Góðar fréttir: 2015

Fyrirsagnalisti

Mongólía: Söguleg kosning um afnám dauðarefsingarinnar - 9.12.2015

Amnesty International fagnar því að mongólska þingið afnam dauðarefsinguna í landinu nýverið. Þetta er stórsigur fyrir mannréttindi í landinu og verður hann skráður í sögubækurnar.

Lesa meira

Bandaríkin: aftöku Bernardo Abán Tercero frestað - 4.9.2015

Deginum áður en Bernardo Abán Tercero átti að vera tekinn af lífi úrskurðaði dómstóll í Texas að fresta skyldi aftöku hans. Aftökunni var frestað svo rétturinn gæti skoðað hvort að saksóknari hafi lagt til vitni sem gaf falskan vitnisburð við réttarhöldin árið 2000.

Lesa meira

Sambía: Mildun dauðadóma er lofsvert fyrsta skref - 27.7.2015

Ákvörðun Edgar Lungu, forseta Sambíu, um að milda dauðadóma yfir 332 föngum í lífstíðarfangelsi er lofsvert fyrsta skref. 

Lesa meira

14 góðar fréttir frá árinu 2015 - 10.7.2015

Stuðningur við baráttu gegn alvarlegum mannréttindabrotum skilar árangri. Hér má lesa um árangur 14 mannréttindamála sem Amnesty International hefur komið að á einn eða annan hátt.

Lesa meira

Árangur í baráttunni gegn pyndingum! - 24.6.2015

Það er mögulegt að stöðva pyndingar. Í þeim löndum sem komið hafa upp vörnum gegn pyndingum hefur fjöldi kvartana og ákæra vegna pyndinga og annarar illrar meðferðar fækkað töluvert.  Lesa meira

Nígeríski pilturinn Moses náðaður! - 29.5.2015

Á síðasta ári tók fjöldi Íslendinga þátt í alþjóðlegri aðgerð þar sem þrýst var á fylkisstjóra á óseyrum Nígerfljóts að náða Moses, ungan pilt frá Nígeríu, sem var pyndaður og dæmdur var til dauða með hengingu eftir átta ár í fangelsi. 

Lesa meira

Filippseyjar: Þrýstingur Amnesty International hefur áhrif! - 24.4.2015

Þann 27. mars afhenti starfsfólk Amnesty International á Filippseyjum undirskriftir frá bréfamaraþoninu 2014 til lögreglunnar þar í landi. Strax eftir afhendingu bárust Jerryme og fjölskyldu hans þær fregnir frá lögreglunni að rannsókn yrði sett af stað líkt og Amnesty International kallaði eftir.

Lesa meira

Naum björgun frá aftöku í Nígeríu: „Ég velti því enn fyrir mér hvort þetta sé draumur“ - 15.4.2015

Í 19 ár fékk ThankGod Ebhos sjaldnast fullan nætursvefn. Nótt eftir nótt, þar sem hann lá á teppi í litlum klefa í Benin-fangelsinu í Suður-Nígeríu, fékk hann óhugnanlegar endurteknar martraðir um að fangelsisvörður kæmi bankandi á dyr hans til að fara með hann hálfsofandi að gálganum, setti reipi um háls hans og hengdi hann.

Í júní 2013 varð það hættulega nálægt því að verða að veruleika.

Lesa meira

Ágrip af góðum fréttum frá árinu 2014 - 18.3.2015

Eftir rúmlega tveggja áratuga baráttu tók alþjóðlegur vopnaviðskiptasamningur loks gildi eftir að 130 lönd höfðu skrifað undir og 62 lönd fullgilt hann. Ísland varð fyrst ríkja heims til að fullgilda samninginn.

Lesa meira

Filippseyjar: Bréfin veittu Jerryme Corre og eiginkonu hans styrk. - 5.3.2015

Þann 16. febrúar síðastliðinn heimsótti starfsfólk Amnesty International á Filippseyjum Jerryme Corre í fangelsið þar sem hann hefur setið á bak við lás og slá í rúm þrjú ár og færði honum stuðningskveðjur frá fólki víðs vegar um heiminn. 

Lesa meira

Réttlæti í Mexíkó - 24.2.2015

Ég hef séð Claudiu Medina gráta margsinnis.

En í dag er í fyrsta sinn sem ég hef séð hana gráta af gleði og létti. Dómari hefur dregið síðustu ákæru gegn henni til baka, á þeim grundvelli að eina sönnunargagnið gegn henni, skýrsla sem var gerð af hernum, væri lygi.

Lesa meira

Egyptaland: Áströlskum blaðamanni leyft að yfirgefa Egyptaland - 10.2.2015

Ástralski blaðamaðurinn Peter Greste og samstarfsmenn hans hjá Al Jazeera fréttastöðinni, Mohamed Fahmy og Baher Mohamed, voru handteknir í Egyptalandi í desember á síðasta ári.

Lesa meira

Mjanmar: Aðgerðasinni laus úr fangelsi - 30.1.2015

Lausn Dr. Tun Aung, friðsamlegs aðgerðasinna sem var fangelsaður fyrir það eitt að koma í veg fyrir ofbeldi, er jákvætt skref, en yfirvöld í Mjanmar þurfa að frelsa tugi annarra samviskufanga sem eru enn bak við lás og slá, sagði Amnesty International.

Lesa meira

Þátttaka í bréfamaraþoni 2014 slær öll met! - 26.1.2015

Árlegt bréfamaraþon Amnesty International fór fram á 19 stöðum á landinu dagana 3. til 17. desember 2014 og aldrei fyrr hafa jafn margir Íslendingar lagt átakinu lið.  Lesa meira

Söguleg stund og sigur í mannréttindabaráttunni! - 22.1.2015

 gær, 22. janúar greiddi löggjafarþing El Salvador atkvæði um hvort náða ætti 25 ára konu,Gudalupe, sem hlaut 30 ára fangelsisdóm í kjölfar fósturmissis. Lesa meira

Góðar fréttir:  Einum þremenningana frá Bolotnaya-torgi sleppt úr fangelsi - 14.1.2015

Í desember árið 2013 bárust Amnesty International bárust þær stórkostlegu fregnir að Vladimir Akimenkovvar sleppt úr fangelsi Lesa meira