausnar hans, einu ári og átta mánuðum fyrr en áætlað var.

Lesa meira

Dauðadómur kínverskrar konu dreginn til baka - 27.6.2014

Hæstiréttur Kína kallaði nýverið eftir endurupptöku á máli Li Yan,43 ára konu, sem var dæmd til dauða fyrir morð á ofbeldisfullum eiginmanni sínum. Málið fékk gífurlega athygli innanlands sem utan þar sem þrýst var á yfirvöld að draga dauðadóm hennar til baka. Íslandsdeild Amnesty International tók upp mál hennar í janúar 2013 í netákalli.

Lesa meira

Langþráður draumur orðinn að veruleika - 13.6.2014

Frumbyggjasamfélaginu Sawhoyamaxa hefur verið veittur réttur til að snúa aftur til lands síns eftir að forseti Paragvæ skrifaði undir lög 11. júní um endurheimtingu lands þeirra. Þetta er stór sigur fyrir samfélagið sem hefur barist fyrir réttindum sínum í rúm 20 ár. 

Lesa meira

Ótrúleg saga unglingspilts sem naumlega komst hjá aftöku og gerðist lögfræðingur - 3.4.2014

Hafez Ibrahim stóð í fyrsta skipti frammi fyrir aftökusveit árið 2005. Hann hélt að þetta yrði sitt síðasta andartak.

Lesa meira

Góðar fréttir: Aðgerðasinnar leystir úr haldi á Krímskaga - 21.3.2014

Þremenningarnir sem sættu þvinguðu mannshvarfi á Krímskaga hafa verið leystir úr haldi. Mál þeirra var tekið upp í sms-aðgerðaneti okkar nýverið.

Lesa meira

Góðar fréttir – mexíkóskir hermenn sóttir til saka fyrir pyndingar og kynferðislegt ofbeldi - 19.3.2014

Fjórir hermenn sem kærðir voru fyrir pyndingar og kynferðislegt ofbeldi gegn tveimur konum í Mexíkó hafa verið hnepptir í varðhald og verða dregnir fyrir dómstól.

Lesa meira

Jabeur Mejri leystur úr haldi! - 10.3.2014

Jabeur Mejri var leystur úr haldi þann 4. mars síðastliðinn. Hann er túnískur samviskufangi sem var tvö ár í fangelsi fyrir að birta greinar á netinu og skopmyndir sem sagðar voru móðgun við íslam.

Lesa meira