• aftöku frestað
    © Amnesty International

Frestun á aftöku einstaklings með alvarlega geðfötlun í Arkansas

3.5.2017

Aftaka Bruce Ward sem áætluð var 17. apríl í Arkansas hefur verið frestað.

Bruce Ward var annar tveggja manna sem taka átti af lífi þann 17. apríl en aftaka hans var ein af átta aftökum sem áætlaðar voru á 11 daga tímabili frá 17. apríl til 27. apríl.

Í lok mars 2017 lögðu lögfræðingar Bruce Ward fram kæru fyrir rétti þar sem þeir færðu rök fyrir því að aftaka hans myndi brjóta gegn stjórnaskránni í ljósi þess að Ward hefur ítrekað verið greindur með ofsóknargeðklofa sem er alvarleg geðfötlun. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1986, Ford gegn Wainwright, er bannað að taka af lífi fanga sem hafa ekki andlega getu til að skilja ástæðu eða raunveruleika refsingar sinnar. Málinu var vísað frá þann 13. apríl en þá lögðu lögfræðingar Bruce Ward fram neyðarbeiðni til hæstaréttar Akransas til að kalla eftir frestun á aftöku hans.

Þann 14. apríl samþykkti hæstaréttur Arkansas, með fjórum atkvæðum gegn þremur, að aftöku Bruce Ward yrði frestað. Daginn eftir lagði fylkið fram neyðartillögu til að biðja hæstarétt um að endurskoða frestun á aftöku. Þann 17. apríl staðfesti hæstirétturinn fyrri úrskurð sinn og gerði það einnig hjá öðrum fanga sem átti að vera tekinn af lífi sama dag. 

Mál Bruce Ward var í SMS-aðgerðaneti Amnesty í byrjun apríl. Nánar um málið hér.

 

 

 

Til baka