• Sadi-Arabia--adgerd---mal-nr.-30---©Amnesty-International
    Aðgerð út af Sádi-Arabíu í Hollandi ©Amnesty International

33 góðar fréttir frá árinu 2016

16.1.2017

Árið 2016 hjálpaðir þú við að frelsa rúmlega 650 einstaklinga, næstum tveimur fyrir hvern dag, frá óréttlátri og oft hrottafenginni fangelsisvist. Saman áttum við þátt í að breyta lögum í 40 löndum. Við fengum Alþjóða knattspyrnusambandið til að axla ábyrgð og við áttum þátt í að sakfella stríðsglæpamenn. Árið 2016 var ár óvissunnar en það var eitt sem við gátum verið viss með: Reiði ein og sér er ekki nóg. Breytingar gerast þegar við grípum saman til aðgerða.

Hér eru 33 mál þar sem þú áttir þátt í að breyta lífi fólks um heim allan

Albert-Woodfox-mal-nr.-1-©Pierre-Yves-Brunaud--Picturetank

 Albert Woodfox ©Pierre-Yves Brunaud/Picturetank.

1.       Albert Woodfox, Bandaríkin
 
Loks leystur úr haldi í febrúar eftir að hafa eytt 43 árum og 10 mánuðum í einangrunarvist í ríkisfangelsi í Louisiana. „Ég get ekki lagt næga áherslu á hve mikilvægt það var að fá bréf frá fólki um heim allan,“ sagði Albert. „Það gaf mér sjálfsvirðingu. Það gaf mér styrk og sannfærði mig um að ég væri að gera rétt.“ Hundruð þúsunda gripu til aðgerða og kölluðu eftir lausn hans í Bréfamaraþoni Amnesty International árið 2015.

 


2.       Mazen Mohamed Abdallah, Egyptaland

Leystur úr haldi í febrúar. Hann var 14 ára þegar honum nauðgað af öryggissveitarmönnum til að þvinga fram játningu. Amnesty International var fyrst til að greina frá sögu hans og leiddi það til víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar sem kom illa út fyrir stjórnvöld í Egyptalandi og ýtti á þau til að veita Mazen frelsi. „Það eru engin orð til að lýsa þakklæti mínu og kærar þakkir til Amnesty International fyrir að ég fékk son minn aftur til mín,“ sagði móðir Mazen.

3.       Kostyantyn Beskorovaynyi, Úkraína

Leyst úr haldi í febrúar eftir þýsting frá stuðningsfólki Amnesty International. Tólf menn og ein kona voru að auki leyst úr haldi í júlí og ágúst eftir stranga viðræðufundi við Amnesty International og Human Rights Watch. Öll höfðu þau verið í haldi í leynilegri varðhaldsstöð í Kharkiv í norðurhluta Úkraínu. Á öllum viðræðufundunum á árinu afhentum við ítrekað nafnalista til úrkaínskra yfirvalda. Á listanum var nafn Kostyantyn og hinna . „Takk fyrir störf ykkar,“ sagði Kostyantyn við okkur síðar. „Ég hélt að ég yrði aldrei frjáls“

Mahmoud-Hussein-Egyptaland-mal-nr.-4©Private

Mahmoud Hussein ©Private.

4.       Mahmoud Hussein, Egyptalandi

Leystur úr haldi í mars. Þessi 20 ára nemandi eyddi tveimur árum í haldi án réttarhalda eftir að hafa verið handtekinn 18 ára gamall árið 2014 fyrir að klæðast bol með áletruninni: „Þjóð án pyndinga“. Um heim allan gripu 145.000 manns til aðgerða fyrir lausn hans í tengslum við herferðina Stöðvum pyndingar.

5.       Phyoe Phyoe Aung, Mjanmar

Laus úr haldi í apríl. Stuðningsfólk Amnesty International um heim allan skrifaði rúmlega 394.000 bréf, tölvupósta, tíst á Twitter og fleira sem hluti af Bréfamaraþoni Amnesty International. Hún var leyst úr haldi ásamt öðrum mótmælendum stúdenta. „Kærar þakkir til hvers og eins ykkar,“ skrifaði hún nýlega í bréfi til stuðningsfólks. „Ekki einungis fyrir að berjast fyrir lausn minni heldur fyrir að hjálpa okkur að halda lífi í von okkar og trú.“Maria-Teresa-Rivera-El-Salvador-mal-nr.-6-©Private Maria Teresa Rivera ©Private


6.       Maria Teresa Riviera, El Salvador

Laus úr haldi í maí. Þessi 33 ára kona hafði verið dæmd í 40 ára fanglesi árið 2011 eftir fósturmissi. Þúsundir aðgerðasinna samtakanna um heim allan skrifuðu bréf fyrir hennar hönd til að ýta á stjórnvöld að afglæpavæða fóstureyðingar. „Ég er svo þakklát fyrir alla, menn og konur, sem fylgdust með máli mínu með kertaljósið á lofti og vonuðust eftir því að ég yrði frjáls,“ skrifaði hún síðar.

  

7.       José Marcos Mavungo, Angóla

Laus úr haldi í maí. Hann hafði verið dæmdur í september fyrir „uppreisn“ fyrir hlut sinn í að skipuleggja friðsamleg mótmæli.

8.       Khadija Ismayilova, Aserbaídsjan

Laus úr haldi í maí. Hæstiréttur mildaði dóm þessarar blaðakonu, sem hefur unnið til fjölda verðlauna, úr sjö og hálfs árs fangelsi í þriggja ára skilorðsbundinn dóm. Með stuðningi frá þér voru 11 aðrir, meðal annars þekktir blaðamenn, leystir úr haldi eftir tveggja ára baráttu og mikinn þrýsting.

 Khadija-Ismayilova-laus-ur-haldi-©-Meydan-TV--mal-nr.-8

Khadija Ismayilova laus úr haldi © Meydan TV

9.       Yecenia Armenta, Mexíkó

Laus úr fangelsi í júní. Hún var handtekin 10. júlí 2012 þar sem hún var barin, næstum kæfð og henni nauðgað í pyndingum sem stóðu yfir í 15 tíma þar til hún var þvinguð til að „játa“ að  hún tengdist morði á eiginmanni sínum. Alls gripu 300.000 aðgerðasinnara samtakanna til aðgerða í máli hennar sem hluti af herferðinni Stöðvum pyndingar og Bréfamaraþoni Amnesty International. „Þegar ég fæ öll þessi bréf sem segja að ég sé ekki ein, fá þau mig til að líða vel og ég hugsa með mér, já það er satt, ég er ekki ein.“

10.   Sautján ungir aðgerðasinnar, Angóla

Leystir úr haldi með skilyrðum í lok júlí eftir langa og stranga baráttu fyrir frelsi þeirra. Á meðal þeirra var Sedrick de Carvalho sem hafði verið handtekinn fyrir að taka þátt í lestrarhópi þar sem ungt fók ræddi hugmyndir sínar um lýðræði og frelsi. „Ég vil þakka Amnesty International,“ sagði hann síðar. „Vegna ykkar stuðnings erum við ekki lengur í fangelsi.“

11.   Ildefonso Zamora Baldomero, Mexíkó

Laus úr haldi 12. ágúst. Umhverfisverndarsinni og samviskufangi sem var í haldi í níu mánuði. „Mínar innilegustu þakkir til allra hjá Amnesty International um heim allan,“ sagði Ildefonso. „Ég hef ekki næg orð til að segja ykkur að ég er ykkur þakklátur að eilífu.“

12.   Belén, Argentína

Leyst úr varðhaldi fyrir réttarhöldin í ágúst. Yfir 120.000 manns víðsvegar um heiminn skrifuðu undir ákall okkar til yfirvalda í júlí um lausn hennar. Hún hafði verið dæmd í átta ára fangelsi fyrir fósturmissi. Enn er beðið eftir lokaniðurstöðu í dómsmáli hennar. 

Motmaeli-fyrir-Belen-Argentina-mal-nr.-12©Amnistia-International-Argentina

Mótmæli fyrir Belén í Argentínu ©Amnistía International Argentina

13.   Fred Bauma og Yves Makwamba, Lýðveldið Kongó

Leystir úr haldi í lok ágúst. 170.000 manns gripu til aðgerða í Bréfamaraþoni Amnesty International fyrir þessa tvo aðgerðasinna frá Lýðveldinu Kongó. „Hvert einasta bréf, hver einasta heimsókn, hvert einasta orð hefur styrkt okkur og styrkt staðfestu okkar fyrir þessa löngu en réttláta baráttu fyrir frelsi og lýðræði,“ sagði Yves. Tíu aðrir aðgerðasinnar, sem líka voru félagar í LUCHA hreyfingunni, voru einnig leystir úr haldi árið 2016.

Homa-Hoodfar-Iran--©Private14.   Homa Hoodfar, Íran/Kanada

Laus úr haldi í september. Hún er kanadískur og íranskur ríkisborgari, prófessor í mannfræði og baráttukona fyrir kvenréttindum. Tugir þúsundir í Kanada og víðar skrifuðu undir ákall fyrir frelsi hennar.

 Homa Hoodfar ©Private15.   31 friðsamlegur mótmælandi, Gambía

Laus úr haldi í desember. Í hópnum var stjórnarandstöðuleiðtoginn Ousainou Darboe. Amnesty International þrýsti hart á lausn þeirra úr haldi og einnig voru aðgerðasinnar okkar beðnir að sýna samstöðu með þeim.

16.   293 einstaklingar leystir úr haldi, Írak

Í maí fengum við fágætan aðgang að bráðabirgðavarðhaldsstöð í Anbar, vestur af Bagdad í Írak. Þar fundum við 700 einstaklinga, allt niður í 15 ára, sem voru í haldi án ákæru við hræðilegar aðstæður grunuð um að tengjast Íslamska ríkinu (IS).  Stuttu síðar gáfum við út niðurstöður rannsóknar okkar sem fengu mikla fjölmiðlaumfjöllun. Það, ásamt mikilvægum fundi við forsætisráðherra Íraks, leiddi til lausnar á 293 einstaklingum.

17.   100 einstaklingar leystir úr haldi frá hræðilegum aðstæðum, Nígería

Þann 11. maí afhjúpuðum við dauða fleiri en 149 einstaklinga í byrjun árs 2016 á varðhaldsstöð nígeríska hersins. Dauði þeirra stafaði líklega af hungri, vökvaþurrð og sjúkdómum. Á meðal hinna látnu voru 11 ungabörn og börn undir sex ára aldri. Strax í kjölfarið á útgáfu skýrslu okkar, þrátt fyrir að neita niðurstöðunum opinberlega, leysti nígeríski herinn 100 einstaklinga úr haldi.

Þú hjálpaðir til við að þrýsta á íþróttasambönd og draga stríðsglæpamenn til ábyrgðar


18.   Alþjóða knattspyrnusambandið lætur undan þrýstingi

Í mars afhjúpuðum við misneytingu farandverkafólks við byggingu á leikvangi fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar árið 2022.  Aðgerðir Amnesty International ásamt rannsókn okkar leiddi til viðbragða hjá yfirvöldum í Katar, byggingarfyrirtækjum og FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu. Tvö fyrirtæki skiluðu vegabréfum til verkafólks. Einu fyritæki, sem var þungamiðjan í ásökununum, var vikið frá verkefnum heimsmeistaramótsins í sex mánuði. Alþjóðasamband frjálsíþrótta, IAAF (sem mun nota íþróttamannvirki í Katar fyrir heimsmeistaramótið árið 2019) sagðist myndi skoða málin sem við höfðum vakið athygli á þrátt fyrir að skýrslan hafi ekki beinst að þeim. FIFA, sagðist myndi setja á laggirnar óháða nefnd til að fylgjast með aðstæðum á vettvangi fyrir heimsmeistaramótið 2022.

19.   Stríðsglæpamaður frá Tsjad sakfelldur

Í tímamótaúrskurði þann 30. maí var fyrrum forseti landsins, Hissène Habré, dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyninu, stríðsglæpi og pyndingar sem framdar voru í Tsjad á árunum 1982 til 1990.  Auk annarra sönnunargagna, studdist ákæruvaldið við skýrslur Amnesty International frá 9. áratugnum ásamt sérfræðivitnisburði frá fyrrum starfsmanni Amnesty International.

Þú hjálpaðir til við að bjarga lífum

20.   Íran: Unglingspilti hlíft við aftöku

Alireza Tajiki var bjargað frá gálganum þökk sé alþjóðlegum viðbrögðum sem fordæmdu yfirvofandi aftöku. Aftaka var sett 15. maí 2016 en vegna mikils þrýstings frá starfsfólki Amnesty International og aðgerðasinnum sem tístu #SaveAlirez til yfirvalda á Twitter var hætt við aftöku. Alireza er enn ekki öruggur og við erum að kalla eftir því að Íran ógildi dauðadóm hans.

21.   Maldív-eyjar og Indónesía: Komið var í veg fyrir aftökur 

Ykkar áframhaldandi stuðningur til að binda enda á dauðarefsinguna á heimsvísu bar árangur á Maldív-eyjum og Indónesíu. Í júlí, með þinni hjálp, var endurupptaka dauðarefsingarinnar stöðvuð, að minnsta kosti tímabundið, á Maldív-eyjum eftir rúmlega 60 ára hlé. Aðgerðasinnar Amnesty International börðust fyrir því að stöðva aftökur 14 einstaklinga í Indónesíu sem voru sakfelldir fyrir fíkniefnabrot eftir ósanngjörn réttarhöld. Þann 29. júlí, þó eftir að búið var að taka fjóra úr hópnum af lífi, voru hinar aftökurnar stöðvaðar og yfirvöld lofuðu að gera „yfirgripsmikla rannsókn“ á málum þeirra. Herferð til bjargar lífi þeirra heldur áfram.

Ghina-Ahmad-Wadi--©Private----Syrland-mal-nr.-2222.   Sýrland: Tíu ára stúlka fær lífsnauðsynlega skurðaðgerð

Í kjölfar alþjóðlegs þrýstings frá aðgerðasinnum Amnesty International og fleirum fékk tíu ára, lífshættlega særð sýrlensk stúlka að fara frá bænum Madaya þann 13. ágúst til að gangast undir lífsnauðsynlega skurðaðgerð. Ghina Ahmad Wadi hafði verið skotin í fótlegginn af leyniskyttu frá eftlitsstöð sýrlenska hersins þegar hún var að kaupa lyf handa móður sinni.

                                                                                                                                     Ghina Ahmad Wadi frá Sýrlandi ©Private

23.   Búrkína Fasó: Tekst á við barnabrúðkaup og þvinguð hjónabönd


Í febrúar lofuðu stjórnvöld í Búrkína Faso, vegna aðgerða ykkar, að uppræta þvinguð hjónabönd og barnabrúðkaup. Þau skuldbundu sig til að hækka giftingaraldur stúlkna í 18 ár og tryggja að þvinguð hjónabönd verði skýrt skilgreind í lögum. Meira en hálf milljón skrifuðu undir ákall okkar í herferðinni Minn líkami, mín réttindi og í Bréfamaraþoni Amnesty International. Staðreynd sem fór ekki framhjá yfirvöldum.

Malavi---albinismi--Annie-Alfred-©-Amnesty-International24.   Malaví: Ný lög til verndar fólks með albínisma

Rúmlega 225.000 manns skrifuðu undir ákall okkar til yfirvalda í Malaví um að stöðva morð á fólki með albínisma. Vegna alþjóðlegs þrýstings breytti Malaví tveimur lögum til að vernda fólk með albínsima frá ofbeldi og morðum. Í dag standa allir þeir sem verða gripnir með í fórum sínum bein eða líkamshluta fólks með albínisma frammi fyrir lífstíðarfangelsi.

25.   Framfararskref gegn pyndingum

 Barátta þín gegn pyndingum leiddi til þess að nokkur lönd tóku framfaraskref til að stöðva pyndingar. Gínea gerði pyndingar að glæp og Tógó styrkti lög sín í samræmi við alþjóðleg lög. Eftir áralanga herferð Amnesty International, hefur Kanada loks lofað að koma í veg fyrir pyndingar með því að að skuldbinda sig til að fullgilda OPCAT. Eftir þriggja ára stöðuga baráttu aðgerðasinna Amnesty International átti sögulegur úrskurður á pyndingum af hálfu lögreglu sér stað á Filippseyjum þegar fyrsta sakfellingin var gerð í landinu í samræmi lög gegn pyndingum frá árinu 2009.

Annie Alfred í Malaví © Amnesty International

 

 

26.   Kanada: Skref í rétta átt fyrir réttindi frumbyggja

Í ágúst hófst innlend og sjálfstæð úttekt á málum frumbyggjakvenna og stúlkna sem hafa týnst eða verið myrtar. Ákvörðunin fylgdi í kjölfarið á rúmlega áratugri langri herferð aðgerðasinna Amnesty International, hópa frumbyggjakvenna og annarra í Kanada.

Kanada-tilkynnir-uttekt---mal-nr.-26-©Amnesty-International-Canada

 Tilkynning á sjálfstæðri úttekt í Kanada ©Amnesty International Canada

27.  Perú: Ný lög fyrir týnda

Þúsundir þeirra sem leita eftir horfnum ástvinum sínum geta mögulega loks fundið út hvað kom fyrir þá þökk sé nýjum lögum. Lögin voru kynnt í júní, eftir langa herferð Amnesty International í Perú fyrir alla sem var rænt eða hurfu í vopnuðum átökum af hálfu hersveita stjórnvalda eða vopnaðra hópa á árunum 1980-2000.

28.   Ástralía: Framfaraskref fyrir réttindi frumbyggja

Sögulegur atburður átti sér stað eftir samstillta herferð og skýrslu Amnesty International um unga frumbyggja í réttarkefinu í Queensland í Ástralíu.  Loks eftir fimm áratuga óréttlæti verða 17 ára ungmenni ekki lengur sett í fullorðinsfangelsi né heldur réttað yfir þeim sem fullorðnir einstaklingar, í samræmi við alþjóðalög. Það þýðir að börn, og þá sérstaklega frumbyggjabörn sem eru 22 sinnum líklegri til að vera í haldi, fá aukin tækifæri á endurhæfingu.

Activist-John-Jeanette-Solstad-Remø---health-minister-with-the-law-proposal-©Amnesty-International29.   Noregur og Danmörk: Söguleg tímamót fyrir réttindi transfólks

Í júní voru ný lög samþykkt sem veita transfólki lagalegan rétt á viðurkenningu á kyni á aðgengilegan og gegnsæjan hátt.  Það sem mestu skiptir er að lögin veita einstaklingum sjálfsákvörðunarrétt á kyni og binda enda á skammarlega arfleifð Noregs á þvingandi og óréttlátum kröfum sem brjóta í bága við ýmis mannréttindi. Í maí innleiddi danska þingið ákvörðun um að hætta að flokka transgender sem geðsjúkdóm.

 

Transgender aðgerðsinninn John Jeanette Sostad Remø í Noregi með heilbrigðisráðherra og tillögu að nýju lögum ©Amnesty International

30.   Sádi-Arabía: Klasasprengjur stöðvaðar í bili

Fólk um heim allan tók þátt í herferð okkar til að beina kastljósi á skaðvænleg áhrif klasasprengja, framleiddar á Bretlandi, í Bandaríkjunum og Brasilíu og eru notaðar af bandamönnum Sádi-Arabíu í Jemen. Bandaríkin hafa síðan þá stöðvað allan flutning á klasasprengjum til Sádi-Arabíu. Í desember tilkynnti Sádi-Arabía að það myndi hætta að nota klasasprengjur frá Bretlandi. Við munum halda áfram ákalli okkar til allra landanna um algjört bann við notkun á klasasprengjum.

Sadi-Arabia--adgerd---mal-nr.-30---©Amnesty-International

©

31.   Fleiri lönd afnema dauðarefsinguna

Alþjóðalegur þrýstingur fyrir afnámi dauðarefsingarinnar heldur áfram af fullum skriðþunga. Þann 12. maí var Nárú 103. ríkið til að afnema dauðarefsinguna fyrir alla glæpi. Í október innleiddi Gínea lög sem afnemur dauðarefsinguna fyrir flesta glæpi.

Gaddakylfa---©-Robin-Ballantyne--Omega-Research-Foundation---mal-nr.-3232.   Lokað á glufu um viðskipti tengd pyndingum

Áralöng barátta Amnesty International og Omega Research Foundation leiddi til þess að Evrópusambandið innleiddi hertari takmarkanir í október varðandi sölu og kynningu á tækjum sem notuð eru fyrir pyndingar og aftökur á fólki. Takmarkanirnar eru lagalega bindandi fyrir öll ríki Evrópusambandsins

Gaddakylfa © Robin Ballantyne/Omega Research Foundation33.   Pólland: Konur stöðva áform um fóstureyðingarbann

Gífurlegur fjöldi kvenna og stúlkna flyktist út á götur í október til að mótmæla áformum um fóstureyðingarbann í Póllandi, landi sem hefur nú þegar ströng lög um fóstureyðingar. Konur fóru í verkfall til að sýna reiði sína gegn áformunum og þúsundir fólks, þeirra á meðal stuðningsfólk Amnesty International, sendi skilaboð um samstöðu. Stjórnvöld gáfu eftir að lokum, og var það sögulegur sigur fyrir kvenréttindi í landinu.

Til baka